Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1964, Side 23

Andvari - 01.06.1964, Side 23
ANDVARI ANNA BORG 21 leik hennar. Skapsmunir Önnu Borg eru í slíkum hlutverkum hreinir og beinir, en Salome, „litla prinsessan" Oscars Wilde, er flókin, úrkynjuð persóna, fjarri því hugarfari, sem Anna Borg mótar í ástríðufullum hlutverkum. Vorið 1937, eftir sjö ára brottveru, hafði Poul Reumert þegar verið gestur á Kóngsins Nýjatorgi í „Dauðadansinum" með Bodil Ipsen. Nú tengdist hann frá 1937—38 aftur þjóðleikhússviðinu, sem er hið sanna heimkynni listar hans. Líka var haft á orði, að Anna Borg mundi snúa aftur til Konunglega leikhússins. Eitt leikár enn varð hún saint „utan múranna" án gildrar ástæðu. Thorvald Larsen greip nú tækifærið og réð hana til Folketeatret, þar sem hún lék í Mussolini-leikritinu „Sigrinum" eftir Kaj Munk. Hún var Angelica, kona ein- ræðisherrans, og ásamt Nicolai Neiiendam og August Liebmann stuðlaði hún að því að gefa sýningunni í Nörregade stærð og gildi, þó að þetta sé meðal veikari leikrita Kaj Munks. Anna Borg var sterk og fögur í hlutverki eigin- konunnar, en þrátt fyrir tíguleik hennar var erfitt að fá áhorfendur til að gleypa við ýmsu, sem Munk hefur íþyngt persónum sínum með. Sambandið milli Angelicu og páfans er næstum óviðráðanlegt, en jafnvel það var Önnu Borg kleift. * * * Snemma sumars 1938 voru þau Anna Borg og Poul Reumert aftur á ís- landi, áður en hún réð sig á ný til Konunglega leikhússins. Þar léku þau í boði Norræna félagsins „Tovaritsch" og „Það er kominn morgunn" við mikið lof. Fyrsta leikárið í Konunglega leikhúsinu færði henni hvorki meira né minna en fimm ný hlutverk auk Möllu í „Andbýlingunum", sem hún færði nú yfir á þetta stóra svið, eftir að hafa áður reynt hlutverkið í Árósum. Fjögur af þessum nýju hlutverkum voru þó ekki verulega þýðingarmikil, — nema hvað hún var með og var boðin velkomin aftur á þetta leiksvið, þar sem hún hafði unnið sína fyrstu sigra. Hún byrjaði sem „Eliante“ í veikri, nýrri uppfærslu á „Mannhatar- anum" eftir Moliére, þar sem Eyvind Johan-Svendsen gat alls ekki valdið aðal- hlutverkinu, sem Poul Reumert hafði leikið með glæsibrag fyrir áratug, áður cn hann yfirgaf leikhúsið 1930. Anna Borg miðlaði Eliante af göfugu kveneðli sínu og tignarlegu fasi, og þegar „Hugsjónamaður' var að nýju settur á svið ekki fullri viku síðar, gaf hún hinni ungu drottningu Mariamme fegurð sína, og um leið var framsögn hennar þroskaðri en fyrr. Hún lék heimasætuna Lailu í „Anna Sofie Hedvig" eftir Kjeld Abell á nýársdag 1939, sem boðaði örlög- þrungið ár. Hér sýndi hún, að hún var í sannleika konungborin, annað fékk hún ekki tækifæri að sýna. í næsta verkefni, „Þess vegna skiljum við“, gafst henni hins vegar tækifæri að gera oss ljósan uppruna sinn, Þetta borgara-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.