Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1964, Síða 112

Andvari - 01.06.1964, Síða 112
TÓMÁS HELGASON frá Hnifsdal: Fyrsti íslenzki búfræðingurinn Þcgar Jón Sigurðsson ritaði greinina um skólana á Islandi, leyndi sér ekki, hversu annt honum var um það að efla atvinnu- vegi landsins og þá sérstaklega landbún- aðinn. Lét hann ýmsa rita um þau mál í Ný félagsrit og gerði það einnig sjálfur. Tal- ið er að greinin „Nokkur orð um jarð- yrkju“ í VI. árgangi þeirra sé eftir hann. Menntun bænda studdi Jón á allar lundir, lét sér mjög annt um að styðja þá, er leituðu til annarra landa til náms í bún- aði. Utvegaði þeim skólavist og var fjár- haldsmaður sumra þeirra, eins og til dæm- is Sveins Sveinssonar, sem hér verður frá Sagt' Það, sem fyrst vekur athygli mína á sögu Sveins, eru þessi ummæli Árna Ey- lands í bókinni „Búvélar og ræktun" 1950: „Hið eina sjálfstæða rit um búvélar, sem út hefir komið á íslenzku, er rit Sveins Sveinssonar: Leiðarvísir til að þekkja og búa til hin almennustu Land- búnaðarverkfæri. Gaf Þjóðvinafélagið hann út 1875.“ Þar hefir Sveinn notið aðstoðar Jóns á margan hátt, eins og fram kemur í bréfi hans til Halldórs Kr. Friðrikssonar: „Ilvernig getur þú talað, að ásaka mig fyrir heimtufrekju. Ég heimta ekkert, en Island heimtar einna fremst af öllu að allt sé gjört jarðyrkjunni til framfara, sem gjört verður. Það er ekki einungis til að „þekkja“ verkfæri, sem Sveinn þyrfti að vera hér, heldur til að taka sér fram, til að sýna, sjá ýmislegt og geta, „fylgt mcð“ til að ljúka við ritgjörð sína og til aðstanda fyrir útbúnaði hennar, og svo fleira sem um væri að gjöra. Þú sér það sjálfur minn kæri, að með öðru eins áhaldi og hingað til hefur verið í þeim efnum .... þá geng- ur ekki neitt.“ I bréfum Jóns Sigurðssonar er Sveins víðar getið og auðfundið, hversu honum hefir verið annt um að styðja hann til náms og efla hann til starfa. Þegar ég fór að safna ritum um land- búnaðarmál og kynna mér efni þeirra, er það fyrst, að ég kemst að því, hvað Sveinn hefir búið sig vel undir þau störf, sem hann vann að, og hversu margt hann rit- aði um þau. I Ný félagsrit 1873 ritar hann tvær greinar. Aðra um Jarðyrkjuskóla og hina um áburð. Svo er áðurnefnd bók um verkfæri. Næst kemur svo í Andvara 1876: Um meðferð mjólkur og smjörs, og um ostatilbúning. Var grein þessi einnig sérprentuð sarna ár. 1877: Um grasrækt og heyannir. 1881: Llm stofnun búnaðar- skóla á Islandi. 1882: Um landbúnað á íslandi. Llafði sú grein komið áður í dönsku búnaðarriti og var sérprentuð á dönsku 1881. Einnig síðar margar grein- ar í ísafold og Fjallkonunni. Enda taldi hinn kunni bóndi, Torfi Bjarnason skólastjóri í Ólafsdal, hann lærðasta íslending sinnar tíðar í landbún- aði. Sveinn var fæddur 21. janúar 1849 á Ormsstöðum í Norðfirði, dáinn 4. tnaí 1892 aðeins rúmlega 43 ára gamall.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.