Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1964, Page 43

Andvari - 01.06.1964, Page 43
ANDVARI FÁNI ÍSLANDS OG SKJALDARMERKI 41 Bjarnason og Jón Jónsson, dósent, ásamt Guðmundi Eggerz, 2. þingmanni Suður- Múlasýslu, fram á Alþingi 1913 frum- varp til laga um íslenzkan sérfána og hljóðaði það þannig: „Hér á landi skal vera löggildur sérfáni. Alþingi ræður gerð fánans." Allmiklar umræður urðu um málið, og var frumvarpinu breytt í þing- inu, en að lokum afgreitt með rökstuddri dagskrá, á þá leið, að í trausti þess, að ráðherra skýri konungi frá vilja Alþingis í málinu, og beri málið upp fyrir honum og stjórnin síðan leggi fyrir næsta reglu- legt Alþingi frumvarp til laga urn ís- lenzkan fána, taki deildin fyrir næsta mál á dagskrá. Hafði ráðherra í umræðunum lýst yfir því, að hann mundi skýra kon- ungi frá óskum þingsins og bera fram við hann tillögu um, að fyrir næsta Alþingi yrði lagt stjórnarfrumvarp um málið og leggja áherzlu á, að því yrði framgengt.1) Eftir þinglok bar svo Hannes Hafstein, ráðherra, fánamálið upp fyrir Kristjáni konungi X. í ríkisráði 22. nóvember 1913 og gerði grein fyrir, að afgreiða mætti fánamálið með konungsúrskurði, án lög- gjafar. Hér var vitanlega einungis um að ræða sérfána fyrir Island, þ. e. fána, sem nota mætti á íslandi og innan íslenzkrar landhelgi. Féllst konungur á tillögu ráð- herra, og er konungsúrskurðurinn, sem út var gefinn, þannig: „Fyrir ísland skal löggildur vera sér- stakur fáni. Gerð hans skal ákveðin með nýjum konungsúrskurði, þegar ráðherra Islands hefur haft tök á að kynna sér óskir manna á íslandi um það atriði. Þennan fána má draga á stöng hvarvetna á íslandi, og íslenzk skip mega sigla undir honum í land- 1) Alþtíð. 1913, A, bls. 277, 284, 638, 741, 811, 820, 868, 1351, 1352, 1405, 1527, B, bls. 611, 901, 947, C, 143, 891, 1153. helgi íslands. Þó er það vilji Vor, að á húsi eða lóð stjórnarráðs íslands sé jafnframt dreginn upp hinn klofni Dannebrogsfáni á ekki óveglegri stað, né rýrari að stærð heldur en íslenzki fáninn. Þessi Vor allrahæsti úrskurður skerðir að engu rétt manna til að draga upp Dannebrogsfánann eins og að undanförnu. Eftir þessu eiga allir hlut- aðeigendur sér að hegða."1) Um leið og konungur gaf út þennan úrskurð, lét hann svo um mælt, að hann gengi að því vísu, að fáninn yrði ekki eftirtakanlega líkur fána neins annars lands. Lutu þessi ummæli konungs að því, að frarn hafði komið í umræðunum um fánamálið, að bláhvíti fáninn líktist mjög gríska fánanum. Eftir heimkomu sína skipaði ráðherra hinn 30. desember 1913 nefnd „til þess að taka gerð sérstaks fána fyrir Island til rækilegrar íhugunar, kynna sér eftir föng- um, hvað fullnægja myndi óskum þjóð- arinnar í þessu efni og koma fram með tillögur til landstjórnarinnar um lögun og lit fánans, svo snemma, að stjórnin geti gert Alþingi, þá er það kemur næst sam- an, kost á að láta uppi skoðun sína um þær.“2) I nefndina voru skipaðir Guðmundur Björnson, landlæknir, formaður, Matthías Þórðarson, þjóðminjavörður, Ólafur Björnsson, ritstjóri, Jón Jónsson (Aðils), dósent, og Þórarinn B. Þorláksson, list- málari. Eins og áður er vikið að, var talið af sumum, að bláhvíti fáninn líktist svo mjög gríska fánanum, þ. e. a. s. konungs- fána, stafnfána gríska flotans og fána landhers Grikkja, að konungur myndi eigi vilja á slíka fánagerð fallast fyr- ir Island, þótt þjóðfáni Grikkja væri 1) Stjtíð. 1913, A, bls. 199, Löbbl. 51/1913. 2) Stjtíð. 1913, A, bls. 291.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.