Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1967, Side 6

Andvari - 01.10.1967, Side 6
108 JÓHANN HAFSTEIN ANDVARI Það verður ekki annað séð en óvenju bjart hafi verið yfir æsku- og upp- vaxtarárum Thors Thors. Það er sammæli þeirra, sem þekktu hann, og þeirra, sem voru honum jafnaldra eða um það bil, að hann hafi verið bráðþroska ung- lingur, fallegur og tápmikill, gáfur og atorka valizt honum til föruneytis. Þó að faðir hans hefði þurft að reyna ýmislegt misjafnt, voru hagir hans með miklum blóma, þegar Thor er að komast á legg. Hann mun hafa verið fimm ára garnall, þegar fjölskyldan flutti í hið stórfagra hús, Fríkirkjuveg 11 í Reykjavík, sem faðir hans byggði af sinni miklu rausn og myndarskap, og setur það hús ennþá svip á borgina, og hvað mundi þá hafa verið árið 1908? Drengurinn er í sveit á sumrum, eins og svo mörg kaupstaðabörn þessa lands, á Borg á Mýrum, þar sem áður bjuggu Skallagrímur og Egill, en eins og kunnugt er, rak faðir hans um tíma umfangsmikil verzlunarstörf í Borgarnesi, en hann var ætíð mikill unnandi Islendingasagna og hefir því eflaust ekki þótt í kot vísað á hinum forna sögustað. Tólf ára gamall innritaðist Thor í Menntaskólann í Reykjavík. Honurn var létt um nám og var efstur í sínum bekk, 4. og 5. bekk og á stúdentsprófi. Hafa bekkjarbræður hans tjáð svo, að enda þótt Thor háfi verið gæddur mörg- um eðliskostum umfram flesta, hafi hann þó ekki átt öfundarmenn í bekknum. Að stúdentsprófi loknu innritaðist Thor i lagadeild Háskóla Islands og lýkur þar námi á 3>/2 ári, en þó með mun hærri einkunn en nokkur annar hafði hlotið til þess tíma. Það er oft svo, að þeir sem hljóta hinar háu einkunnir í skóla, koma síður við sögu á öðrum sviðum skólalífsins. En þessu var ekki þannig varið um Thor. Hann var jalnan hrókur alls fagnaðar í félagslífi í skóla. Hann var forseti Framtíðarinnar, hins gamalfræga málfundafélags Menntaskólans. Á öðru námsári við Háskólann var hann kjörinn formaður stúdentaráðs. Hann var fulltrúi á norrænu stúdentamóti, sem haldið var í Oslo 1925 og framsögu- rnaður íslendinga þar. Hann var formaður Stúdentafélags Reykjavíkur 1928— 1930. Hann var einnig formaður íslendinga á norrænu stúdentamóti, sem haldið var samtímis Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930, og var á orði haft, að sú forysta hefði verið honum til sóma. Að háskólanámi loknu stundaði Thor frarn- haldsnám í hagfræði í Cambridge og París 1926 og 1927 og dvaldi síðar um skeið á Spáni og Portúgal í sambandi við fisksölumál Kveldúlfs h.f. Þegar litið er á námsferil Thors, verður ekki annað sagt en að hann hafi verið vel undir lífsstarf búinn, enda tekur nú við fjölþætt æviskeið manns, sem velst til manna- forráða og virðinga og hinna ábyrgðarmestu starfa í þágu þjóðar sinnar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.