Andvari - 01.06.1964, Page 39
ANDVARI
FÁNI ÍSLANDS OG SKJALDARMERKI
37
Hjalta Þorsteinssyni, prófasti í Vatns-
firði. Ern þarna fagurlega dregnar mynd-
ir af 163 innsiglum geistlegra og verald-
legra höfðingja, og auk þess er mynd af
innsigli landsins 1593.1) A eftirgerð
Hieronymus Gourmonts af íslandskorti
Olaus Magnus frá 1539, sem prentað var
í París 1548, er skjaldarmerki fslands ó-
flattur og að því er virðist óhausaður
þorskur með kórónu yfir. Vinstra megin
á kortinu er norska skjaldarmerkið. Merk-
in eru ekki í litum. En á íslandskorti, sem
Þórður biskup Þorláksson í Skálholti gerði
árið 1670, er íslenzka skjaldarmerkið efst
í hægra horni, gylltur þorskur, flattur, á
rauðum skildi, hvítjöðruðum, með gull-
inni kórónu yfir, cn sitt livoru megin
skjaldarins er fálki með þanda vængi og
styðja þeir skjöldin með annarri klónni.
Á öðru íslandskorti Þórðar biskups frá
1668 er skjaldarmerkið neðst í vinstra
horni, en skjöldurinn er þar gulbrúnn
og utan með blágræn brydding. Karl og
kona halda skildinum á loft milli sín).2)
Á predikunarstól úr kirkju Brynjólfs
Sveinssonar í Skálholti, þeirri er hvrjað
var að smíða árið 1650, er þorskmerkið
málað á hurðina. Predikunarstól! þessi
mun hafa verið smíðaður erlendis og hafa
nýr verið tekinn í notkun í Skálholts-
dómkirkju. Nú er predikunarstóllinn í
hinni nýju Skálholtskirkju, sem vígð var
og afhent þjóðkirkjunni 21. júlí 1963. Þá
er þorskmerkið ennfremur á skírnarfont-
inum úr þessari sömu kirkju og sama
verzlunarfélagið (Islands Compagnie)
gaf henni hvorttveggja.
Þótt hlái liturinn sé að sögn Sigurðar
málara ríkjandi í klæðnaði hér á landi
gegnum aldirnar og þau skjaldarmerki
íslenzkra höfðingja, sem kunn eru frá 15.
1) AM. 216, 217 og 218, 8°.
2) Islands kortlægning, Munksgaard, Khöfn
1944, hl. 12, 40, 42.
öld, séu á bláum grunni, þá tíðkuðust
vitanlega fyrr meir einnig aðrir litir, svo
sem rauð klæði og rauðir skildir, þótt þar
væri ekki um ciginleg skjaldarmerki að
ræða. Ólafur pá átti rauðan skjöld með
gullnu ljóni, Ilelgi Njálsson rauðan
skjöld með hirti og Bolli Bollason rauðan
skjöld og dreginn á riddari. Má vel vera,
að blámi fjallanna, fegurð hins sumar-
bláa íslenzka himins og hafs eða áhrif
frá bláa litnum í hinum forna skozka
fána (St. Andrews) eða hinum sameigin-
lega fána Englands, Skotlands, írlands
og Wales (Union jack), sem var aðeins
nokkurra ára (síðan 1801) þegar Jörund-
ur var hér við stjórn, hafi ráðið litnum í
fána Jörundar, er hafði dvalizt löngum
með Englendingum. Einnig gæti Jrað
einfaldlega hafa ráðið, að nærtækasta
efnið í þennan skyndifána hafi verið
blátt. Hvað sem um það er, þá virðist það
hafa verið óumdeilt á öllum stigum fána-
málsins, að aðalliturinn í fána íslands
skyldi vera blár.
Hinn 12. júlí 1809 var svo slíkur fáni,
sem að framan er lýst, — blár með þrcm-
ur þorskfiskum í horni, — dreginn að
hún á Petræusarvöruhúsi, en það stóð við
Hafnarstræti sunnanvert. Freigátan
„Margaret and Ann“, sem lá fyrir landi
undir brezku merki og oddveifu, skaut
ellefu skotum fánanum til heiðurs.
Fáni þessi leið undir lok með Jörundi,
en þetta er fyrsta hugmyndin um sérstak-
an þjóðfána handa íslandi.
III.
Sigurður Guðmundsson málari mun
fyrstur hafa hreyft því, að fálkinn væri
sæmilegra merki lands og þjóðar en þorsk-
urinn. Þegar hann talar um merki á hann
vafalaust bæði við fána og skjaldarmerki,
því að menn virðast lengi vel ekki hafa
gert mikinn greinarmun á þessu tvennu.
Ilugmynd Sigurðar var, að merkið og