Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1964, Page 30

Andvari - 01.06.1964, Page 30
28 SVEND IÍRAGH-JACOBSEN ANDVARI hélt hún til íslands, þar sem hún lék aftur á íslenzku í þjóðleikhúsinu í Reykja- vík eftir meira en 25 ár. Hún segir sjálf svo frá, að nú hafi sér verið næsturn jafnmikið kvalræði að losna við danskar áherzlur og það hafi kostað hana mikið erfiði að læra þær á námsárum sínum. Hún sigraðist líka á þessum erfiðleikum, og 18. marz vann hún stórfenglegan sigur í aðalhlutverki „Heilagrar Jóhönnu“ eftir Bernard Shaw, hlutverki, sem danska leikhúsið hafði vanrækt að fá henni í hendur. Hlutverkið var sem skrifað fyrir óspillt ungmeyjarskaplyndi hennar, sem fann sterka, hreina og ástríðufulla tjáningu fyrir öll eðliseinkenni Jóhönnu, leiðslustundirnar í hrifningu boðunar þeirrar, sem henni er falin, gleði hennar yfir lífinu með hermönnunum, og skellinguna gagnvart dómurunum, sem leit- ast við að stöðva baráttu hennar fyrir framgangi þess máls, sem Guð hefur lagt henni á herðar, og efast meira að segja um sannsögli hennar. 1 annað hlutverk gestaleiksins hafði hún valið Toinette sína í ,,ímyndunarveikinni“ eftir Moliére og varð meira að segja sjálf að setja sýninguna á svið með aðstoð hróður síns. Það var í tilefni af þessari sýningu að einn leikdómarinn gaf henni til kynna að með þessu skoppi um sviðið líktist hún knattspyrnumanni, af þessum orðum hafði hún mikið gaman; en hún var á þönum til að fjörga sýninguna og sýna Toinette, stúlkuna, sem er alls staðar nálæg. Allir aðrir dómar voru mjög lofsamlegir. Gestaleikurinn var mikil orkuraun fyrir Onnu Borg og hafði örlögþrungnar afleiðingar. Hún hafði áður kennt gallsteina, og nú elnaði sjúkdómurinn, svo að það kostaði hana miklar þjáningar að ljúka leik hvert kvöld. Eftir fjögurra mánaða strit, sem hafði reynt alvarlega á heilsu hennar, sneri hún aftur til Kaupmannahafnar síðast í maí, þar sem vinum hennar brá í brún að sjá hana þreytulega og tekna. Það var auðséð, að hún var ekki heilbrigð. Með því að beita viljaþreki sínu til bins ítrasta fór hún þó strax til Parísar og kom þar fram á 2000 ára afmælishátíð borgarinnar, þar sem „La Société Amicale Internationale des Professions Liberales et Intellectuelles” hafði einnig stofnað til sýningar á danskri list. I fagra íslenzka þjóðbúningnum sínum las hún útdrátt úr Gunn- laugssögu ormstungu hátíðarkvöldið og ennfremur íslenzk Ijóð í franskri sjón- varpssendingu ásamt Poul Reumert. Þá voru kraftar hennar þrotnir. Óðar og hún kom heim var hún lögð á Borgarsjúkrahúsið í Kaupmannahöfn og skorin upp mörgum sinnum á næstu mánuðum. Veikindin voru alvarleg, — svo alvar- leg, að lengi var óttazt, að Anna Borg mundi aldrei framar sjást á leiksviði. Gallsteinaaðgerðinni fylgdi efnaskiptasjúkdómur, og eftirstöðvar veikindanna hömluðu allri leikstarfsemi hennar þrjú leikár. Sinátt og smátt hresstist hún á ný, hvíldist og náði sér. Þegar hún gat loks farið að fást við þá list, sem var henni lífið sjálft, voru það fyrst einstöku hlutverk í útvarpsleikritum, sem hún þorði að taka að sér. Eftir árabil hlýddu menn hrifnir á rödd hennar í hlutverki Ólafar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.