Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1964, Síða 73

Andvari - 01.06.1964, Síða 73
ANDVARI SKJÖL UM SKIPTI Á ÍSLANDI OG NORÐUR-SLESVÍK ÁRIÐ 1864 71 ÞýSing: I. En ef fyrrnefndar liugleiðingar skyldu ekki nægja til þess að koma Bandamönnum í skilning um, að hin suðlægari landamæri eru í raun og veru hin hagfelldustu, þá er stjórn konungs reiðuhúin til að færa frekari fórnir. Hinum konunglegu fulltrúum er heimilað að reyna, í trúnaði og svo sem það væri þeirra eigin hugmynd, hvort framsal á einni eða öllum þremur hinna vesturindísku eyja gæti aflað Danmörku Bov-landamæralínunn- ar eða máski landamæralínunnar sunnan Flensborgar og Tönder. Enn hefur stjórn konungs ekki tekið neina fullnaðarákvörðun í þessu efni, en það væri ekki ómögulegt að liægt væri að bera fram slíkt tilboð, ef ástæða væri til að ætla, að einhverju veru- legu yrði með því framgengt. Einnig hefur sú hugmynd komið frarn í Leyndarríkisráðinu að láta ísland af liendi, sérstaklega til að fá síðastnefnda landamæra- línu (en þó að sjálfsögðu svo, að hin fyllsta trygging yrði fyrir því að varðveita þjóðerni landsins og þjóðlegar stofnanir). Meðlimir ráðuneytisins hafa að vísu ekki enn getað ráðið það við sig að mæla með því við Hans Hátign að gera slíka ráðstöfun, því að þeir finna, að ekki aðeins dönsk þjóðemisvitund, heldur einnig norræn og sérstaklega norsk, muni verða mjög lostin ef afhenda á land, sem skipar svo ágætan sess í sögulegri til- vem Norðurlanda. En áður en nokkur fulln- aðarákvörðun verður tekin í þessu efni, hef- ur ráðuneytið þó talið það skyldu sína að leita álits hinna konunglegu fulltrúa, í full- um trúnaði og á reynslu hyggt, hvort nokk- uð verulegt fengizt áunnið með slíkri fórn. Það leiðir af sjálfu sér, að ef yrði úr afhend- ingu þessara landa mundi stjórn konungs framselja þau þýzku stórveldunum, svo að þau mættu ráða yfir þeim að fullu frjáls- ræði, sem sagt ef til vill þeim til heinna liagsbóta. i i II. Afrit af trúnaðar-orðsendingu til hinna konunglegu fulltrúa við friðargerðina í Vín- arborg, hinn 18. ágúst 1864. Auk þess sem komið hefur til álita að af- henda vesturindísku eyjarnar gegn jafnvirði í Norðurslesvík, svo sem getið er um í hinni ýtarlegri orðsendingu, er hinir heiðruðu herrar fá í hendur í dag, hefur sú hugmynd vaknað í Leyndarríkisráðinu, að Bandamenn kynnu kannski að veita Danmörku landa- mæralínuna sunnan Flensborgar og Tönder, ef ísland yrði afhent þeim til frjálsra um- landi á þessari eyju, sem skipar svo mikil- vægan sess í sögulegri tilvem Norðurlanda, þó ekki komast hjá að ljósta sárlega danska ráða. Sjálfsagt er hægt að bera fram mikil- væg rök gegn slíkri fórn. Því að þótt gerðar yrðu öruggustu ráðstafanir til þess að tryggja íslendingum þjóðerni þeirra og sérstaklegu stofnanir, mundi framsal í hendur Þýzka- þjóðemisvitund, og þó ekki síður þjóðernis- vitund Norðurlanda og einkum Norðmanna, en þeim er ísland mjög nákomið fyrir tengsl margra alda. Án þess að eg þori sem sagt að fullyrða, að menn hér fyrir nokkurn mun muni ráða það af að afhenda ísland, álítur ráðuneytið þó, til þess að geta kannað málið að fullu, að því beri að biðja hina heiðruðu herra að segja álit sitt á því hvað unnizt gæti varðandi ákvörðun landamæranna með slíkri afhendingu, en með fullri leynd og eftir að hafa leitað hófanna um þetta með þeim hætti sem vera ber.... III. Árið 1864, fimmtudaginn 18. ágúst, kom Leyndarríkisráðið til fundar í höll Hans Há- tignar og undir forsæti Hans Hátignar. Quaade ráðherra var ekki viðstaddur. Þegar lesinn hafði verið upp 1. kafli í uppkasti orðsendingarinnar, sem fram var lögð, gat ráðherrann Moltke greifi þess, að hann yrði að samþykkja uppkastið að sínu leyti. Innanríkisráðherrann gat þess, að hann væri í höfuðdráttum algerlega samþykkur uppkasti því, sem lagt var fram. Aðeins fannst honum varhugavert að nefna ísland sérstaklega meðal þeirra landshluta, sem maður sé fús til að láta af hendi; annars vegar áleit hann sem sé ekki að það muni stoða neitt að bjóða þennan landshluta, hins vegar muni þetta, er kunnugt verður að til-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.