Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1964, Page 17

Andvari - 01.06.1964, Page 17
ANDVARI ANNA BORG 15 sem nýkveiktar ástríður vöktu strax í atriðinu við rokkinn, gegnurn hina yndis- legu örlagaundirgefni í bæninni til Maríu meyjar, unz persónan að lokum leysti ur böndurn voldugt skap þessarar ungu listakonu og persónuleika hennar með uggvænlegum tryllingi í sturlunarþættinum í fangelsinu og dauða Grétu. Þessa persónu vantaði ekkert. Heildarmyndin blasti við okkur, þar sem við sátum i leikhúsinu, skelfd, gagntekin og endurleyst við að sjá þessa ungu, en óskiljan- lega kunnáttusömu listakonu lifa sig inn i pessa ungu kvenveru, sjálfsagt fræg- asta harmsöguhlutverk heimsbókmenntanna. Sigurinn var jafn mikill og hann var augljós. 1 upphafi gagnrýni sinnar um Faust skrifar Svend Borberg: ,,... Og ein einstök rnynd stendur okkur óafmáanlega fyrir hugskotssjónum krýnd fagurri þökk: Það er Margrét Önnu Borg.“ Og seinna heldur hann þannig áfram: ,,Hin mikla, ógleymanlega upplifun kvöldsins varð Margrét ungfrú Önnu Borg. Hún léði skáldskap Goethe mál með ósegjanlegum ágætum og einfaldleika. Hún trúir. Hér er einn, sem ennþá trúir mitt í öllum efasemdum og vanaviðjum. Er það ekki fagnaðarboðskapur? An þess að nokkuð bæri á einræmi, en með dýpsía innileika, túlkaði hún fræg eintöl hinnar hreinu og einföldu Margrétar, — við rokkinn, við brunninn, í kirkjunni, hjá Maríulíkneskjunni og síðast í sturlun- inni sýndi hún svo margbreytilegar tjáningar, að slíkt er aðeins gefið fullþrosk- aðri listakonu. Penninn neitar að lýsa þessu á öðru máli en Ijóðsins sjálfs, og engin ljóð fá spannað það jafnfullkomlega og þau, sem hún sjálf gaf líf, af því að hún og þau voru eitt. í elli okkar munurn við, sem lifðum leik hennar, ennþá tala um hann, og þar sem einkum fyrri hluti harmleiksins er tileinkaður Mar- grétu, þá var uppfærsla hans þess vegna mikils virði.“ Anna Borg hafði engu glatað af sakleysi sínu, það sýndi hún aðeins rnánuði síðar sem Hero í leikriti Shakespeares, „Umstang út af engu“. Hlutverkið er erfitt og vanþakklátt, því að leikurinn slitnar í miðju, en Anna Borg veitti því líf og yl, eins og hún gerði seinna í annarri persónu hjá Shakespeare, sem líktist Hero, ísabellu hinni ógæfusömu í ,,Líku líkt“, þegar hún réðst til Dagmarleikhússins 1934 til dvalar nokkur leikár. Með þrístirninu — Maríu — Valborgu — Grétu hafði Anna Borg unnið sér sess í dönsku leikhúsi. Hún var nú í surnra augum túlkandi skáldlegra, hreinna og beinna, saklausra ungra kvenna, en í þessum hlutverkum hafði hún ennfremur sýnt, hversu margvíslega er hægt að móta þessa eiginleika á sviðinu, — allt frá tillitslausri undirgefni þjónustustúlkunnar við elskhuga sinn yfir í hrífandi stillingu rómantískrar ástmeyjar og til þess, er svikin kona sleppir sér; Það er auðlegð í meðferð Önnu Borg í listgrein sinni. í endurminningum sín- um stynur hún að vísu dálítið undan því, að nú voru henni ætluð ,,þessi blíðu,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.