Andvari - 01.06.1964, Blaðsíða 19
ANDVAHI
ANNA BORG
17
til föðurhúsanna í Reykjavík. Hún las ásamt Poul Reumert í júní og júlí upp
úr „Cant“, ,,Faust“ og „Kaupmanninum í Feneyjum“, og þau léku saman
„Gálgamanninn", áður en brúðkaup þeirra var lialdið á bernskuheimili hennar
1 Reykjavík, en eftir það héldu þau hjón aftur til Danmerkur, hvort til síns
starfa, hún við Konunglega leikhúsið, hann til að leika sem gestur á ýmsum
leiksviðum.
* * *
Fyrsta hlutverkið, sem beið hennar, var eins og hún gat bezt kosið. Hún
lék Steinunni í „Galdra-Lofti“ Jóhanns Sigurjónssonar á móti Eyvind Johan-
Svendsen, og hún leiddi í ljós enn eina ógæfusama, unga konu. Hér hafði hún
tækifæri umfram alla aðra að gefa persónunni íslenzk sérkenni í styrk trúar
og ástar, og enn færði það henni leiksigur. Fyrsta raunverulega frúarhlutverkið
fékk þessi unga, nýgifta kona sem frú Thygesen í „Landafræði og ást“ eftir
Björnstjerne Björnson og gæddi hana sérstæðum yndisþokka. Nú fylgdi eitt
af hinum fölu, skáldlegu döpru stúlkuhlutverkum, þar sem var unga nunnan,
systir Inez, í smekkvíslegum, en efnislitlum ljóðleik Julio Dantas „Rósir allt
árið“. Til allrar hamingju fékk hún tækifæri að leika hlóðríkari stúlku skömmu
eftir nýárið, þegar hún lék aðalhlutverkið í „Fanny“ eftir Marcel Pagnol. Strax
þegar fyrsti hlutinn af Marseille-þríleik Pagnols var sýndur í Dagmarleikhúsinu
í ágúst 1932, þar sem Poul Reumert lék Cesare ógleymanlega, hafði verið
lýst eftir lienni og Erling Schroeder í hlutverk Fannyjar og Maríusar. Konung-
lega leikhúsið greip hugmyndina á lofti, og þessir tveir ungu leikarar brugðust
engurn vonum: Flann fegurstur í þrá sinni til fjarlægra hafa, hún í samlöðun
raunsæis og skáldskapar, sem í slíkum hlutverkum gat gert hana hvort tveggja
í senn, jarðbundna og þó hjúpaða draumablæju.
Þýðingarmeira var þó, að leikhússtjórinn gaf henni nú leyfi til að leika
gestaleik á öðru leiksviði Kaupmannahafnar, — í Dagmarleikhúsinu, þar sem
maður hennar var um þessar mundir driffjöðrin. í fyrsta sinn eftir hinn afdrifa-
ríka samleik þeirra í „Gálgamanninum“ 1929, áttu þau nú aftur að mætast
á sviðinu. Fallegt leikrit Gerhards Hauptmanns, „Fyrir sólsetur", veitti Poul
Reumert mikinn leiksigur í febrúar 1933 ásamt völdum leikflokki í Dagmar-
leikhúsinu, en Eva Fleramb, sem lék ungu stúlkuna í leikritinu, varð að hætta,
]oví að hennar beið annað viðfangsefni. Anna Borg tók þá við hlutverki Inken
Peters, ungu fóstrunnar, sem gyllir síðustu ár gamla fjármálafurstans, Matthías-
ar Clausens leyndarráðs, með hreinni og óeigingjarnri ást sinni, en samtímis
leiðir hún ógæfuna yfir hann, þegar fjölskylda hans fær hann dæmdan ómynd-
ugan, vegna þess að hann ætlar að ganga að eiga Inken. Samleikurinn varð