Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1967, Síða 8

Andvari - 01.10.1967, Síða 8
110 JÓHANN HAFSTEIN ANDVARI Á vissan hátt má segja, að ævistarf Thors Thors hafi verið þríþætt: stjórn- málastarf, athafnastarf og sendiherrastarf. En Thor gekk ekki einn að því að vinna þetta þríþætta starf. Að loknu laganámi og eftir dvöl sína í Cambridge kom Thor heim og kvæntist þá í desembermánuði 1926 Ágústu dóttur Ingólfs héraðslæknis Gíslasonar og Oddnýjar Ólafar Vigfúsdóttur. Það var hrynjandi í nöfnunum Thor og Ágústa. Thor merkir hinn sterki, það er nafn þrumuguðsins, en Ágústa er hin ágæta, hin bezta. Frú Ágústa varð og eiginmanni sínum hin ágætasta. Hún hafði fríðleik kvenna, svo að af bar, og sómdi sér því vel við hlið hins glæsilega eiginmanns. Flún veitti honum innilega hjartahlýju, — hún bar í brjósti listræna hæfileika, var söngvin og músíkölsk og hefir síðar á ævinni sýnt aðlaðandi hæfileika í málaralist. Heimili þeirra hjóna hér í Reykjavík var vermireitur vináttu og glæsibrags. Flið íslenzka heimili þeirra í Vesturálfu var þeim og þjóð þeirra til sæmdar og griðastaður margra landa, sem lögðu land undir fót. Thor Thors bjó sig því að því leyti einnig vel undir ævistarfið að eignast frú Ágústu að lífsförunaut. * Hér verður fyrst vikið að þætti stjórnmálanna í lífsstarfi Thors Thors. Er það og eðlilegt vegna þess, að þau leita svo fljótt á hug hans og móta mest við- horfin á fyrri hluta æviskeiðsins. Þegar athugaður er stjórnmálaferill Thors Thors kemur í ljós, að hann einkennist öðru fremur af hinum stærri málum, markast af hugsjónum og hin- um „breiðari línum“, ef svo mætti segja. Þessi einkenni eru svo rík í fari hans, að þau setja einnig svipmót á störf hans síðar á ævinni á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna, þar sem hann heldur uppi vörn fyrir rétti nýlenduþjóða til sjálfstæðis, er ótrauður liðsmaður í baráttunni gegn kynþáttakúgun og misrétti og talsmaður jafnréttis og frelsis, svo sem síðar skal að vikið. í samræmi við það, sem nú hefir verið greint, má segja, að Thor Thors hafi haslað sér völl á stjórnmálasviðinu með ýtarlegri og merkri grein um kjördæma- skipunina, sem hann ritaði í Vöku, tímarit handa íslendingum, II. árgang, 1928. Það eru nokkur athyglisverð atriði, er liggja utan efnis þessarar greinar, sem ástæða er til að benda á, áður en frekar er vikið að þessari grein um kjör- dæmaskipunina. Vaka var tímarit, sem hóf göngu sína með útgefendum ekki af verri end- anurn, en þeir voru: prófessorarnir Ágúst H. Bjarnason, Árni Pálsson, Guð- mundur Finnbogason, Ólafur Fárusson og Sigurður Nordal, ennfremur Jón Sigurðsson, skrifstofustjóri Alþingis, Kristján Albertsson, sem þá var ritstjóri og síðar rithöfundur, Páll ísólfsson, tónskáld og loks Ásgeir Ásgeirsson, þáver- andi fræðslumálastjóri, en núverandi forseti íslands. Þessi árgangur Vöku er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.