Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1964, Blaðsíða 40

Andvari - 01.06.1964, Blaðsíða 40
38 BIRGIR THORLACIUS ANDVARI fáninn skyldi vera hvítur fálki með þanda vængi á bláum grunni. Tóku stúdentar og latínuskólapiltar fálkann sem sitt merki árið 1873. Fáni af þessari gerð var notaður á Þingvallafundi 1873 og einnig á nokkrum stöðum úti um land á þjóð- hátíðinni 1874. Á Þingvallafundi 1874, eftir þjóðhátíðina, var rætt um að taka bæri upp fálkamerkið, en talin á því vand- kvæði, þar sem þorskurinn væri í ríkis- merki Danmerkur og þar með t. d. á ný- slegnum peningum. Var málinu skotið til Alþingis. Á Alþingi virðist málinu ekki hafa verið hreyft að sinni. Þegar alþingishúsið var tekið í notkun árið 1881, varð umræða meðal alþingis- manna um merkin framan á húsinu: Ijón- in og þorskinn. Voru merki þessi á fram- hliðinni sitt hvoru megin við dyrnar út á svalir hússins, Ijónin hægra megin, en þor-skurinn vinstra megin, en landvætta- myndirnar ofan við gluggana á neðri hæð. Fálki var yfir aðaldyrum hússins, undir svölunum. Þingmenn ræddu málið á einkafundi og á fundi 25. ágúst 1881 var gerð um það samþykkt. Skrifaði forseti sameinaðs alþingis, Bergur Thorberg, síð- an landshöfðingja um málið og fór fram á af hálfu þingmanna, að merkjaskildirnir yrðu teknir niður, þar sem þeir væru svo litlir og óálitlegir, að þeir fremur óprýddu en prýddu húsið.1) Landshöfðingi ritaði Is- landsráðgjafa um málið, en hann bar sig saman við Meldahl etazráð, bygginga- meistara hússins. Segir Meldahl, að teikn- ingar sínar af húsinu með merkjaskjöld- unum á, hafi verið samþykktar. Ekkert umtal hafi orðið um skjöldinn með dönsku ljónunum, en þá þegar hafi komið upp ágreiningur um, hvort valinn eða fiskinn ætti að setja á hinn skjöldinn. En þar sem fálkamerkið hafi eigi vcrið viður- kennt af ríkinu, hafi verið hjá því sneitt að samþykkja, að valinn skyldi á merkið setja, og byggingaméistarinn látinn ráða. Kveðst hann svo hafa kosið fiskinn, þar sem hann hafi þá verið hið viðurkennda þjóðmerki íslands og sett hann við hlið- ina á ljónunum, hinu viðurkennda þjóð- merki Danmerkur. En til að gleðja hina ungu íslendingakynslóð „setti ég valinn yfir dyrum niðri," segir Meldahl, ,,er minnt gæti á, að menn hefðu þegar verið farnir að hugsa um valinn 1881.“ Vals- mynd þessi er nú geymd í Þjóðminja- safninu (nr. 8196), tekin af alþingishús- inu 1920. Aftur var þessu máli hreyft á Alþingi 1883. Bar 2. þm. Suður-Múlasýslu, Jón Ólafsson, frarn tillögu til þingsályktunar um að taka niður þorskmerkið og Ijóna- merkið, en setja í staðinn lágmyndir af Kristjáni VIII. og Kristjáni IX. Var til- lagan samþykkt í neðri deild, en felld í efri deild fyrir atbeina Einars Ásmunds- sonar í Nesi, sem taldi of mikið við mál- ið haft að bera það fram sem þing- mál, þar sem það væri heimamál eða innanþingsmál. *) I þessu sambandi orti Hannes Hafstein kvæðið Þorsk-lof, sem birt er í ljóðabók hans.2) Þorskmerkið var tekið af alþingishúsinu 1904 og fálkinn settur í staðinn. En árið 1911 voru merkjaskildirnir báðir, með fálkanum og dönsku ljónunum, teknir af alþingishúsinu og eru nú geymdir í Þjóð- minjasafninu (nr. 8197/8). Pálmi Pálsson, síðar latínuskólakennari, skrifaði grein árið 1883 um merki íslands og mælti eindregið með fálkanum í stað þorsksins.,3) og næsta ár flutti Valtvr Guðmundsson fyrírlestur um málið bæði 1) Alþtíð. 1883, A, bls. 533, B, bls. 228, C, bls. 364. 2) Hannes Hafstein: Ljóðabók, Rvík, 1916, bls. 249. 3) Andvari 1883, bls. 141. ]) AlþtífS. 1881, B, bls. 1167.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.