Andvari - 01.06.1964, Síða 60
58
I3JARNI BENEDIKTSSON
ANDVARl
til að geta barn. Anna var enn á lífi, og þau voru ekki skilin að lögunr.
Veslings Anna, hugsaði hún óvænt. Veslings gamla Anna.
Þvínæst dó veslings gamla Anna. Friður guðs sé með henni, hugsaði Klara
frænka og meinti það. Mánuði seinna giftist Elías frændi Fransisku. Litlu
síðar eiguðust þau dóttur. Huh! sagði Klara lrænka, og vissi ekki betur en
henni stæði hjartanlega á sama. Hún átti nætur sínar sjálf og hagnýtti eignar-
réttinn án þess að spyrja leyfis.
Drengurinn hefur hætt við að sofna og er tekinn að garnbra við sjállan sig.
Bla bla, segir drengurinn og glímir við Jitlu puttana sína með litlu puttunum
sínurn. Augabrúnir hans eru sléttar, og það skín af blárna inní sorta augnanna.
Ababa, segir drengurinn á alþjóðamáli hvítvoðunganna. Móðirin lýtur niður
að honum og púar í hálsinn á honum hlýjum anda elskunnar.
— Ma ba, segir drengurinn og skríkir í vöggunni.
— Hjartað mitt, svarar móðir hans og kjáir frarnan i hann.
— Bla bla, áréttar drengurinn.
Degi er tekið að halla.
Flún hélt um tíma, að hún ætti kannski að vera trúlofuð. Sarnt var hún
ekki viss í sinni sök. Pilturinn var erindreki hjá verzlunarfyrirtæki og löngum
í ferðalögum. Eitt sinn sem oftar höfðu þau ráðstafað nóttinni eftir morgun-
daginn. Þegar morgundagurinn rann, var pilturinn sendur fyrirvaralaust út á
land að reka erindi fyrirtækisins. Seinna þann sama dag var henni tjáð, að
það væri rnaður að spyrja eftir henni. Hún gekk til dyra. Það var Elías frændi.
Hún var hissa að sjá hann allt í einu í höfuðstaðnum og heilsaði honum opnari
rómi en efni stóðu til. Flvað vildi hann?
— Eg kem frá jarðarför konu minnar, sagði hann.
— Ó . . . ég votta samúð rnína, svaraði hún.
— Viltu verða ráðskona hjá mér? spurði hann. Vegna barnanna?
Maður svarar ekki slíkri spurningu á þröskuldinum. Hann bauð henni að
borða úti um kvöldið til að ræða málið frekar. Hann var tuttugu og þremur
árurn eldri en hún og kunni ekki að búa sjálfum sér hamingju, hvað þá
öðrum. En hann var þó alténd raunamaður í dag, og pilturinn utanbæjar.
Flún lofaði að korna. Flún var mjög tregðufull yfir matnum, en þótti ekki
vont að láta hann dekstra sig. Augu hans voru svört. Augu hans voru svartir
hnettir yfir djúpum eldum. Við þriðju skálina svall henni skyndilega girnd í
brjósti. Líkarni hennar varð að einum punkti og vitund hennar rauðar bylgjur,
og frændi hennar steig fram úr briminu. Síðkvöld í Iiöfuðstaðnum. Nótt.
llm morguninn liafði hún gengið úr skugga um efrivörina á manninum.
Hún var alveg með felldu.