Andvari - 01.06.1964, Page 84
82
ERIK S0NDERHOLM
ANDVARI
ur margar skáldsögur, mjög misjafnar að
gæðum, en 1958 náði hann sér niðri með
„Lyksalighedens 0“, um það hvernig dauð-
inn tvístrar veröld barnsins. Hann hefur
þó ekki enn staðið við þau fyrirheit, sem
þessi bók gefur. Meðal hinna allra yngstu
höfunda skal ég einkum nefna Peter See-
berg fyrir tvær góðar sögur, „Biperson-
er“ og „Fugls féilc' (1958) og Mogens
Jacobsen fyrir söguna „Lysende spor“. f
sama flokki ber að telja Poul Vad; í sög-
unni „De npjsomme" (1960) tekst hon-
um prýðilega, eins og Seeberg og Mogens
Jacobsen, að gera grein fyrir hinni and-
lega þurftarlitlu æsku í velferðarríki nú-
tímans. Meðal skáldsagnahöfunda allra
síðustu ára skal ég að lokum staldra við
hjá Henning Ipsen; hann er miklum hæfi-
leikum gæddur, og skáldsögur hans tvær,
„Det herrens ár“ (1959) og „Skrænten
ved havet“ (1960), spá góðu um framtíð-
ina, og Leif Panduro, sem er húmoristinn
meðal ungu mannanna.
Áður en við ljúkum þessari yfirreið
meðal prósaskáldanna, mundi þó vera
réttast að beina athyglinni að tveimur
flokkum rithöfunda, nefnilega smásagna-
höfundunum og ritgerðahöfundunum.
Meðal smásagnahöfundanna er sérstök
ástæða til að nefna Leif E. Christensen
(1924) og bók hans „Tyven i Tj0rnsted“
(1951) og Villy Sörensen (1929) og bæk-
ur hans „Sære historier" og „Ufarlige
historier", sem reyndar eru nógu hættu-
legar, t. d. hin meinháðska saga Soldat-
ens juleaften. Loks er svo Carl Bang
(1926), sem reynt hefur árangurslaust að
skrifa skáldsöguna um kynslóð sína, en
aftur á móti gcfið út nokkur framúrskar-
andi smásagnasöfn.
Meðal ritgerðahöfunda skal ég ekki
nefna nöfn, þar sem slík ritstörf ber í
rauninni ekki að flokka með fögrum bók-
menntum. En ritgerðarformið á sér mjög
sterka hefð í Danmörku allar götur siðan
á Holbergs dögum, og ef til vill er það
meira undir frönskum en enskum áhrif-
um. Margir beztu vísindamenn vorir, eins
og t. d. Georg Brandes, hafa notað þetta
smáa, glæsilega form, sem er svo ótrúlega
kröfuhart við sína menn, með hárri list
og leikni, og á þessari öld hafa fleiri og
fleiri höfundar unnið frábær afrek á þessu
sviði. Það er því litlum vafa bundið, að
síðustu 25 árin í dönskum bókmenntum
hafa látið eftir sig fleiri góð ritgerðasöfn
en nokkurn tíma áður hafa sézt. Eftir-
stríðsárin hafa verið hagstæð rökræðu-
prósanum, og þegar litið er í heild á allar
bókmenntir í óbundnu máli, er útkoman
næsta góð.
IV
Eins og þegar hefur verið að vikið, var
það ljóðið, sem ríkjum réð sem bókmennta-
form á stríðsárunum og fyrstu árunum
eftir strið. Og þetta á jafnt við um skáld-
in sem allan almenning, og sést það bezt
af því, að ljóðmæli ungra skálda hafa
komið út í tveimur og þremur útgáfum,
og næstum öll hafa þau getað gefið út
heildarscfn kvæða sinna eftir 10—15 ár
og jafnvel selt þau í mörgum útgáfum.
Þegar í stríðsbyrjun skaut upp heilum
hópi ljóðskálda, og árið 1948 sameinuðust
þau um tímaritið „Heretica“, því að flest
þeirra höfðu nokkurn sameiginlegan brag
og skylt lífsviðhorf, þrátt fyrir margt sem
á milli bar. í inngangi hér að framan hcf
ég stuttlega gert grein fyrir grundvelli
þessara skálda og skal ekki fjölyrða frek-
ar um hann hér. Þó skal lögð á það
áherzla, að öll voru þessi skáld feikna vel
lcsin og ágætlega heima í útlendum nú-
tímaskáldskap, og fyrirmynda þeirra er að
leita í Englandi og Ameríku (Eliot, Au-
den, Pound, Joyce), í Þýzkalandi (Brecht,
Gottfried Benn, Rilke), í Frakklandi
(Supervielle); sænsku fimmtatugsmenn-
irnir höfðu og haft mikil áhrif á þá, og