Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1964, Page 50

Andvari - 01.06.1964, Page 50
48 JiIRGIR TIIORLACIUS ANDVAHl um sameinuðust allir um þingsályktun- arleiðina, því að aðalatriðið væri vilji þingsins, en ekki formið, sem hann birt- ist í. Forsætisráðherra Jón Magnússon har síðan tillögu um siglingafána upp fyrir konungi í ríkisráði 22. nóvember 1917, en konungur synjaði, enda lagðist Zahle, forsætisráðherra Dana, eindregið gegn málinu.1) En bæði hann og konungur tóku fram, að þeir væru fúsir til að semja um deiluatriði í sambandi Islands og Dan- merkur. Jón Magnússon gerði ekki synj- un konungs að fráfararatriði eins og á stóð, en tók skýrt fram í ríkisráðinu, að það, að hann bæðist ekki lausnar, mætti ekki skilja svo, að eigi væri lögð hin rnesta áherzla á málið og væri vitað með vissu, að Alþingi myndi ekki láta málið niður falla. ! Varð rás atburðanna síðan sú, að á næsta ári var skipuð nefnd af hálfu Dana og íslendinga til þess að fjalla um sam- bandsmál landanna. Hóf nefndin störf í Reykjavík sumarið 1918. Sambandslög Islands og Danmerkur voru samþykkt af Alþingi og Ríkisþingi og síðan staðfest af konungi 30. nóvember 1918. Þann dag voru einnig gefin út bráðabirgðalög um að ekkert íslenzkt skip mætti frá 1. des- cmber hafa annan þjóðfána uppi en hinn íslenzka. Þá var og gefinn út nýr kon- ungsúrskurður um fánann. Var þar í engu breytt lögun og lit fánans frá því sem ákveðið var 1915, en bætt við ákvæði um, að stjórnin og opinberar stofnanir skuli nota fánann klofinn að framan og skuli nánari ákvæði um notkun klofna fánans sett með sérstökum konungsúrskurði.2) Til þess að fullnægja því ákvæði fána- 1) Fánamálið í ríkisráðinu, Lögbbl. nr. 52/ 1917. 2) Stjtíð. 1918, A, bls. 81, 82. úrskurðarins frá 1915, „að á húsi eða lóð stjórnarráðs Islands sé jafnframt dreginn upp hinn klofni Dannebrogsfáni á ekki óveglegri stað né rýrari að stærð heldur en íslenzki fáninn," voru sumarið 1915 reistar tvær fánastengur ofan við stjórn- arráðshúsið, önnur fyrir íslenzka fánann, en hin fyrir Dannebrogsfánann. Fvrir 1. desember 1918 var svo fánastöng reist yfir dyrum stjórnarráðshússins, svo sem enn er, en hinar stengurnar voru auðar I. desember. Á hádegi sunnudaginn 1. desember 1918 var þjóðfáninn dreginn að hún á fánastöng stjórnarráðshússins. Sigurður Eggerz, fjármálaráðherra, er gegndi störf- um forsætisráðherra í fjarveru Jóns Magn- ússonar í Kaupmannahöfn, flutti ræðu af þrepum stjórnarráðshússins og sagði m. a.: ,,Og í gær hefur konungurinn gefið út úrskurð um þjóðfána íslands, sem blaktir frá því í dag yfir hinu íslenzka ríki. ... Fáninn er tákn fullveldis vors. Fán- inn er ímynd þeirra hugsjóna, sem þjóð vor á fegurstar. Idvert stórverk, sem unnið er af oss, eykur veg fánans. Hvort sem það er unnið á höfunum, í baráttunni við brim og úfnar öldur, eða á svæði fram- kvæmdanna, eða í vísindum og fögrum listurn. Því göfugri sem þjóð vor er, þess göfugri verður fáni vor. Vegur hans og frami er frægð þjóðar vorrar.... Vér biðj- um alföður að styrkja oss til að lyfta fán- anum til frægðar og frama... Um leið og þjóðfáni hins fullvalda ís- lenzka ríkis var dreginn að hún, kvað við 21 fallbyssuskot frá varðskipinu „Islands Falk“, sem áður hafði komið við fána- mál íslendinga. Foringi varðskipsins, Lorck, flutti ávarp, og forseti sameinaðs Alþingis, Jóhannes Jóhannesson. Loks var leikinn konungssöngurinn og danski og íslenzki Jijóðsöngurinn. Fáni þessi er nú geymdur í Þjóðminja-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.