Andvari - 01.06.1964, Blaðsíða 134
ÞÓRÐUR TÓMASSON:
Ljós og eldur
Frá örófi alda hafa menn tignað ljósið
og höfund þess. Á stöllum heiðinna hofa
brann eldur, sem aldrei var látinn kulna,
og heilög kirhja tók Ijósið í þjónustu sína
sem tákn hins góða.
Höfundur Hávamála rnælti ekkert út í
bláinn, og hann taldi eld ásamt sólarsýn
í röð þess, sem bezt var með mönnum.
Eldurinn gerði norðlægar slóðir byggi-
legri, og sólin var Iiin mikla móðir alls
lífs. Hjá henni urðu lítil Ijós mannsins
að engu:
Ljósið meðan í myrkri er
mikla birtu gefur af sér,
en þegar sólin á það skín
alla missir það geisla sín.
Á sól eða himintungl mátti enginn
henda, og enginn mátti storka þeim nema
taka út fyrir það sína hegningu — ofan
að. Sólin var hin bezta guðsgjöf og sú
líkn mikil að hafa göngu hennar fyrir
augum, sjá hana síga til viðar að kvöldi
og rísa að morgni.
Svo vondir gátu menn þó orðið, að frá
þeim var tekin sólarsýn. Axlaí-Björn,
morðinginn mikli, sá ekki til sólar, þó hún
Ijómaði í heiði.
Aldrei var eins dauft yfir lífi mannsins
og í krappasta skammdeginu, þegar vart
eða ekki naut sólar og lítil föng á að reka
myrkrið á flótta. Blessuð jólin rufu sort-
ann htið eitt, og svo var sú huggun nær-
tæk, að nú færi sólin blessuð að hækka
göngu sína, að sönnu aðeins um hænufet
dag hvern, en safnast, þegar saman kem-
ur. Þá var líka gott að sofna út frá þeirri
vissu, að við rekkjustokkinn stóð ljósberi,
sem aldrei brást:
Láttu nú Ijósið þitt
loga við rúmið mitt,
hafðu þar sess og sæti
signaður Jesú mæti.
f þeirri trú söng móðirin barn sitt í svefn
með þessu stefi:
Sofðu í friði,
vaknaðu í Ijósi.
Svo bið ég fyrir mínu barni,
minn Drottinn það kjósi.
Ógrynni eru til af kveðskap, sem gengur
í svipaða átt.
Ljósmóðir og Ijósbarn eru forn orð í
íslenzku máli. Barnið fæddist til ljóssins,
og því var gefið Ijósið að fylgju. Faðirinn
bar Ijós í kross yfir barnsfylgjunni, til
þcss að Guð og ljós fylgdi barni hans á
ævivegi. Ljósfylgjur voru mönnum til
verndar, fóru fyrir þeim og boðuðu komu
þeirra. Frá ljósi sofnuðu flestir svefninum
langa, og Ijós var látið loga yfir líkbörum
rnanna. Þannig varðaði l jósið veg manns-
ins frá vöggu til grafar. Þó gat stundum
orðið misbrestur á því, að rnaður væri
ljóssins barn. „Þeim er mein, sem í myrk-
ur rata“, var viðkvæði manna um þá, sem
villtust af vegi Ijóssins — og meir í ætt
við vorkunn en álas.