Andvari - 01.06.1964, Side 30
28
SVEND IÍRAGH-JACOBSEN
ANDVARI
hélt hún til íslands, þar sem hún lék aftur á íslenzku í þjóðleikhúsinu í Reykja-
vík eftir meira en 25 ár. Hún segir sjálf svo frá, að nú hafi sér verið næsturn
jafnmikið kvalræði að losna við danskar áherzlur og það hafi kostað hana mikið
erfiði að læra þær á námsárum sínum. Hún sigraðist líka á þessum erfiðleikum,
og 18. marz vann hún stórfenglegan sigur í aðalhlutverki „Heilagrar Jóhönnu“
eftir Bernard Shaw, hlutverki, sem danska leikhúsið hafði vanrækt að fá henni
í hendur. Hlutverkið var sem skrifað fyrir óspillt ungmeyjarskaplyndi hennar,
sem fann sterka, hreina og ástríðufulla tjáningu fyrir öll eðliseinkenni Jóhönnu,
leiðslustundirnar í hrifningu boðunar þeirrar, sem henni er falin, gleði hennar
yfir lífinu með hermönnunum, og skellinguna gagnvart dómurunum, sem leit-
ast við að stöðva baráttu hennar fyrir framgangi þess máls, sem Guð hefur lagt
henni á herðar, og efast meira að segja um sannsögli hennar. 1 annað hlutverk
gestaleiksins hafði hún valið Toinette sína í ,,ímyndunarveikinni“ eftir Moliére
og varð meira að segja sjálf að setja sýninguna á svið með aðstoð hróður síns.
Það var í tilefni af þessari sýningu að einn leikdómarinn gaf henni til kynna að
með þessu skoppi um sviðið líktist hún knattspyrnumanni, af þessum orðum hafði
hún mikið gaman; en hún var á þönum til að fjörga sýninguna og sýna Toinette,
stúlkuna, sem er alls staðar nálæg. Allir aðrir dómar voru mjög lofsamlegir.
Gestaleikurinn var mikil orkuraun fyrir Onnu Borg og hafði örlögþrungnar
afleiðingar. Hún hafði áður kennt gallsteina, og nú elnaði sjúkdómurinn, svo að
það kostaði hana miklar þjáningar að ljúka leik hvert kvöld. Eftir fjögurra
mánaða strit, sem hafði reynt alvarlega á heilsu hennar, sneri hún aftur til
Kaupmannahafnar síðast í maí, þar sem vinum hennar brá í brún að sjá hana
þreytulega og tekna. Það var auðséð, að hún var ekki heilbrigð. Með því að
beita viljaþreki sínu til bins ítrasta fór hún þó strax til Parísar og kom þar fram
á 2000 ára afmælishátíð borgarinnar, þar sem „La Société Amicale Internationale
des Professions Liberales et Intellectuelles” hafði einnig stofnað til sýningar á
danskri list. I fagra íslenzka þjóðbúningnum sínum las hún útdrátt úr Gunn-
laugssögu ormstungu hátíðarkvöldið og ennfremur íslenzk Ijóð í franskri sjón-
varpssendingu ásamt Poul Reumert. Þá voru kraftar hennar þrotnir. Óðar og
hún kom heim var hún lögð á Borgarsjúkrahúsið í Kaupmannahöfn og skorin
upp mörgum sinnum á næstu mánuðum. Veikindin voru alvarleg, — svo alvar-
leg, að lengi var óttazt, að Anna Borg mundi aldrei framar sjást á leiksviði.
Gallsteinaaðgerðinni fylgdi efnaskiptasjúkdómur, og eftirstöðvar veikindanna
hömluðu allri leikstarfsemi hennar þrjú leikár. Sinátt og smátt hresstist hún á
ný, hvíldist og náði sér. Þegar hún gat loks farið að fást við þá list, sem var henni
lífið sjálft, voru það fyrst einstöku hlutverk í útvarpsleikritum, sem hún þorði
að taka að sér. Eftir árabil hlýddu menn hrifnir á rödd hennar í hlutverki Ólafar