Andvari - 01.06.1964, Síða 47
ANDVARI
FÁNI ÍSLANDS OG SKJALDARMERICI
45
í fyrsta lagi með bláhvíta fánanum ó-
breyttum, í öðru lagi með þeim fána, að
viðbættri stórri hvítri fimmblaða stjörnu
í efra stangarreit eða í þriðja lagi með
þrílita fánanum. Sjö nefndarmenn rituðu
þó undir nefndarálitið með fyrirvara og
einn (Guðmundur Björnson) lýsti sig sam-
þykkan öllu, sem ekki færi í bága við
álit hinnar stjórnskipuðu fánanefndar.
Síðan báru fjórir nefndarmanna, Guð-
mundur Hannesson, Sigurður Gunnars-
son, Sigurður Stefánsson og Pétur Jóns-
son, fram breytingartillögu, er fól í sér að
fella burtu að mæla með stjörnufánan-
um.1) Var sú breytingartillaga samþ. með
20 atkvæðum gegn 18, og þar með ákveð-
ið að mæla með bláhvíta fánanum og
þrílita fánanum.
Þess má geta hér, að nokkrar umræður
urðu um kostnaðinn við hina stjórnskip-
uðu fánanefnd — sem mun hafa verið
fyrsta milliþinganefndin, sem skipuð var
hér á landi, án tilefnis frá Alþingi. Gerði
Einar Arnórsson fyrirspurn á þingi 1914
um kostnaðinn — ekki til að hneykslast
á honurn, heldur til að eyða kviksögum,
sem um hann gengju. Sagði Einar Arn-
órsson, að þess hefði jafnvel verið getið í
blöðum, að greiddar hefðu verið til nefnd-
arinnar sex þúsund krónur og að ógreidd-
ar væru tvö þúsund krónur. Upplýsti ráð-
herra, að allur kostnaður við nefndina
hefði orðið kr. 6.164,26.
Ráðherraskipti höfðu orðið um þing-
tímann. Hannes Hafstein lét af embætti,
en við tók Sigurður Eggerz. Á ríkisráðs-
fundi í Kaupmannahöfn 30. nóvember
1914 skýrði ráðherra konungi frá gangi
fánamálsins og lagði til að konungur stað-
festi þrílita fánann. En konungur neitaði
að svo komnu að gefa út úrskurð urn
gerð fánans, þrátt fyrir gefið fyrirheit.
Stafaði þetta af því, að deila var milli Al-
1) Alþtíð. A, 1914, bls. 678, 761.
þingis og ráðherra annars vegar og kon-
ungs hins vegar um uppburð íslenzkra
sérmála í ríkisráði, og neitaði konungur
að staðfesta stjórnarskrárfrumvarp, er Al-
þingi hafði samþykkt og^ráðherra lagt
fyrir hann með ákveðnum fyrirvara um
uppburð íslenzkra sérmála fyrir konungi.
Hafði ráðherra fyrst lagt stjórnarskrár-
frumvarpið fyrir konung til staðfestingar,
og er konungur neitaði, lýsti ráðherra yf-
ir, að hann myndi biðjast lausnar. Kon-
ungur neitaði síðan einnig að gefa út úr-
skurð um gerð íslenzka fánans, þótt hann
hefði áður sagt, eins og í skýrslu fána-
nefndarinnar greinir, að hann myndi
staðfesta hvora þá fánagerð, sem nefndin
hafði bent á. Ráðherra tók þá fram, að
neitun konungs um að gefa út fánaúr-
skurðinn, styrkti sig enn betur í þeirri
fyrirætlan að segja af sér ráðherraemb-
ætti, og gerði hann það á þessum ríkis-
ráðsfundi.1)
Nokkru síðar tók Einar Arnórsson við
ráðherraembætti, og 19. júní 1915 var
gefinn út konungsúrskurður, sem með til-
vísun til konungsúrskurðar frá 22. nóvem-
ber 1913 ákveður gerð fánans, þannig:
„Heiðblár (ultramarineblár) með hvítum
krossi og hárauðum krossi innan í hvíta
krossinum. Armar krossanna skulu ná al-
veg út í jaðra fánans á alla 4 vegu. Breidd
krossmarksins skal vera % af breidd alls
fánans, en rauði krossinn helmingi mjórri,
1/9 af breidd fánans. Reitirnir við stöngina
skulu vera rétthyrndir ferhyrningar og
allar bliðar þeirra jafnstórar; ytri reitirn-
ir skulu vera jafnbreiðir stangarreitnum,
en helmingi lengri. Hlutfallið milli
breiddar fánans og lengdar hans verður
sem 18:25.“2) Er þetta hin sama fángerð
og konungur neitaði að staðfesta 30. nóv-
ember 1914.
1) Umræður í ríkisráði, Lögbbl. nr. 50/1914.
2) Stjtíð. 1915, A, bls. 23.
4