Andvari - 01.06.1964, Qupperneq 130
128
VAGN B0RGE
ANDVARI
allt er komið undir, segir hann þar. Ekki
trúin, heldur geðslagið ráða úrslitunum,
segir Kamban í þessu ritgerðasafni, þar
sem hann fæst að nýju við spurninguna
um hegninguna. Allt í einu og óvænt
gefur hann þar lýsingu á Kristi, lýsingu,
sem eins og mynd dómarans, Ijómar af
gæzku, um leið og lögð er áherzla á karl-
mennið Jesúm, líkt og karlmennið Ro-
hert Belford. En kirkjan hefur gleymt —
segir Kamban — að Jesús var krossfestur
vegna harðrar baráttu sinnar gegn hinum
ríkjandi öflum þjóðfélagsins....
Af sörnu ástæðum lendir Schopenhauer-
manngerðin Belfort á geðveikrahæli og
fremur að lokum sjálfsmorð. Verkið er
harmleikur dómarans, sem er krossfestur
og hrópar í réttarsalnum sem Kristur
forðum: „Vei yður, þér hræsnarar. Vei
yður, blindir leiðtogar. Vei yður, þér lög-
fróðir. Þér bindið þungar byrðar og lítt
bærar og leggið mönnum þær á herðar,
cn sjálfir snertið þér þær ekki með yðar
minnsta fingri. Þér höggormar, þér
nöðruafkvæmi, hvernig ættuð þér að geta
umflúið dóm helvítis.... ?“
3. VÉR MORÐINGJAR.
Vér morðingjar var leikið á Dagmar-
leikhúsinu í Kaupmannahöfn 1920. Aðal-
hlutverkið, hinn táldregna eiginmann,
lék Torkild Roose. Eftir það fór verkið
sigurför um leiksvið Norðurlanda og
hlaut einróma lof sem gott, raunsætt nú-
tímaleikrit. Leikritið á ekkert af Ijóð-
rænu Idöddu Pöddu, ekki er þar vottur af
alþýðuleikjablænum á Konungsglímunni.
Einkenni Marmara, sekt og sálræn vanda-
mál, koma hér ekki heldur við sögu. Með
hrífandi liraða er lýst óhamingjusömu
hjónabandi, tæknin minnir á Ibsen og
Strindberg. Verkinu lýkur á því, að mað-
urinn styttir konunni aldur með bréf-
prcssu, en iðrast þcss verknaðar, þegar
allt er um seinan, augnabliksgeðshræring
hefur leitt hann of langt, eins og Láru í
Föðurnum eða Alice í Dauðadansinum.
Verkið er vel byggt, sálfræðilega vel
grundað, í því eru góð hlutverk fyrir hæfa
og skapmikla leikara. I bók minni „Thor-
kild Roose som Teatres Kunster", reyndi
ég, með hliðsjón af leik Rooses í hlut-
verki hugvitsmannsins, að festa á hlað
myndbrot úr góðri Kamban-sýningu: „Vér
morðingjar var vissulega ein áhrifamesta
sýning Dagmarleikhússins. Leikur Rooses
í hlutverki verkfræðingsins, þessa rann-
sóknardómaralega eiginmanns, með sting-
andi augu og stolta ró, þar til skelin brest-
ur í síðasta þætti, var hrífandi mynd af
manni, sem berst gegn lygigjarnri konu
sinni. Breytingin frá hinni fullkomnu
sjálfsstjón til villimennsku morðsins, var
„dramatík", leiklist eins og hún gerist
bezt. „Ég elska þig, hversu mjög ég elska
þig, svona elska ég þig.“ A meðan þessi
orð eru sögð, grípur Mac Intyre bréfpress-
una. Idver þögul sekúnda er fyllt af gló-
andi innra lífi. í augnabliksofsa lyftir
hann bréfpressunni —- og höggið fellur.
Mac Intyre veit ekki, hvað hann gerir.
Hann horfir undrandi á konuna, þar sem
hún liggur endilöng á gólfinu. Hann
leggst á hnén við hlið konu sinnar: „Af
öllu sem að gat borið vildi ég þetta sízt.
Hef ég þá gert það — litla stúlkan mín
—■ litla stúlkan mín.“
Ofsinn er liðinn hjá, ró dauðans hvílir
yfir sviðinu."
• •
Við lestur verksins finnur lesandinn
fljótt, í hve ríkum mæli Kamban hefur
fengið vald á sviðrænni rittækni með
þessu leikriti. Fyrri verk hans, sem öll
eru skrifuð fyrir leikhús, njóta sín líka
á bók. Þetta gildir ekki um Vér morð-
ingjar. Það er fyrst á sviðinu sem séð
verður, að það er snilldarverk, ekki svo
mjög frá bókmcnntalegu sjónarmiði sein