Andvari - 01.06.1964, Side 20
18
SVEND KRAGH-JACOBSEN
ANDVARI
burðarás sýningar, sem var einhver hin fegursta þetta leikár, og Anna Borg
átti sinn hlut af heiðrinum með því að láta enn eitt sinn unga, ástfangna stúlku
standa föstum fótum á jörðinni með geislabaug um fagurt höfuð. Henni fannst
svo þroskandi að leika utan við Kóngsins Nýjatorg, að hún yfirgaf Konunglega
leikhúsið við lok leikársins 1932—33, en það hafði mátt kallast heimili hennar
um nálega tíu ára skeið, þar sem hún hafði komið ungur, óþekktur nemandi
og með þrotlausu starfi halið sig til iindvegis meðal ungra leikkvenna á dönsku
leiksviði. Fyrst hafði hún harizt við málið og síðan þau ráð, sem listakonan
notar til að ná lullu valdi yfir persónu sinni, það er að segja skapi og frarn-
göngu. Hún hafði unnið stórsigra, en henni fannst stundum, að hún yrði að
dragast með þessi sömu eilífu ungmeyjahlutverk, og hún treysti því, að fram-
tíðin hefði henni margt að bjóða, — og af öðru tagi.
Leikárið 1933—34 bar þó ekkert merkilegt í skauti sínu. Það færði henni
aðeins eitt hlutverk, Henriette Cogolin í franska gleðileiknum „Enginn koss“
eftir André Birabeaux. Þetta leikrit lék hún fyrst með manni sínum í Óðinsvéa
leikhúsinu, en síðan í gestaleik á Casino í Kaupmannahöfn, en síðustu stund-
irnar reyndi þetta leikhús fyrir sér á ólíkustu sviðum. Gestaleikur Poul Reumert
og Önnu Borg gekk vel, en leikritið er ekki í röð þeirra, sem menn minnast.
Tvö næstu leikár er Anna Borg við Dagmarleikhúsið, þar sem hún hlaut góð
viðfangsefni. Fyrst leikur hún ísabellu í „Líku líkt“, en hlutverkið liggur
nærri I lero, sem hún hafði leikið ári áður í Shakespeare-leikriti á Konunglega
leikhúsinu. Aftur á móti hefur hún mikla ánægju af langt um erfiðara viðfangs-
efni, sem bíður hennar í sjónleik Karls Schlúters „Það er kominn morgunn“.
Vissulega er mjög erfitt að bjarga niðurlagi leiksins. Poul Reumert lék hlutverk
yfirlæknisins, sem verður loks eina nótt að létta af samvizku sinni þeirri byrði,
sem hann hefur lagt á sig til þess að vægja veikburða konu sinni, og hlutverkið
var langt um merkilegra en hennar, sem lék Llelgu Ruhne, konu yfirlæknisins.
En með sínum innra eldi, hæfileika til að sýna bæði undirgefni og kraft, tókst
Önnu Borg einnig að gæða yfirlæknisfrúna lífi og vera sterkur þátttakandi í
þeim reikningsskilum, sem lýkur með sjálfsmorði hjónanna. Lljá þeim er lífinu
lokið, þegar hann hefur játað og hún skilið. Sýningin sigraði á Dagmarleik-
húsinu með þessum þróttmikla leik Poul Reumert og Önnu Borg, og seinna báru
þau hana uppi úti á landi og í útvarpsleikhúsinu. Urslita lramlag þeirra í leiknum,
sem vafalaust var saminn með þau í huga, færði Schlúter frama, sem var afleiðing
af innblæstri og innlifun í umdeilt verk, þar sem leikararnir höfðu með framlagi
sínu liina mestu þýðingu fyrir örlög leikverksins.
Oft liafði Anna Borg þráð að fá að túlka léttu hlutverkin, brosin og gaman-
scmina. I lún fékk tækifærið í Pernille-hlutverki undir nafninu Annette í tæki-