Andvari - 01.06.1964, Side 92
90
KRISTMUNDUR BJARNASON
ANDVARl
kvæði, og síra Jón Hallsson, sem skrifar mér þetta, segist ekki vilja skrifa mér
þau „meiðingarorð“, sem um mig hafi verið höfð. Það kæri ég mig ekki mikið
um. Verra þykir mér það, að ég get ekki náð heilsu minni aftur...
Hér er mælt af hógværð, en hitt leynir sér ekki, að þessum góða dreng
felhir þunglega ómild kveðjan frá sýslungum sínum.
Ekki er annað sýnna en Skagfirðingar hafi í lijarta sínu iðrazt Norður-
reiðar, þótt heldur reyndu þeir að leyna því. Má víða sjá þess vottinn í skrifum
þeirra þá og raunar síðar. För þessa kölluðu þeir löngum „bænarferð" eða öðrum
slíkum nöfnum lil að minna á, að erindi þeirra hefði aðeins verið að hiðja
amtmann að segja af sér, en ekki ógna honum. f langri ritgerð í blaðinu Norðra
1861, sem er undirrituð Nokkrir Skagfirðingar, er vikið að þessum málum,
enda fjallar þátturinn um þjóðmálefni. Þar segir svo, er vikið hefur verið að
auglýsingu konungs frá 12. maí 1852: „Vér ætlum ennfremur, að í auglýsingu
þessari hafi ekki átt alllítinn þátt einhver bráðabirgða geðshræring Dana, sprottin
af hinu ímyndaða upphlaupi, er þeir ætluðu, að hefði átt sér stað á íslandi um
þær mundir, og einkum í endalok þjóðfundarins...“
Hér er ekki rúm til að ræða þessi mál lrekar, en benda má á nokkrar grein-
ar, sem fjalla um þessi efni. Um Pereatið ritar Klemens Jónsson í Skírni 1914;
Þorkell Jóhannesson um þjóðfundinn 1851 í sama rit 1951; Aðalgeir Kristjáns-
son í sama rit 1961: Lok einveldisins í Danmörku, o. s. frv. — LTm Norðurreið
hefur fátt verið ritað, helzt er að nefna grein Indriða Einarssonar um hana í
Andvara árið 1921, mjög einhliða frásögn.
Bréf þau, sem hér eru birt, eru geymd í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga, og
el til vill eru þau einu kosningaskrif frambjóðanda til kjósenda á þessu tímabili,
sem geyrnzt hafa í bréfsformi.
Keldudal, þann 12. jan. 1850.
Mikilsvirtu, heiðruðu hreppstjórar og góðkunningjar!
Með Mr. Jóni Ilalldórssyni á Brennigerði sendi ég yðar virðulegheitum þessar
fáu línur og læt þeim fylgja nr. 1., 2., 3., 4., 5., 6., 7. af blaði því, sem nú nýlega er
farið að prenta og kallast Lanztíðindi, útgefnu tímariti frá Prestaskólakennurum í
Reykjavík, af hverjum blaðið nr. 5, 6 sýnir mönnum kosningalög þau, sem Alþingi
samdi — næstl. sumar — til þjóðfundarins, sem saman skal koma nú í sumar komandi
til að ræða um hina nýju stjórnartilhögun hér á íslandi, lagað eftir þess þörfum, á
sinn hátt eins og Ríkisfundur Dana hefur rætt og ráðið sína stjórnarbót.
Á þjóðfund þcssum á og líka að ræða um, hvar Alþingi íslendinga eigi framvegis
að haldast, nl. hvort heldur við Öxará ellegar í Reykjavík. Líka skal fundur þessi