Andvari - 01.06.1964, Page 112
TÓMÁS HELGASON frá Hnifsdal:
Fyrsti íslenzki búfræðingurinn
Þcgar Jón Sigurðsson ritaði greinina um
skólana á Islandi, leyndi sér ekki, hversu
annt honum var um það að efla atvinnu-
vegi landsins og þá sérstaklega landbún-
aðinn.
Lét hann ýmsa rita um þau mál í Ný
félagsrit og gerði það einnig sjálfur. Tal-
ið er að greinin „Nokkur orð um jarð-
yrkju“ í VI. árgangi þeirra sé eftir hann.
Menntun bænda studdi Jón á allar
lundir, lét sér mjög annt um að styðja þá,
er leituðu til annarra landa til náms í bún-
aði. Utvegaði þeim skólavist og var fjár-
haldsmaður sumra þeirra, eins og til dæm-
is Sveins Sveinssonar, sem hér verður frá
Sagt'
Það, sem fyrst vekur athygli mína á
sögu Sveins, eru þessi ummæli Árna Ey-
lands í bókinni „Búvélar og ræktun" 1950:
„Hið eina sjálfstæða rit um búvélar,
sem út hefir komið á íslenzku, er rit
Sveins Sveinssonar: Leiðarvísir til að
þekkja og búa til hin almennustu Land-
búnaðarverkfæri. Gaf Þjóðvinafélagið
hann út 1875.“
Þar hefir Sveinn notið aðstoðar Jóns á
margan hátt, eins og fram kemur í bréfi
hans til Halldórs Kr. Friðrikssonar:
„Ilvernig getur þú talað, að ásaka mig
fyrir heimtufrekju. Ég heimta ekkert, en
Island heimtar einna fremst af öllu að
allt sé gjört jarðyrkjunni til framfara, sem
gjört verður. Það er ekki einungis til að
„þekkja“ verkfæri, sem Sveinn þyrfti að
vera hér, heldur til að taka sér fram, til
að sýna, sjá ýmislegt og geta, „fylgt mcð“
til að ljúka við ritgjörð sína og til aðstanda
fyrir útbúnaði hennar, og svo fleira sem
um væri að gjöra. Þú sér það sjálfur minn
kæri, að með öðru eins áhaldi og hingað
til hefur verið í þeim efnum .... þá geng-
ur ekki neitt.“
I bréfum Jóns Sigurðssonar er Sveins
víðar getið og auðfundið, hversu honum
hefir verið annt um að styðja hann til
náms og efla hann til starfa.
Þegar ég fór að safna ritum um land-
búnaðarmál og kynna mér efni þeirra, er
það fyrst, að ég kemst að því, hvað Sveinn
hefir búið sig vel undir þau störf, sem
hann vann að, og hversu margt hann rit-
aði um þau.
I Ný félagsrit 1873 ritar hann tvær
greinar. Aðra um Jarðyrkjuskóla og hina
um áburð. Svo er áðurnefnd bók um
verkfæri. Næst kemur svo í Andvara
1876: Um meðferð mjólkur og smjörs, og
um ostatilbúning. Var grein þessi einnig
sérprentuð sarna ár. 1877: Um grasrækt
og heyannir. 1881: Llm stofnun búnaðar-
skóla á Islandi. 1882: Um landbúnað á
íslandi. Llafði sú grein komið áður í
dönsku búnaðarriti og var sérprentuð á
dönsku 1881. Einnig síðar margar grein-
ar í ísafold og Fjallkonunni.
Enda taldi hinn kunni bóndi, Torfi
Bjarnason skólastjóri í Ólafsdal, hann
lærðasta íslending sinnar tíðar í landbún-
aði.
Sveinn var fæddur 21. janúar 1849 á
Ormsstöðum í Norðfirði, dáinn 4. tnaí
1892 aðeins rúmlega 43 ára gamall.