Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1964, Page 130

Andvari - 01.06.1964, Page 130
128 VAGN B0RGE ANDVARI allt er komið undir, segir hann þar. Ekki trúin, heldur geðslagið ráða úrslitunum, segir Kamban í þessu ritgerðasafni, þar sem hann fæst að nýju við spurninguna um hegninguna. Allt í einu og óvænt gefur hann þar lýsingu á Kristi, lýsingu, sem eins og mynd dómarans, Ijómar af gæzku, um leið og lögð er áherzla á karl- mennið Jesúm, líkt og karlmennið Ro- hert Belford. En kirkjan hefur gleymt — segir Kamban — að Jesús var krossfestur vegna harðrar baráttu sinnar gegn hinum ríkjandi öflum þjóðfélagsins.... Af sörnu ástæðum lendir Schopenhauer- manngerðin Belfort á geðveikrahæli og fremur að lokum sjálfsmorð. Verkið er harmleikur dómarans, sem er krossfestur og hrópar í réttarsalnum sem Kristur forðum: „Vei yður, þér hræsnarar. Vei yður, blindir leiðtogar. Vei yður, þér lög- fróðir. Þér bindið þungar byrðar og lítt bærar og leggið mönnum þær á herðar, cn sjálfir snertið þér þær ekki með yðar minnsta fingri. Þér höggormar, þér nöðruafkvæmi, hvernig ættuð þér að geta umflúið dóm helvítis.... ?“ 3. VÉR MORÐINGJAR. Vér morðingjar var leikið á Dagmar- leikhúsinu í Kaupmannahöfn 1920. Aðal- hlutverkið, hinn táldregna eiginmann, lék Torkild Roose. Eftir það fór verkið sigurför um leiksvið Norðurlanda og hlaut einróma lof sem gott, raunsætt nú- tímaleikrit. Leikritið á ekkert af Ijóð- rænu Idöddu Pöddu, ekki er þar vottur af alþýðuleikjablænum á Konungsglímunni. Einkenni Marmara, sekt og sálræn vanda- mál, koma hér ekki heldur við sögu. Með hrífandi liraða er lýst óhamingjusömu hjónabandi, tæknin minnir á Ibsen og Strindberg. Verkinu lýkur á því, að mað- urinn styttir konunni aldur með bréf- prcssu, en iðrast þcss verknaðar, þegar allt er um seinan, augnabliksgeðshræring hefur leitt hann of langt, eins og Láru í Föðurnum eða Alice í Dauðadansinum. Verkið er vel byggt, sálfræðilega vel grundað, í því eru góð hlutverk fyrir hæfa og skapmikla leikara. I bók minni „Thor- kild Roose som Teatres Kunster", reyndi ég, með hliðsjón af leik Rooses í hlut- verki hugvitsmannsins, að festa á hlað myndbrot úr góðri Kamban-sýningu: „Vér morðingjar var vissulega ein áhrifamesta sýning Dagmarleikhússins. Leikur Rooses í hlutverki verkfræðingsins, þessa rann- sóknardómaralega eiginmanns, með sting- andi augu og stolta ró, þar til skelin brest- ur í síðasta þætti, var hrífandi mynd af manni, sem berst gegn lygigjarnri konu sinni. Breytingin frá hinni fullkomnu sjálfsstjón til villimennsku morðsins, var „dramatík", leiklist eins og hún gerist bezt. „Ég elska þig, hversu mjög ég elska þig, svona elska ég þig.“ A meðan þessi orð eru sögð, grípur Mac Intyre bréfpress- una. Idver þögul sekúnda er fyllt af gló- andi innra lífi. í augnabliksofsa lyftir hann bréfpressunni —- og höggið fellur. Mac Intyre veit ekki, hvað hann gerir. Hann horfir undrandi á konuna, þar sem hún liggur endilöng á gólfinu. Hann leggst á hnén við hlið konu sinnar: „Af öllu sem að gat borið vildi ég þetta sízt. Hef ég þá gert það — litla stúlkan mín —■ litla stúlkan mín.“ Ofsinn er liðinn hjá, ró dauðans hvílir yfir sviðinu." • • Við lestur verksins finnur lesandinn fljótt, í hve ríkum mæli Kamban hefur fengið vald á sviðrænni rittækni með þessu leikriti. Fyrri verk hans, sem öll eru skrifuð fyrir leikhús, njóta sín líka á bók. Þetta gildir ekki um Vér morð- ingjar. Það er fyrst á sviðinu sem séð verður, að það er snilldarverk, ekki svo mjög frá bókmcnntalegu sjónarmiði sein
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.