Andvari - 01.06.1964, Qupperneq 51
ANDVARI
FÁNI ÍSLANDS OG SKJALDARMERKI
49
safninu,1 ásamt dönskum fána, er Stjórn-
arráðið notaði,2) að líkindum þeim síð-
asta, sem notaður var þar. Geta má þcss,
að fáninn, sem dreginn var á stöng að
Lögbergi 1944, þegar stjórnarskrá lýð-
veldisins gekk í gildi, cr einnig geymdur
í Þjóðminjasafninu,3) en það er sami
fáninn og notaður var á alþingishátíðinni
á Þingvöllum 1930.
í fcók dr. Björns fceitins Þórðarsonar,
forsætisráðherra, „Alþingi og frelsisbar-
áttan 1874—1944“, segir á bls. 376, að
það hafi verið klofni fáninn, sem dreginn
var í fyrsta sinn á stöng yfir dyrum stjórn-
arráðshússins 1. desember 1918. Þetta er
ekki rétt. Gerð tjúgufánans, klofna fán-
ans, var ekki ákveðin fyrr en í febrúar ár-
ið eftir. Ifafði dr. Björn sjálfur leiðrétt
þetta í bréfi til forsætisráðuneytisins 7.
des. 1951 og áréttað í símtali við undir-
ritaðan 14. febrúar 1952. Sjálfsagt hefur
þessa misskilnings gætt víðar, því að í ís-
landssögu, sem Ríkisútgáfa námsbóka
hefur gefið út eftir Þorstein M. Jónsson,
2. útg., 1963, er á bls. 49 teikning af
stjórnarráðshúsinu 1. desember 1918 með
klofinn fána við hún.
Konungsúrskurður um lögun hins
klofna fána (tjúgufánans) og notkun hans,
svo og um fána hafnsögumanna, var gef-
inn út 12. febrúar 1919.4 5)
Hinn 5. júlí 1920 var gefinn út kon-
ungsúrskurður um konungsfánann.r’)
Skyldi hann var heiðblár, í honum hvítur
íslenzkur fálki, sitjandi, krýndur hinni
íslenzku kórónu, og snýr fálkinn að
stönginni. Er gerð konungsfánans hin
sama og skjaldarmerkisins 1903 og raunar
hugmynd Sigurðar Guðmundssonar, mál-
1) Þjms. 15134.
2) Þjms. 15135.
3) Þjms. (Alþingishátíðarsafn nr. 103).
4) Stjtíð. 1919, A, bls. 1.
5) Stjtíð. 1920, A, bls. 42.
ara, frá 1873, nema hvað hann hugsaði
sér fálkann með þanda vængi (og kórónu-
lausan).
Þegar Kristján konungur X. kom til
íslands árið 1921 hafði verið gerður slík-
ur konungsfáni og dró konungsskipið
hann að hún, er siglt var inn í landhelgi
íslands, og einnig blakti hann vfir
Menntaskólanum í Reykjavík meðan
konungur dvaldist hér. En enginn fáni
af þessari gerð virðist nú vera til lengur.
Elefur hans verið leitað í flotastöðinni
í Kaupmannahöfn, en þar hefði fáninn
átt að geymast, en finnst hvergi. Er tal-
ið, að hann hafi glatazt, þegar Þjóðverjar
létu greipar sópa í flotastöðinni, er þeir
hertóku Danmörku í síðari heimsstyrj-
öldinni. Mynd af konungsfánanum finnst
heldur ekki í Danmörku. En á skraut
keri (postulínsvasa), sem konungur gaf
Alþingi við komu sína 1921, er öðru
megin mynd af skipi á siglingu fyrir Snæ-
fellsnes, en hinumegin mynd af herskip-
inu, sem flutti konungshjónin hingað og
sést hinn íslenzki konungsfáni við hún,
blár með hvítum fálka. Á kerinu eru
skjaldarmerki Islands og Danmerkur,
fangamark konungs og drottningar og ár-
talið 1921. Skrautker þetta hefur löngum
staðið í gluggakistunni í ráðherraherberg-
inu í alþingishúsinu, þ. e. herberginu
milli neðri og efri deildar.
Hinn 13. janúar 1938 var gefinn út
konungsúrskurður um póst- og símafána
vegna sameiningar þeirra starfsgreina.1)
Við hcrtöku Danmerkur 9. apríl 1940
varð konungi ókleift að fara með það
vald, sem lionum var falið í stjórnarskrá
Islands. Samþykkti Alþingi næsta dag að
fclu ráðuneyti Islands meðferð konungs-
valds, en síðar voru samþykkt lög um
ríkisstjóra og hann kjörinn 17. júní 1941.
Hinn 9. desember sama ár var gefinn út
1) Stjtíð. 1938, A, Ws. 55.