Andvari - 01.06.1964, Qupperneq 110
108
GILS GUÐMUNDSSON
ANDVARI
er einstæð útgáfa af Passíusálmunum að
því leyti, að hér eru þeir prentaðir með
fjórrödduðum lögum fyrir orgel og har-
móníum. Útgefandi er Prentsmiðja Davíðs
Ostlunds, en Jónas Jónsson sá um útgáf-
una. Fremst er ritgerð eftir Jónas Jóns-
son. Fjallar hún um kirkjusöngslög og
Passíusálmalögin sárstaklega. A eftir sálm-
unum cr alllöng ritgerð: „Um uppruna
lagboðanna". Útgáfan er í stóru broti,
eins og vænta má um nótnabók.
44. 'prentun, Rvík 1907. Nefnd 43. útg.
Lltgáfa Jónasar Jónssonar, sem út kom ná-
lega samtímis, ruglar hér töluna. Útgáfan
er gerð eftir 42. prentun, nema að ávarp
Flallgríms er hér fært fram fyrir sálmana,
eins og sjálfsagt var.
45. prentun, Winnipeg 1915. Passíu-
sálmarnir eru prentaðir í Sálmabók og
helgisiðareglum Hins evangelíska lúterska
kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi. Eru
þeir nr. 323—372 í sálmabókinni.
46. prentun, Reykjavík 1917. (Nefnd
44. útgáfa). Óbreytt frá 44. prentun.
47. prentun, Winnipeg 1918. Óbreytt
frá fyrri Winnipeg-útgáfu.
48. prentun, Rvík 1920. Óbreytt frá 46.
prentun, nema hér er prentað eftir Ijóð-
línum.
49. prentun, Kaupmannahöfn 1924.
„Passíusálmar Hallgríms Péturssonar,
gefnir út eftir eiginhandarriti höfundar-
ins tvö hundruð og fimmtíu árum eftir
lát hans. Flið ísl. Fræðafélag í Kaup-
mannahöfn gaf út. Finnur Jónsson bjó
til prentunar."
Finnur Jónsson ritar 30 bls. formála:
1. Um bandritin. 2. Um mál Hallgríms
Péturssonar. 3. Um meðferð handritsins.
— Þá er stafrétt útgáfa handritsins J. S.
337, 4to. Því næst koma viðaukar. Loks
er löng ritgerð, bls. 174—234: „Heim-
ildir þær, er Hallgrímur Pétursson not-
aði við Passíusálmana. Eftir dr. Arne
Möller." — Þctta er vísindalegasta út-
gáfa Passíusálmanna, sem prentuð hefur
verið.
50. prentun, Rvík 1928. Bókaverzlunin
Emaus. Á titilblaði segir að þessi útgáfa
sé „samhljóða vísindaútgáfu Hins ísl.
Fræðafélags í Kaupmannahöfn 1924“.
Sálmarnir eru prentaðir eftir Ijóðlínum.
51. prentun, Rvík 1929 (48. útg.). Eins
og 48. prentun, 1920.
52. prentun, Winnipeg 1938, í sálrna-
bókinni.
53. prentun, Rvík 1942. Óbreytt frá
51. prentun.
54. prentun, Rvík 1943. Kölluð 52. út-
gáfa. Þetta er skrautútgáfa í stóru fjög-
urra blaða broti, með myndum eftir Dúrer
og öðru bókarskrauti, eintökin tölusett.
Sigurbjörn Einarsson sá um útgáfuna og
ritar ýtarlegan formála um Hallgrím og
Passíusálmana. Hér er texta eiginhandar-
ritsins fylgt. Tölusetningu versa er sleppt.
Bókin er XXIV + 248 bls.
55. prentun, Rvík 1944. Passíusálm-
arnir eru hér prentaðir í úrvalsljóðum
Hallgríms, sem Bókaútgáfan Leiftur gaf
út, en Freysteinn Gunnarsson sá um.
Bókin er nefnd Flallgrímsljóð. Passíu-
sálmarnir eru fremst í úrvalinu, bls. 11—
224.
56. prentun, Rvík 1944. Kölluð 54.
útgáfa. Utgáfa þessi er nákvæm endur-
prentun textans í 54. (52.) prentun, en
myndir, bókarskraut og formáli tekið burt,
og blaðsíðutali breytt.
57. prentun, Rvík 1944. Útgáfa þessi
er ljósprentun eftir nótnaútgáfunni 1906
—1907, sem hér er talin 43. prentun.
I hægra horni neðan á fyrra titilblaði er
prentað með smáu letri: „Ljósprentað í
Lithoprent 1944.“
Á árinu 1944 komu út þrjár útgáfur af
Passíusálmunum, eins og hér má sjá. Er
þeim að framan raðað eftir útkomutíma.
58. prentun, Winnipeg 1946, í sálma-
bókinni.