Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1964, Side 116

Andvari - 01.06.1964, Side 116
114 TÓMÁS HELGASON ANDVARI Sveinn skuli haga ferðum sínum. Svar við þessu vill hann fá áður en póstskip fer héðan í síðasta skipti á því hausti. Var stjórn félagsins falið að annast þetta mál. Þann 29. janúar 1873, á fyrra ársfundi félagsins, getur forseti þess, sem gerzt hefir í þessu máli. Það séu aðeins sárfáir bændur í Gullbringu- og Kjósarsýslu, sem hefðu látið í Ijósi við sig, að þeir óskuðu að fá búfræðing þennan til sín. Var því ekki talin nauðsyn á að gera neinar tillög- ur um ferðir hans. Talið var, að ef gagn ætti að verða af ferðum hans, mundi honum verða fullfengið að komast á einu ári yfir Gullbringu- og Kjósarsýslu. Til þess að það þyrfti eigi að standa fyrir komu Sveins, hverjar undirtektir bænda voru, þá féllst fundurinn á, að fé- lagið tæki á sig þann kostnað, er bændur vildu eigi greiða. Kom fundarmönnum saman um, að það mætti mjög á ýmsan hátt styðja að framförum í búnaði, ef bú- fræðingur þessi kæmi hingað, og væri það félaginu sómi að styðja komu hans. Það verður svo úr, að Sveinn komi og að lögstjórnin í sameiningu við danska landbúnaðarfélagið veiti honum þann styrk, sem hann þurfi, fyrst um sinn fyrir eitt ár, með því skilyrði að húnaðar sjóðir amtanna legðu til þess 100 ríkis- dali, aðra 100 mundi hann fá frá land- búnaðarfélaginu danska og enn 100 ríkis- dali frá landssjóðnum. Varð það svo að samkomulagi, að hann ferðaðist fyrst um Borgarfjörð, því að þar hefðu margir beðið um hann, og félags- stjórnin taldi rétt að hlynna mest að þeirri sýslu, er að tiltölu hefði flesta fé- lagsmenn. Nú hefir rætzt lengi þráður draumur Sveins, hann er kominn til íslands. Þaðan skrifar hann Jóni Sigurðssyni bréf, er hann dagsetur þann 22. júní 1873, þá staddur í Friðriksgáfu, amtmannssetrinu norðan lands. Ég tel rétt að taka þetta bréf upp eins og það er í heild, þar sem mér finnst það lýsa svo vel eftirtekt Sveins og hugsunum hans um landbúnaðinn, þarfir hans og sögu. Bréfið hefst þá svona: „Kæri vin! Nú er ég þá loksins kominn til Islands og ætla mér að fara að ferðast hér um á milli bænda og kenna þeim jarðræktina og hvað annað, sem þar að lýtur, og þeir vilja læra. Vest er það nú samt, að ég kom svo seint, að sáning á kartöflum og næp- um er alstaðar búin, svo ég get ekki sagt fólki neitt um það, sem því getur orðið til gagns þetta árið, nema bara sagt því hvernig það á að bera sig að með það næsta ár. Líka er of seint að byrja á þúfnaslétt- un, því það skemmir grasrótina að rífa jörðina upp, þegar svo er langt liðið fram á surnar, þar á móti gæti ég strax byrjað á því eftir túnaslátt og svo getur maður haldið áfram með það þangað til langt frarn á haust. Þó segi ég það ekki, að mað- ur geti ekki sléttað að skaðlausu ennþá í tvær til þrjár vikur, því það er ekki kom- inn mikill gróður í túnin hér norðurfrá. Aftur á móti getur maður alltaf haldið áfram við að finna svörð fyrir fólk og kenna því að fara með hann. Sýna með- ferð á mjólk, osti og smjöri, skurðagröft og þurrkun á mýrum, veita vatni á engj- ar, meðferð á áburði o. s. frv. Ég ætla mér náttúrlega að halda ræður á ýmsum stöðum, um það sem nauðsynlegt er, svo sem kálgarða og kartöflurækt, kvikfjár- rækt og túnarækt o. s. frv. Ég hcfði einnig löngun til að skrifa um margt af þessu og ætla mér að gera það með tímanum, þó það verði nú ekki fyrir það fyrsta, fyrr en líður á sumarið, eða þá helzt í vetur, því þá hefi ég hklegast beztan tímann til þess.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.