Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1964, Page 121

Andvari - 01.06.1964, Page 121
ANDVARI LEIKRIT GUÐMUNDAR KAMBAN 119 lífi skáldsins, sem ekki var sérlega ham- ingjusamt, ollu þessar andstæður stöðugri togstreitu, sem leiddi til þess, að honum fannst hann hafa glatað tengslunum við ættjörðina. Sérhver lesandi mun finna, hvernig skáldið þyrstir eftir að verða hinn íslenzki rithöfundur nýja tímans, sá sem opna muni hlið landsins og veita inn nýjum straumum. Með skáldsigri sínum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, á meginlandi álfunnar og í Ameríku og góðum árangri sem leik- stjóri í Þýzkalandi vildi hann auka á hróður Islands. Því verður ekki neitað, að það heppnaðist. En takmarkinu, sem hann hafði sett sér, tókst honum ekki að ná. • • Eins og Hadda Padda gerist leikritiS Konungsglíman á íslandi og túlkar einn- ig sterkar tilfinningar, en ekki þó svo innilegar og upprunalegar sem í Höddu Pöddu. Af þessari ástæðu vildi Kamban ekki telja Konungsglímuna til verka sinna. Oftsinnis fór hann niðrandi orðum um þetta næstelzta leikrit sitt við mig. Nákvæmur lestur þess hefur nú sannfært mig um, að Kamban lítillækkar sig ekki með því að viðurkenna þetta verk sitt; að vísu má finna á því blæ alþýðuskop- leikja, og eitthvað er þar af ódýrum brell- um. Gæði verksins eru engu minni fyrir það, enda þótt Kamban hafi skrifað betri og dýpri leikrit. Það er heldur mikill hornablástur á sviðinu, og persónur leiks- ins skipta skapi nokkuÖ ört. Vart mun vera hægt að taka ráðherradótturina Heklu alvarlega, en hún á að hafa svo mikil áhrif á ákvarðanir föður síns, duttl- ungar hennar og heitt skap eiga að ráða meira um líf og dauða á landinu heldur en náð föðurins og gangur réttarins. Einn- ig mun mönnum finnast, að hið örlaga- ríka byssuskot í fyrsta þætti komi jafn snögglega og hin ófyrirsjáanlega náðun morðingjans, enda þótt enginn efist um, að morðinginn sé hugsjónamaður. Þannig eru vafalaust sálfræðilegir brestir í þessu drama um konungsglímuna milli hinna tveggja velgerðu persóna, vinanna, sem af kvennaráðum (Strindberg) er att hvor- um gegn öðrum, en verða þó að lokum aftur góður vinir. Hins vegar er í leikrit- inu líf og fjör og sannur dramatískur kraftur, augljós spenna, sem dregur dám af hinni hetri hlið alþýðuleikjanna. Per- sónurnar eru varla jafn djúpar og sannar sem í Höddu Pöddu, en tilsvörin eru mörg fögur og ljóðræn. Upphafsatriði leikritsins er sterkt og áhrifamikið; Hrólf- ur og Svavar eru að skoða norðurljósin, en þeim er lýst „sem rólegum og köldum, löngum marmarabríkum, og sem hring- dansi í lithverfum slæðum, eins og þyrl- andi búnaður þúsund dansmeyja." Til- svörin, sem lýsa því, hvernig Hrólfur og Þorgils sórust í fóstbræðralag á bernsku- árunum og lofuðu hvor öðrum ævilangri tryggð og vináttu, eða játning Ingibjarg- ar, þegar hún segir frá bernskudraumn- um, sem hún ól í brjósti, þegar hún lék sér við Ingólf og Þorgils í fjörunni, bera því vitni, að það var skáld, sem skrifaði þetta leikrit. „Arin liðu og þið genguð í fóstbræðralag og tókuð mig í það. Við litum stórt og barnslega á heiminn og líf- ið. Við sórum að við skyldum ekki þola, að neinu okkar yrði óréttur ger. Þó kom að því að við vorum ekki lengur börn. Ég gleymdi ekki eiði mínum, en hugur minn hvarf að þér. Og þinn hugur var lokaður." Upp af þessum ástarátökum rís leikrit- ið í fjórum þáttum. Kjarna þess myndar „Gliman" í návist konungsins, milli vin- anna tveggja, en annar þeirra berst fyrir heiðri föður síns. Ráðherrann hefur lofað að sækja um náðun hjá konungi, því faðirinn hafði hlotið átta ára fangelsis- dóm vegna morðsins, sem framið var af harmi og réttlætanlegri öfund. A mjög
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.