Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1964, Side 94

Andvari - 01.06.1964, Side 94
92 KRISTMUNDUR BJARNASON ANDVARI hans og hann sjálfur væri ómeidd að öðru en bæn og ráðlegging, sem þó hvort tveggja væri byggt á ástæðum. Eg ætla mér nú ekki í þetta sinn að rita yður ævisögu mína um þingtímann í sum- ar, en einasta vil ég gleðja ærlega landa mína og frelsisvini með því, að nú í haust frétti ég með órækum sannindum, alþingismenn voru mér óvitandi gengnir í tvær sveitir, nl. með og og móti því, að Skagfirðingur þessi fengi þingsetu vegna sinnar hluttekn- ingar í bænarferðinni. Þeir þingmenn, sem ætluðu að fylgja mínu máli, ætluðu allir að rýma þingsetu um leið eða meira. — Þannig sjá menn, að ennþá lifa blóðdreifar forfeðra vorra í æðum ærlegra lslendinga. Oddviti óvildarmanna minna, eftir það að hafa fengið afsvar um traust og fvlgi stiftamtmanns til þessa nauðsynlega fyrir- tækis, mátti loksins leggja niður höfðingja hræsnisrófuna við svo búið, en ávinna sér hnýfilyrði og minnkandi álit þingmanna. Ég segi ekki frá þessu til að stæra mig af því, mildu heldur til þess að sýna mönnum, hversu landsstjórnarmönnum okkar er varið innvortis, og hversu vér getum við einstöku tækifæri séð ofan á gildar ástæður til að mistreysta sumum þeirra til að standa réttlátlega í skyldusporum embætta sinna við fátæka þjóð, sem fæðir og klæðir og launar þá og hður þess utan skillitla háttsemi þeirra sumra. Væri nú ekki öllu vel til fallið, að alþýða beiddi þá að taka við ábyrgöarstjórn eins og embættisbræður þeirra í öðrum pörtum ríkisins mega una við? Væri nú hræsnislaus játning gjörð hér til, þá vil ég fyrir mitt leyti segja amen. Ég, sem álít sjálfsagða skyldu mína að eggja engan mann á að kjósa þá eður þá menn til þjóð- fundarins, sem mér sjálfum líkar (þó sumir séu nú svívirðilega berir orðnir af þess háttar ráðriki), bið yður, heiðruðu vinir, að sneiða sem mest þér getið hjá væli ófrelsisvinanna, því þeir eru eðli og ætlunarverki fundarins skæð landfarsótt. 1 tvenn- um bréfum af Suðurlandi hef ég fengið að sjá gildustu líkur til þess, að kammer- assessor Brynjólfur Pétursson muni verða konungsfulltrúi á þjóðfundinum í sumar. En þó að öllum beri saman um það, að maður þessi sé vænn maður, þá getur mér þó dottið í hug, þegar ég á cinn bóginn virði fyrir mér bréfsefni herra Jóns Sigurss. til mín og aftur á hinn bóginn, hverja menn konungur kýs sér til handa, að herra Brynjólfur sé settur í verstu klípur, að einu leyti sem nauðkunnugur stjórnarinnar vilja og æðsti trúnaðarmaður hennar og samvinnumaður áður þekktra konungskjör- inna manna, og að öðru leyti ærlegur íslands sonur, að menn vona, og tekinn úr stöðu þeirri, sem menn vita, að hann fyrir annarra tilstilli en alþýðu á Island var búinn að ná. Og mér er lítt skiljanlegt, að Islandi svari til kostnaöarins í hverri stöðu hann á að heita erindisreki Islands við stjórnina án þess að hafa úrskurÖarvald. Hvað ætlið þér, að okkur verði úr þessu annað en eitt bevís meðal annarra fleiri fyrir því, að stjórnin hafi nú einmitt ásett sér að láta ekkert aðalvald verða til í landinu sjálfu og allra sízt það vald, er ráði úrsliti málefna vorra til jafns við aðra ríkisins parta? Það er heldur ekki í þessu tilliti ómerkilegt, að ræðurnar um kosningar til þjóð- fundarins í sumar, þær sem standa í LanztíÖindunum, eru að þrástagla um samböndin í einu og öllu og sýnist, að þeir séu aldrei búnir að tvinna og hnýta svo marga hnúta, sem þurfi að vera á sambandi íslands við Danmörku. Það væri nú að vísu sök sér, væru þessir hnútar frelsishnútar, en ekki rembihnútar ráðríkis vfir okkur skósveinum þeirra. Fundir þeir, sem haldnir eru hér í sveitum, eru — sem allir skilja — ckki kjör-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.