Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1964, Side 118

Andvari - 01.06.1964, Side 118
116 TÓMÁS HELGASON ANDVARl að túnið hlaut alltaf að minnka í staðinn fyrir að stækka. Maður tæmdi kraftinn úr túninu í lækinn, þaðan kom hann aldrei aftur. # # # Ég kom hingað til Friðriksgáfu í fyrra- kvöld og talaði við amtmann Kristján um ferðir mínar og hvernig ég ætti að haga þeim, og vildi hann helzt, að ég ferðaðist hér um norðan lands og að ég ferÖaðist ekki meira en um eina sýslu á hverju ári; það gengi nú æði seint ef maður tæki ekki stærra svæði fyrir á hverju ári; en ég læt það nú vera. Hann vildi haga ferðum mínum svoleiðis að ég skyldi vera tíma og tíma á hverjum þeim hæ að vetrinum, þar sem ég hefði sagt til á sumrin, og skyldi ég vinna þar og vera skyldugur til að halda ræður á ýmsum stöðum; ég skyldi svo hafa frían ferðakostnað upp á þann mátann, að hver bóndi væri skyld- ugur til að flytja mig frá sér, þcgar hann væri búinn að fá tilsögn mína, og til þess næsta, sem vildi að ég kæmi til sín. Þetta allt líkar mér nú svona og svona, bæði vegna sjálfs mín og annarra. Fyrst er nú það, að ég er hræddur um, að það verði ekki alltaf gott að fá sér fylgd milli manna, t. a. m. um sláttinn, og þetta getur orðið nóg til þess að fæla suma frá að þiggja tilsögn, þar til er það ekki vist, að neinn annar hafi beðið mann að koma til sín, þegar maður er búinn lijá einum, og standi maÖur svo uppi og viti ekki, hvert hann á að láta flytja sig. Ef maður hefði þar á móti sjálfur tvo hesta, gæti maður larið frá hverjum hæ strax og hann væri búinn þar og svo annaðhvort boðið tilsögn sína á ýmsurn bæjum, eða þá farið þangað, sem samkomur væru, t. a. m. við kirkjur, og talað svo við fólk pg boðið því tilsögn sína, Maður væri í öllu falli lausari og liðugri og betur stadd- ur, ef maður hefði sjálfur hesta. Þar fyrir utan væri maður fólki minna til byrði. Hvað það áhrærir, að ég skuli vera þar að vetrinum, sem ég hefi sagt til að sumr- inu, þá hefði ég aldrei viljað ganga að því, ef ég hefði fengið að vita það fvrir fram, það er svo margt, sem þar stríðir á móti. Fyrst ímynda ég mér það, að ég verði ekki nema fáa daga á hverjum bæ í sumar, og þegar ég á að vera þar hér- umbil eins lengi að vetrinum, verður það ekki nema eintóm ferðalög og hrakningar, eins og nærri má geta, vetrardaginn. Verið gæti svo, að mörgum þætti ísjár- vert að taka á móti minni tilsögn að sumr- inu, þegar hann væri bæði skyldugur að flytja mig frá sér, óvíst hvað langan veg, og kannski í mestu heyönnunum, og þar fyrir utan að fæða mig að vetrinum. Það væri bezt að vera hverjum einstökum sem minnst til byrðar, því líklega þurfa þeir ekki að kosta rniklu til áður en þeim sýn- ist það of dýrt, og láta það þá heldur vera að biðja tilsagnar. Það er hættast við þessu, meðan fólk hefur ekki fengið áhuga fyrir jarÖyrkj- unni. Þar fyrir utan væri það óþægilegt fyrir mig að ferÖast svoleiðis langan veg frá taui mínu, eða dragast með það fram og til baka; svo ætlaði ég mér mestmegnis að gjöra í stand ritgjörðir að vetrinum, en þegar ég á að vinna hjá öðrum og þar fyrir utan halda ræður á mörgum stöðum verður þá víst lítið úr skriftunum. Aldrci þurfa umferða jarðyrkjumenn i Noregi að bera sig svoleiðis að, og ég hefði næstum heldur viljað borga fyrir mig sjálfur að vetrinum, ef ég fengi þá að vera stöðugt í einum stað. Ekki fyrir það, að ég vilji skorast undan að vinna. en vegna þess að ég fengi þá að vcra í næði við að semja ritgjörðir, og ég ímynda mér að ég með því geti gert meira gagn,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.