Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.06.1964, Qupperneq 59

Andvari - 01.06.1964, Qupperneq 59
ANDVARI HJÁ VÖGGUNNI 57 Elías frændi hennar var tollvörður. Var hann ástríkur eiginmaður, eins og það er kallað? Onei. Milli þeirra hjóna lágu ekki neinar duldar taugar. Hjóna- band þeirra stóð í núll stigum á yfirborðinu. Þar fyrir neðan var frost. Henni líkaði það illa fyrsta sprettinn; en eftir því sem svört og nístandi augu hans voru lengur yfir henni, þeirn mun skár sætti hún sig við það. Hún skildi hann. Hún var ung; og þegar girndin kom skyndilega yfir hana og breytti líkama hennar í einn punkt og vitund hennar í rauðar bylgjur, þá sá hún stundum djarfa fyrir Elíasi frænda sínum í brimlöðrinu. Hún blygðaðist sín jafnan l’yrir það, þegar sjóinn lægði að nýju. Hann virtist ekki veita henni neina sérstaka athygli. En augu hans voru svört og girnd hennar kynlega farið. Elías frændi hennar gekk með yfirskegg. Var efri vörin á honum ekki alveg með felldu? Hún gat stundum hugsað sér að ganga úr skugga um það. En henni bauðst ekki tækifærið. Drengurinn var ekki svangur. Hann hefur hætt að sjúga í miðjum klíðum. Svartar brár hans eru teknar að síga fyrir dimmleit augu hans. Hún þurrkar drengnum mjúklega um munninn og stingur pelanum niður með svæflinum. Það hallar degi. Að lokum slitu þau samvistir, Anna og Elías frændi. Hún fór til systur sinnar í annað hérað, en hann sat um kyrrt. Um það leyti bauð hann frænku sinni eitt kvöld að kanna leyndarmál efri vararinnar. Hún hafnaði því — það stóð þannig á. Hún vissi líka, að hann var í tygjum við stelpu á hótelinu. Hún hafði aldrei séð hana, en fannst hún mjög bjálfaleg. Stelpan hét Fransiska. Sjálf hét hún Klara, tók saman föggur sínar, fór til höfuðborgarinnar og réðst í aðra vist. Elúsráðandinn var prófessorsfrú. Hún gaf fé til líknarmála í blöð- unum, sótti málverkasýningar og hafði mætur á viðurkenndum listamönnum. Það var sigurdagur í lífi hennar, þegar hún fékk loksins áskrift að frumsýn- ingarmiðum í stóra leikhúsinu. A heimilinu var líka roskinn prófessor. Hann hafði evrópukort á einum veggnum í skrifstofunni sinni. Vinnustúlkan staldraði oft fyrir framan það, þegar hún var að taka til þar inni. Það var skemmtileg mynd, fannst henni. Eftir nokkurn tíma var hún orðin þaulkunnug landaskipan í álfunni. Hún átti stranga daga á heimilinu, en lifði bráðlega samkvæmt þeirri efnislegu scguskoðun að næturnar ætti hún sjálf. Það var enginn hörgull á karlmönnum í höfuðborginni. Samt sá hún einstöku sinnum djarfa fyrir Elíasi frænda sínum í rauðu bylgjunum. — Blessaður litli businn minn, nú sofnar þú aftur vært, segir móðir hans; og augu hennar standa eins og sólstafir niður í vögguna. Elún frétti á skotspónum, að Fransiska væri búin að eignast strák. O dræsan, sagði Klara frænka við sjálfa sig — og vissi þó fullvel, að það skal oftast nær tvo
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.