Andvari - 01.06.1964, Page 66
64
SVERRIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
herra, sem koma við sögu í skjölum
þeirn, er hér fara á eftir:
Christian Georg Nathan David
(1793—1874) var fjármálaráðherra.
Hann var Gyðingur að ætt, en lét full-
orðinn skírast til kristinnar trúar. Hag-
fræðingur að menntun og stofnaði
blaðið „Fædrelandet" árið 1834, sem
var aðalmálgagn Þjóðfrelsisflokksins.
En þegar eftir 1840 skildi leiðir með
honum og Þjóðfrelsismönnum, David
hneigðist til íhaldssemi í stjórnmálum
og varð svarinn fjandmaður Egðusteln-
unnar. Á þingi greiddi hann atkvæði
gegn nóvemberstjórnarskránni, er inn-
limaði Slesvík konungsríkinu.
Eugenius Sophus Ernst Heltzen
(1818—1898) var dómsmálaráðherra.
Hann var lögfræðingur að menntun,
íhaldssamur alríkismaður, hafði gegnt
amtmannsstörfum í Aabenraa oggreiddi
atkvæði gegn nóvemberstjórnarskránni.
Christian Gottfried Wilhelm Johann-
sen (1813—1888) var Slesvíkurráðherra.
Hann var lögfræðingur og ættaður frá
Slesvík, ákafur alríkismaður og mikill
konungssinni. Hann hafði jafnan verið
andvígur skiptingu Slesvíkur, en studdi
þá hugmynd, að hertogadæmin yrðu í
konungssambandi við Danmörku.
Carl Moltke greifi (1798—1866) var
fæddur í Holstein og því í rauninni
þýzkur, en var af dansk-þýzkri aðals-
manna- og embættismannaætt. Hann
var alríkismaður og konungssinni og
hafði verið rnjög nákominn Kristjáni
konungi VIII., og í liinu nýja ráðu-
neyti var hann ráðherra án stjórnar-
deildar.
Frederik Eerdinand Tillisch (1801—
1889) var innanríkisráðherra. Hann
hafði verið amtmaður víða í Danmörku,
var einkaritari Kristjáns VIII., íhalds-
samur og alríkismaður að hugarfari, en
varð stjórnarfulltrúi með alræðisvaldi
í Slesvík árið 1850 og reyndi þá að
tengja Slesvík og konungsríkið sem
traustustum böndum, meðal annars
með því að valdbjóða notkun danskrar
tungu í Miðslesvík. Hann naut því
um stund mikillar hylli í flokki Þjóð-
frelsismanna, en hallaðist síðar að
íhaldsmönnum og greiddi atkvæði gegn
nóvemberstjórnarskránni.
Þegar bráðabirgðafriðurinn hafði ver-
ið saminn 1. ágúst 1864 sendi danska
stjórnin samningamenn sína til Vínar-
borgar til að ganga lrá friðarsamning-
um. Það voru þeir Quaade, fyrmm ut-
anríkisráðherra í ráðuneyti Monrads,
en nú ráðherra án stjórnardeildar, og
Kauffmann ofursti. Þeir biðu eftir fyr-
irmælum dönsku stjórnarinnar um það,
hvernig þeir ættu að haga samninga-
viðleitni sinni. Bluhrne vann að samn-
ingu erindisbréfsins handa dönsku
samningamönnunum fyrstu vikur
ágústmánaðar, og hinn 18. ágúst var
uppkastið lagt fyrir Leyndarríkisráðið,
þ. e. ráðherra og konung. I upphafi
þessa erindisbréfs leggur Bluhme ríkt
á við fulltrúana að fá breytt 1. gr.
bráðabirgðafriðarins, en samkv. henni
skyldi Slesvík öll ásamt Holstein og
Láenhorg látin af hendi. Hann segir,
að hin konunglega danska stjórn hljóti
„af öllum mætti og hvað sem það kost-
ar“ að fá þessum ákvæðum breytt á þá
lund, að Danmörk haldi Slesvík suður
að hinni svokölluðu Bov-linu (þ. e.
nokkru fyrir norðan Flensborg), eða
jafnvel fái landamæri fyrir sunnan