Andvari - 01.06.1964, Qupperneq 40
38
BIRGIR THORLACIUS
ANDVARI
fáninn skyldi vera hvítur fálki með þanda
vængi á bláum grunni. Tóku stúdentar
og latínuskólapiltar fálkann sem sitt
merki árið 1873. Fáni af þessari gerð var
notaður á Þingvallafundi 1873 og einnig
á nokkrum stöðum úti um land á þjóð-
hátíðinni 1874. Á Þingvallafundi 1874,
eftir þjóðhátíðina, var rætt um að taka
bæri upp fálkamerkið, en talin á því vand-
kvæði, þar sem þorskurinn væri í ríkis-
merki Danmerkur og þar með t. d. á ný-
slegnum peningum. Var málinu skotið til
Alþingis. Á Alþingi virðist málinu ekki
hafa verið hreyft að sinni.
Þegar alþingishúsið var tekið í notkun
árið 1881, varð umræða meðal alþingis-
manna um merkin framan á húsinu: Ijón-
in og þorskinn. Voru merki þessi á fram-
hliðinni sitt hvoru megin við dyrnar út
á svalir hússins, Ijónin hægra megin, en
þor-skurinn vinstra megin, en landvætta-
myndirnar ofan við gluggana á neðri hæð.
Fálki var yfir aðaldyrum hússins, undir
svölunum. Þingmenn ræddu málið á
einkafundi og á fundi 25. ágúst 1881 var
gerð um það samþykkt. Skrifaði forseti
sameinaðs alþingis, Bergur Thorberg, síð-
an landshöfðingja um málið og fór fram á
af hálfu þingmanna, að merkjaskildirnir
yrðu teknir niður, þar sem þeir væru svo
litlir og óálitlegir, að þeir fremur óprýddu
en prýddu húsið.1) Landshöfðingi ritaði Is-
landsráðgjafa um málið, en hann bar sig
saman við Meldahl etazráð, bygginga-
meistara hússins. Segir Meldahl, að teikn-
ingar sínar af húsinu með merkjaskjöld-
unum á, hafi verið samþykktar. Ekkert
umtal hafi orðið um skjöldinn með dönsku
ljónunum, en þá þegar hafi komið upp
ágreiningur um, hvort valinn eða fiskinn
ætti að setja á hinn skjöldinn. En þar
sem fálkamerkið hafi eigi vcrið viður-
kennt af ríkinu, hafi verið hjá því sneitt
að samþykkja, að valinn skyldi á merkið
setja, og byggingaméistarinn látinn ráða.
Kveðst hann svo hafa kosið fiskinn, þar
sem hann hafi þá verið hið viðurkennda
þjóðmerki íslands og sett hann við hlið-
ina á ljónunum, hinu viðurkennda þjóð-
merki Danmerkur. En til að gleðja hina
ungu íslendingakynslóð „setti ég valinn
yfir dyrum niðri," segir Meldahl, ,,er
minnt gæti á, að menn hefðu þegar verið
farnir að hugsa um valinn 1881.“ Vals-
mynd þessi er nú geymd í Þjóðminja-
safninu (nr. 8196), tekin af alþingishús-
inu 1920.
Aftur var þessu máli hreyft á Alþingi
1883. Bar 2. þm. Suður-Múlasýslu, Jón
Ólafsson, frarn tillögu til þingsályktunar
um að taka niður þorskmerkið og Ijóna-
merkið, en setja í staðinn lágmyndir af
Kristjáni VIII. og Kristjáni IX. Var til-
lagan samþykkt í neðri deild, en felld í
efri deild fyrir atbeina Einars Ásmunds-
sonar í Nesi, sem taldi of mikið við mál-
ið haft að bera það fram sem þing-
mál, þar sem það væri heimamál eða
innanþingsmál. *) I þessu sambandi orti
Hannes Hafstein kvæðið Þorsk-lof, sem
birt er í ljóðabók hans.2)
Þorskmerkið var tekið af alþingishúsinu
1904 og fálkinn settur í staðinn. En árið
1911 voru merkjaskildirnir báðir, með
fálkanum og dönsku ljónunum, teknir af
alþingishúsinu og eru nú geymdir í Þjóð-
minjasafninu (nr. 8197/8).
Pálmi Pálsson, síðar latínuskólakennari,
skrifaði grein árið 1883 um merki íslands
og mælti eindregið með fálkanum í stað
þorsksins.,3) og næsta ár flutti Valtvr
Guðmundsson fyrírlestur um málið bæði
1) Alþtíð. 1883, A, bls. 533, B, bls. 228, C,
bls. 364.
2) Hannes Hafstein: Ljóðabók, Rvík, 1916,
bls. 249.
3) Andvari 1883, bls. 141.
]) AlþtífS. 1881, B, bls. 1167.