Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1964, Side 101

Andvari - 01.06.1964, Side 101
ANDVARI ÍSLENZIC ÞJÓÐMÁL 1850—52 99 Blaðið er búið, og verið því blessaðir og sælir -— segir J. Samsonsson, sem líka biður kærlega að heilsa hr. E. Guðmundssyni gamla á Lambanesi og fl. og biður að lesa honum þetta bréf, ef hann vill heyra. Verið sælir. E. S. Eftir fyrri venju hafa þingmenn haldið síðustu veizlu og boðið konungs- fulltrúa. En nú halda þeir sjálfum sér veizluna, en buðu ekki konungsfulltrúa, og af þeirri orsök þáðu ekki konungkjörnir boðið og ekki síra Þórarinn Kristjánsson.... Keldudal, þann 26. júní 1852. Heiðraði vinur! Ég þakka yður mikið kærlega fyrir tilskrifið núna síðast.... og sendi yður..... umburðarbréf mitt til ykkar hreppstjóranna í austurparti Skagafjarðarsýslu, hvors innihald ég óska þér og aðrir skynsömustu mennirnir vilduð yfirvega, þó ég fari ógreinilega og óljóslega yfir útskýringu þess heimuglega bréfs, sem ég aðeins bendi til, en nú má ei sýna öðrum en einstaka þagmælskumönnum. Það er hérna að segja frá hra. Jóni Guðmundssyni, öðrum, sem sigldi með erindi þjóðfundarins í fyrra, hvors afdrif þér og aðrir heyrt hafa nú i kgl. auglýsingu á manntalsþingum. I þessu mjög heimuglega bréfi til mín, segir Jón mér sem víst, að konungur gefi Trampe greifa hér fullmagt til að útnefna fyrir sig hér á landi þá 6 konungkjörnu menn eftir velþóknan, sömuleiðis muni konungur auglýsa öllum kjörstjórum, er stýra kosningum í haust til væntanlegs Alþingis að ári — fullkomið bann sitt fyrir því, að nokkurn embættismann megi þjóðin kjósa af þeim, er undirskrifuðu ávarp þjóðfund- arins til konungs, og eigi heldur neinn mann af þeim 8, er voru í meiri hluta stjórnar- málsnefndarinnar, fljótt sagt engan, sem ei fylgdi meiningu hinna konungkjörnu í hvervetna. Hvörnig lízt yður á þetta? Mér kemur það svo fyrir sjónir sem kænsku- bragð stjórnarinnar til að gjöra oss þingið ómögulegt, og að vér sjálfir þannig neyðumst til að afbiðja þing vort, um hvort vér áður höfum beðið endurreist. Þá getur líka stjórnin þvegið hendur sínar fyrir öllum blaðamönnum Norðurálfunnar, en kennt oss um það, er henni var þó eingöngu að kenna. Þessu bið ég yður að sleppa ekki í hættulega staði vegna herra Jóns Guðmunds- sonar, sem engri vinsælu hefur nú þar syðra að fagna og stendur með konu og börn- um brauðlaus, vanfær á öðrum fæti, umkringdur af kveljandi spéfuglum, vinum harðstjórnarinnar og kgs. Mikið vona ég eftir að sjá yður á héraðsfundi, og þá get ég sýnt yður umgetið bréf heimuglega, hvar í þér líka fáið að sjá, að bréfleg krafa Trampes í vetur í um- burðarbr. með þjóðfundar kostnaðargjaldið er afturkallað af stjórninni, sem öldungis ólöglegt og ósamkvæmt gjaldalögum ríkisins. Meina menn, að þeir Jónar hafi málað það upp fyrir viðkomandi stjórnarráði í réttri mynd. — Voðalega lízt mér á Alþingis endurreisn, undir núdrottnandi undirbúningi harðstjóra og þeirra vina. Þeim er nóg, sem skilur-. Verið með öllum yðar kærlega kvaddur af þ. v. vin J, Samsonssyni,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.