Andvari - 01.06.1964, Side 135
ANDVARI
LJÓS OG ELDUR
133
Lýsislampinn var nær eina ljósfærið.
Hann var einnig nefndur grútar- eða
grottalampi. Nokkuð var nafn hans á
reiki eftir landshlutum og fór sums stað-
ar eftir því, hvort um samstæðu, yfir- og
undirlampa, var að ræða eða hluta henn-
ar, t. d. aðeins yfirlampa. Samstæðan
nefndist þá lampi, en helmingur hennar
kola. Annars var kolan sérstakt ljósfæri,
nokkurs konar panna úr járni eða kopar.
Idún var með tanga til að reka í vegg eða
bæjarstaf. Gangakolan austfirzka var lýsis-
lampi án yfirlampa. í nefi hans var sívalt
járn til að halda að kveiknum og kallaS
skarjárn.
Minningin um koluna lifir í görnlu
orðtaki: „Einhvern tíma hefur logað het-
ur ljós í kolum.“
I gömlum bæjarrústum finnast stund-
um ljósakolur úr steini, sumar án efa frá
fornöld og aðrar yngri. Ætla ég, að þær
hafi verið notaðar fram undir aldamótin
1800.
Á Suðurlandi var alþekkt ljósfæri, sem
nefnt var glóri eða nóri. Kunna gamlir
menn enn vel að lýsa því. Kertakola var
annað alþekkt Ijósfæri, sem notað var tíl
skamrns tíma. Minnir hún á tóbakspípu,
nema hvað tangi hennar er ekki holur.
Ættingi hennar mun vera kirkjukola, sem
nefnd er í gömlum máldögum. Seint á 19.
öld smíðaði Filippus Stefánsson silfur-
smiður í Kálfafellskoti í Fljótshverfi tvær
forláta kolur handa kirkju sinni. Voru þær
úr járni, með rósastrengjum og héngu sitt
hvorurn megin kórs.
Það væri bókarefni ef rekja ætti allt,
scm vitað er um islenzk Ijósfæri, og skal
ekki öllu lengur við þau dvalið liér. Að-
eins skal nurnið staðar hjá lýsislamnan-
um. Alltaf bar hann litla birtu, og stund-
um átti kveikurinn þátt í lélegu ljósi; sver
eða illa snúinn fífukveikur bar dauft ljós,
sem var gjarnt á að ósa. Að því er vikið í
gamalli vísu:
Illa þetta logar ljós,
litla birtu gefur.
bað er að kenna klæðarós,
sem kveikinn spunnið hefur.
Lakara var liitt, að einatt var ekkert til að
láta í lampann:
Ljósið ekki leikur við,
lítinn hefur forða.
í myrkrinu megum við
matinn okkar borða.
Svipaður tónn er í annarri gamalli vísu:
Ljósið dó og leiddist mér
lestur þennan viður.
Pennahróið ónýtt er,
allt fór blekið niður.
Hressilegri blær er yfir vísunni um Höllu
gömlu, sem ber ljósið fram í bæinn:
Ljósið kemur langt og mjótt,
logar á fífustöngum.
Halla kerling fetar fljótt
framan eftir göngum.
Oft var þessi staka rauluð undir fornu
tvísöngslagi, er rökkursvefni var brugðið,
og gengið var til eldhúss til að tendra
Ijósið á lýsislampanum.
Að úthallandi sumri var farið út i mýr-
ina og safnað fífu í kveiki. Áraskipti voru
að því hve rnikið óx af henni. Stundum
var mýrarrotið hvítt af fífu. Var þá harð-
ur vetur í vændum.
Fífan var venjulega tínd í sokkboli.
Idún var tætt vel, er ljósatími gekk í garð,
og barið (þ. e. fræín) vandlega tínt burtu.
Kveikirnir voru snúnir, eftir því sem þörf
krafði. Það var kvennaverk. Konan hélt
nreð hægri liendi í kveikendann og sneri
með hinni upp á fífuna við vinstra hné
sér.
011 Ijós þörfnuðust þess, að að þeim
væri gert. Fífukveikurinn eyddist. Skar
safnaðist á hann og kertið. Meðhjálpar-