Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1964, Page 125

Andvari - 01.06.1964, Page 125
ANDVARI LEIKRIT GUÐMUNDAR KAMBAN 123 en hindra verður áframhald þessa rang- lætis. 4) Lampl leggur réttilega áherzlu á, að Kamban líti á lygina sem hinn versta glæp. Mín skilgreining á Marmara legg- ur líka áherzlu á þessa baráttu Kambans gegn lyginni. 5) Þar á ofan ber okkur saman um, aS Karnban sé sama sinnis og Nietzsche, sem lítur á ríkið sem upphaf alls óréttlætis. En var Kamhan sannfærSur um göfg- andi eiginleika og uppeldisgildi bók- mennta og leikhúss? Þegar hann varð fimmtugur, birti Po- litiken viðtal við hann skrifað af Me- rete Bonnesen: „Vulkan paa 50 sender en Ilds0jle til Vejrs.“ 1 samtalinu segir Kamban frá því, að eftir útkomu Ragnars Finnssonar, hafi hann fengið bréf frá Maxim Gorki; þar hafi Gorki skrifað með sérstöku tilliti til fangelsislýsinganna: „Þér munuð aftur skrifa bók, sem mun koma að jafn litlum notum.“ M. Bonne- sen spyr hann þá, hvort hann sé sjálfur jafn svartsýnn. Kamban svarar: „1 sann- leika sagt hef ég ekki mikla trú á göfg- andi áhrifum bókmennta. Ég þekki sjálf- ur hóp af leikurum, bæði hér og annars staðar, sem mikinn hluta ævi sinnar hafa ekki fengizt við annaS en að samhæfast hinum göfugustu hlutverkum leikbók- menntanna, en eru samt lítilmenni. Mér virðist sem það sé ágætt dæmi þess, hve hin göfgandi áhrif ná skammt.“ Annars er fróðlegt að kynna sér þetta samtal, því skoðanir og lýsingar Kambans á hegningarhúsum og glæpamönnum eru ræddar nánar. Skáldið segir, að þjóðfé- lagið verði að verja sig gegn glæpamönn- um. En því ber einnig skylda til að hlífa þjófnum við hungri: „Glæpasérfræðing- arnir segja okkur, að fáir steli af neyð, en það er víst hægt að slá því föstu, að fæstir steli af því að þeir hafi of mikið." Leikritið á sviðinu. Sá, er þessar línur ritar, var víst eini Norðurlandabúinn, sem viðstaddur var sýninguna á Marmara á sviði Bæjarleik- hússins í Mainz 1933, rétt áður en Hitler komst til valda, en valdataka hans leiddi til þess, að ekkert varð úr þeirri sigurför, sem fyrir leikritinu hefði átt að liggja um öll leiksvið Þýzkalands. Það var meir cn augljóst við þessa ágætu, en samt nokkuð smábæjarlegu sviðsetningu leikritsins, að það megnar að grípa áhorfendur föstum tökum. 1 dagstofuatriÖum fyrsta þáttar á heitu sumarkvöldi erum við kynnt fyrir þeirri þjóðfélagsstétt, sem á eftir að valda falli hugsjónamannsins, sakamáladómar- ans og glæpasérfræðingsins Mr. R. Bel- ford. Hin nýja bók hans er rædd. Ahorf- endur fundu, að hér var á ferð höfundur, sem kunni sitt verk og var fær um að skapa sterkar og hrífandi persónur, er nutu sín á leiksviðinu, og um leið góð hlutverk, sem gáfu leikurunum tækifæri. Þar gat að líta hinn feitlagna og gljárak- aða dómara Littlefield sem nokkurs konar samnefnara allra sjálfumglaðra manna af þeirri stétt. Augu hans eru starandi og köld. Við hlið hans stendur hinn há- vaxni granni, sólbrenndi William Belford í hörgulum léreftsfötum og með stór horn- spangargleraugu. Þeir ræða um bókina Afbrotamaðurinn og þjóðfélagið, um leið og þeir hrista öskuna kæruleysislega af vindlum sínum. Á eftir koma svo hinir gestirnir, og fer frúin fyrir þeim. Frúrnar eru í eins flegnum kjólum og hæfa þykir meðal amerískra auðborgara. Herrarnir eru í sumarfötum án vestis. Allt þetta á sér stað í umhverfi auðs og allsnægta, í hróplegri mótsögn við hungur og kulda fangelsanna. Þarna er hin þéttholda greifafrú Monte- vecchio með þrefalda perlufesti um háls- inn, prófessorinn, presturinn, scm er einn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.