Andvari - 01.06.1964, Side 37
ANDVARI
FÁNI ÍSLANDS OG SKJALDARMERKI
35
skjalasafni forsætisráðuneytisins, svo og
frummyndin af skjaldarmerkinu eins og
það varð 1919.
Frásögn Heimskringlu um landvætt-
irnar er þannig:
„Haraldr (Gormsson Danajkonungr
bauð kunnugum manni at fara í hamför-
um til lslands og freista, hvat hann kynni
segja honum. Sá fór í Iivalslíki. En er
hann kom til landsins, fór hann vestr fyr-
ir norðan landit. Hann sá, at fjöll öll ok
hólar váru fullir af landvéttum, sumt
stórt, en sumt smátt. En er hann kom fyrir
Vápnafjörð, þá fór hann inn á fjörðinn
og ætlaði á land at ganga. Þá fór ofan
eptir dalnum dreki mikill, ok fylgdu hon-
um margir ormar, pöddur ok eðlur ok
hlésu eitri á hann. En hann lagðisk í brot
ok vestr fyrir land, allt fyrir Eyjafjörð.
Fór hann inn eptir þeim firði. Þar fór
móti honum fugl svá mikill, at vængirnir
tóku út fjöllin tveggja vegna, ok fjöldi
annarra fugla, bæði stórir ok smáir. Braut
fór hann þaðan ok vestr um landit ok svá
suðr á Breiðafjörð ok stefndi þar inn á
fjörð. Þar fór móti honum griðungr mik-
ill ok óð á sæinn út ok tók at gella ógur-
liga. Fjöldi landvétta fylgdi honum. Brot
fór hann þaðan ok suðr um Reykjanes
ok vildi ganga upp á Víkarsskeiði. Þar
kom í móti honum bregrisi ok hafði járn-
staf í hendi, ok bar höfuðit hærra en
fjöllin, ok margir aðrir jötnar með hon-
um. Þaðan fór hann austr með endilöngu
landi — „var þá ekki nema sandar ok
öræfi ok brim mikit fyrir útan, en haf
svá mikit millim landanna," segir hann,
„at ekki er þar fært langskipum." Þá var
Brodd-Helgi í Vápnafirði, Eyjólfr Val-
gerðarson í Eyjafirði, Þórðr gellir í Breiða-
firði, Þóroddr goði í Ölfusi." (Fleims-
kringla I, útg. Fornritafélagsins 1941, bls.
271).
Matthías Þórðarson drepur á í leiðar-
vísi Lim Þjóðminjasafn Islands árið 1914,
að tengsl muni vera milli landvætta-
sagnarinnar í Fleimskringlu og sagna
Biblíunnar um kerúbana, og Jónas Guð-
mundsson, fv. alþingismaður, ræðir ítar-
lega um þetta efni í grein í tímaritinu
„Dagrenning“ árið 1946, sem hér yrði
of langt að rekja.
Við endurreisn lýðveldisins 17. júní
1944 var gefinn út á Þingvelli við Öxará
svofelldur forsetaúrskurður um skjaldar-
merki íslands:
„Skjaldarmerki Islands er silfurlitur
kross í heiðbláum feldi, með eldrauð-
um krossi innan í silfurlita krossinum.
Armar krossanna skulu ná alveg út í
rendur skjaldarins á alla fjóra vegu.
Breidd krossmarksins skal vera % af
breidd skjaldarins, en rauði krossinn
helmingi mjórri, þþ af breidd skjaldar-
ins. Efri reitirnir skulu vera rétthyrnd-
ir, jafnhliða ferhvrningar og neðri reit-
irnir jafnbreiðir efri reitunum, en
þriðjungi lengri.
Skjaldberar eru hinar fjórar land-
vættir, sem getur í Heimskringlu:
Griðungur, hægra megin skjaldarins,
bergrisi, vinstra megin, gammur, hægra
megin, ofan við griðunginn, og dreki,
vinstra megin, ofan við bergrisann.
Skjöldurinn hvílir á stuðlabergs-
hellu.“1)
Forsætisráðherrann, dr. Björn Þórðar-
son, hafði falið þeim Vigfúsi Einarssyni,
skrifstofustjóra í atvinnumálaráðuneyt-
inu, Matthíasi Þórðarsyni, þjóðminja-
verði, Agnari Kl. Jónssyni, skrifstofu-
stjóra í utanríkisráðuneytinu og Birgi
Thorlacius að gera tillögu um gerð skjald-
armerkis lýðveldisins. Varð nokkur um-
ræða meðal þessara manna um að taka
bæri aftur upp sem skjaldarmerki fálka á
bláum skildi, en niðurstaðan varð þó sú,
að breyta ekki um skjaldarmerki og hverfa
1) Stjtíð. 1944, A, bls. 54.
3