Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1964, Page 84

Andvari - 01.06.1964, Page 84
82 ERIK S0NDERHOLM ANDVARI ur margar skáldsögur, mjög misjafnar að gæðum, en 1958 náði hann sér niðri með „Lyksalighedens 0“, um það hvernig dauð- inn tvístrar veröld barnsins. Hann hefur þó ekki enn staðið við þau fyrirheit, sem þessi bók gefur. Meðal hinna allra yngstu höfunda skal ég einkum nefna Peter See- berg fyrir tvær góðar sögur, „Biperson- er“ og „Fugls féilc' (1958) og Mogens Jacobsen fyrir söguna „Lysende spor“. f sama flokki ber að telja Poul Vad; í sög- unni „De npjsomme" (1960) tekst hon- um prýðilega, eins og Seeberg og Mogens Jacobsen, að gera grein fyrir hinni and- lega þurftarlitlu æsku í velferðarríki nú- tímans. Meðal skáldsagnahöfunda allra síðustu ára skal ég að lokum staldra við hjá Henning Ipsen; hann er miklum hæfi- leikum gæddur, og skáldsögur hans tvær, „Det herrens ár“ (1959) og „Skrænten ved havet“ (1960), spá góðu um framtíð- ina, og Leif Panduro, sem er húmoristinn meðal ungu mannanna. Áður en við ljúkum þessari yfirreið meðal prósaskáldanna, mundi þó vera réttast að beina athyglinni að tveimur flokkum rithöfunda, nefnilega smásagna- höfundunum og ritgerðahöfundunum. Meðal smásagnahöfundanna er sérstök ástæða til að nefna Leif E. Christensen (1924) og bók hans „Tyven i Tj0rnsted“ (1951) og Villy Sörensen (1929) og bæk- ur hans „Sære historier" og „Ufarlige historier", sem reyndar eru nógu hættu- legar, t. d. hin meinháðska saga Soldat- ens juleaften. Loks er svo Carl Bang (1926), sem reynt hefur árangurslaust að skrifa skáldsöguna um kynslóð sína, en aftur á móti gcfið út nokkur framúrskar- andi smásagnasöfn. Meðal ritgerðahöfunda skal ég ekki nefna nöfn, þar sem slík ritstörf ber í rauninni ekki að flokka með fögrum bók- menntum. En ritgerðarformið á sér mjög sterka hefð í Danmörku allar götur siðan á Holbergs dögum, og ef til vill er það meira undir frönskum en enskum áhrif- um. Margir beztu vísindamenn vorir, eins og t. d. Georg Brandes, hafa notað þetta smáa, glæsilega form, sem er svo ótrúlega kröfuhart við sína menn, með hárri list og leikni, og á þessari öld hafa fleiri og fleiri höfundar unnið frábær afrek á þessu sviði. Það er því litlum vafa bundið, að síðustu 25 árin í dönskum bókmenntum hafa látið eftir sig fleiri góð ritgerðasöfn en nokkurn tíma áður hafa sézt. Eftir- stríðsárin hafa verið hagstæð rökræðu- prósanum, og þegar litið er í heild á allar bókmenntir í óbundnu máli, er útkoman næsta góð. IV Eins og þegar hefur verið að vikið, var það ljóðið, sem ríkjum réð sem bókmennta- form á stríðsárunum og fyrstu árunum eftir strið. Og þetta á jafnt við um skáld- in sem allan almenning, og sést það bezt af því, að ljóðmæli ungra skálda hafa komið út í tveimur og þremur útgáfum, og næstum öll hafa þau getað gefið út heildarscfn kvæða sinna eftir 10—15 ár og jafnvel selt þau í mörgum útgáfum. Þegar í stríðsbyrjun skaut upp heilum hópi ljóðskálda, og árið 1948 sameinuðust þau um tímaritið „Heretica“, því að flest þeirra höfðu nokkurn sameiginlegan brag og skylt lífsviðhorf, þrátt fyrir margt sem á milli bar. í inngangi hér að framan hcf ég stuttlega gert grein fyrir grundvelli þessara skálda og skal ekki fjölyrða frek- ar um hann hér. Þó skal lögð á það áherzla, að öll voru þessi skáld feikna vel lcsin og ágætlega heima í útlendum nú- tímaskáldskap, og fyrirmynda þeirra er að leita í Englandi og Ameríku (Eliot, Au- den, Pound, Joyce), í Þýzkalandi (Brecht, Gottfried Benn, Rilke), í Frakklandi (Supervielle); sænsku fimmtatugsmenn- irnir höfðu og haft mikil áhrif á þá, og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.