Andvari - 01.06.1964, Qupperneq 114
112
TÓMÁS HELGASON
ANDVARI
er af slíku má ætíð hafa. Að sjá hið nýja
og kynnast því.
I apríl 1872, þegar Sveinn hefir lokið
burtfararprófinu frá Steini, hefir honum
ekki tekizt að fá það tækifæri, sem hann
þráði mest. Það var að komast heim til
íslands og starfa þar að framförum í hún-
aði. Þess vegna tekur hann sér starf í
Noregi, bæði til þess að hafa atvinnu og
innvinna sér pcninga til verkfærakaupa.
Einnig til þess, eins og Jón Sigurðsson
Iiafði rætt um við hann í bréfi, að æfa sig
vel í öllu því verklega, sem hann hafði
lært í skólanum.
Segir Sveinn Jóni það í bréfi síðar, að
hann megi vera viss um, að hann geri
slíkt. Þó telji hann sig svo vel að sér í því,
er hann hafði lært, að hann geti vel kennt
það öðrum, er hánn komi heim.
Rúmum mánuði síðar er ennþá sama
umræðuefnið: Að komast til starfa heima.
Hefir Sveinn þá leitað til Dana, sennilega
stjórnarinnar, um styrk til leiðbeininga-
ferðanna. Ef það gengur eigi, hefir hann
talað við Pétur Eggerz á Borðeyri um
það, að hann reyni að koma sér fyrir í
Húnavatnssýslunni, svo að hann geti ferð-
ast um meðal fólksins. Hafði Pétur hald-
ið, að þeir mundu vilja það þar, þar sem
þeir hefðu gert ýmislegt jarðyrkjunni til
framfara. Leggur nú Sveinn allt kapp á
að komast heim. Er farin að leiðast úti-
vistin.
Nú hefir hann heyrt að stofna eigi
jarðyrkjuskóla á íslandi. Segir hann gott
til þess að vita, að því verði framgengt
sem fyrst. Er viss um, að það gæti orðíð
til mikils gagns fyrir landið, ef hægt yrði
að fá duglega kennara.
Talað hefir verið um að stofna fjóra
skóla, en það lýst honum ekki á. Telur
betra að hafa tvo vel útbúna heldur en
fjóra af vanefnum gerða.
Segist hann gjarnan sknli skrifa það,
sem hann viti um Stein, hvernig hann
hefir verið stofnaður, hvað hann hefir
kostað, hvernig kennslu er fyrir komið,
og hvað þar sé kennt af bóklegum fræð-
um og verklegum; hvernig jarðyrkjunni
er þar bagað og hvaða verkfæri eru þar
notuð; hvaða kjör drengirnir og kennar-
arnir hafa; hvaða liús þar eru höfð o. s.
frv. Allt, sem þar að lýtur. „Ef þér viljið
þetta, svo skal ég gjöra það svo gott sem
ég gct, þá mætti hafa það til hliðsjónar
við stofnun á skólanum heima.“
Síðan biður hann Jón, ef hann viti
nokkuð, hvernig haga eigi til þessum skól-
um, að láta sig vita, því að það þætti sér
gaman að heyra.
Þetta loforð, að skrifa um skólann, efn-
ir Sveinn svo, að í Nýjum Félagsritum,
30. árgangi árið 1873 eru 27 fyrstu blað-
síðurnar með grein eftir hann og nefnist
hún: Um jarðyrkjuskóla.
1 sama bréfi lofar hann því að skrila
grein um áburð og áburðarauka. Birtist
grein þessi í sama árgangi Félagsritanna.
Skrifar hann þar um allar þær áburðar-
tegundir, sem til eru, en hinum, sem
flytjast mættu hingað frá öðrum löndum,
segist hann öllum sleppa. Telur nógan
tíma til þess að skrifa um þær, þegar
jarðyrkjan sé orðin svo mikil, að hún
þarfnist meiri áburðar en land vort geti
gefið.
Meira skrifar Sveinn um stofnun bún-
aðarskóla. I VII. árgangi Andvara 1881 er
greinin: Llm stofnun búnaðarskóla á ís-
landi. Rekur hann þar flest af því, sem
um það mál hefir verið skrifað, umræður
þær, sem fram fóru á Alþingi um stofnun
Möðruvallaskólans. Hann hefir sem sagt
tínt upp þær helztu skoðanir, sem fram
hafa komið um það, hvernig stofna
skuli landbúnaðarskóla á Islandi. I lann
hefir sýnt fram á afdrif hinna norsku
skóla, látið í Ijós skoðun sína um tilhögun
á kennslu og fyrirkomulagi öllu á skól-
anum. Llann hefir byggt það á þeirri