Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.06.1964, Qupperneq 126

Andvari - 01.06.1964, Qupperneq 126
124 VAGN B0RGE ANDVARI af hinum réttlátu í þessum heimi •— og ekkert veit um syndina, — Robert Bel- ford, tiginn í fasi og öruggur og hans kona. Einnig er þar hin skringilega Mrs. Thursby og Blanche, 15 ára gömul stúlka, en hún er sú eina, sem raunverulega elskar dómarann. Allt þetta fólk eru lifandi manneskjur í atburðarás, sem þróast eðlilega frá upp- hafi. 1 fyrsta þætti eru ýmis tilsvör snjöll og skrifuð af andagift, sem minnir á Oscar Wilde: „Gróðurneyzlan er minn átrúnað- ur,“ segir Littlefield. „Listin er minn,“ segir Mrs. Hitchcock, er með klæðnaði sínum kemur upp um smekkleysi sitt. „Já, hver hefur sínar ástríður. Hver cr yðar, Mr. Belford?" spyr greifafrúin. Höfuðpersóna leikritsins svarar með elsku- legu en dálítið hæðnislegu brosi, svo frúrnar geta ekki stillt sig um að hlæja: „Ég hef gert mér mjög mikið far um það á seinni árurn að reyna að hafa stjórn á ástríðum mínum.... Ég komst að þeirri niðurstöðu, að maður hefur aldrei eins góða stjórn á ástríðunr sínum eins og þeg- ar maður er nýbúinn að láta undan 1* (< )eim. En hin alvarlega og heimspekilega þverstæðu-smíði Wildes verður hjá Kamban að sjálfstæðri list: „Það er fjar- stæða að dæma nokkurn mann eftir eigin- leikum hans. Það á að dæma eiginlcikana eftir manninum. Eljá einum merkir þótt- inn hroka, hjá öðrum merkir þóttinn and- lega tign. Allt, sem kristallast í stórum og töfrandi persónuleika verður töfrandi og stórt." Kamban sýnir í fyrsta þætti, að hann getur skrifað gamanleikrit. Samt er þetta yfirborðssamtal aðeins ramminn um hina djúpu alvöru og tragísku tilfinningu, sem stafar af öllu leikritinu. Eyrsti þáttur er ekki annað en dramatískur forleikur að hneykslinu, borinn uppi af þeim stoðum þjóðfélagsins, sem eru stéttarbræður hug- sjónamannsins; og hann er dæmdur til að farast, því ill er þessi veröld. í öðrum þætti, sem gerist í vinnustofu Belfords, sést það í atriðinu milli dómarans og af- brotamannsins, sem hann vill hjálpa, hversu Kamban var mikið niðri fyrir: „Það er ódrengskapurinn, ekki glæpur- inn sem saurgar anda mannsins og grefur sig eins og átumein í sál hans.“ I öðrum, þriðja og fjórða þætti Marnv ara kemur það fram, hvernig sá, sem mælir þessi orð, verður sjálfur fórnar- lamb ódrengskaparins, því hann ræðst gegn heimsku, óréttlæti og spillingu: ,,Öll þín atvinna er grundvölluð á tárum og hungrisegir Belford við bróður sinn, sem hefur líknarstarfsemina í sínum höndurn. Á spennandi og lifandi hátt er lýst árekstrinum milli hinna tveggja gjör- ólíku bræðra, hugsjónamannsins og efn- ishyggjumannsins. Baráttan gegn myrkr- inu gneistar af eldi. Ljósið, sem brennur í brjósti Belfords, lýsir út í myrkrið. Bróð- irinn lætur taka hann til fanga. Manni, sem er meiri og göfugri en fjöldinn, manni, sem vill hjálpa — og hefur hjálp- að — er ekki leyft að ganga frjáls. Hann hverfur af sjónarsviðinu. Allir umbóta- menn enda á geðveikrahælinu, segir Strindberg í Draumleiknum. Hjá Karnb- an er það ekki draumurinn, heldur raun- veruleikinn sein ræður. í Marmara stend- ur ekki „Þjóðníðingur“ uppi gagnvart ríkjandi heimsku í smábæ, heldur gagn- vart forheimskun nútímans yfirhöfuð. • • í Bæjarleikhúsinu í Mainz urðu réttar- salaratriðin í þriðja þætti, með hinum beittu og hrífandi tilsvörum og þátt- töku áhorfenda í leiknum, að hápunkti sýningarinnar. Hér mælir Kamban um munn Belfords eggjunarorð gegn refsing- unni, sem hann vill vanheiðra. Áhrif
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.