Andvari - 01.10.1967, Síða 8
110
JÓHANN HAFSTEIN
ANDVARI
Á vissan hátt má segja, að ævistarf Thors Thors hafi verið þríþætt: stjórn-
málastarf, athafnastarf og sendiherrastarf. En Thor gekk ekki einn að því að
vinna þetta þríþætta starf. Að loknu laganámi og eftir dvöl sína í Cambridge
kom Thor heim og kvæntist þá í desembermánuði 1926 Ágústu dóttur Ingólfs
héraðslæknis Gíslasonar og Oddnýjar Ólafar Vigfúsdóttur. Það var hrynjandi
í nöfnunum Thor og Ágústa. Thor merkir hinn sterki, það er nafn þrumuguðsins,
en Ágústa er hin ágæta, hin bezta. Frú Ágústa varð og eiginmanni sínum hin
ágætasta. Hún hafði fríðleik kvenna, svo að af bar, og sómdi sér því vel við
hlið hins glæsilega eiginmanns. Flún veitti honum innilega hjartahlýju, — hún
bar í brjósti listræna hæfileika, var söngvin og músíkölsk og hefir síðar á ævinni
sýnt aðlaðandi hæfileika í málaralist. Heimili þeirra hjóna hér í Reykjavík var
vermireitur vináttu og glæsibrags. Flið íslenzka heimili þeirra í Vesturálfu var
þeim og þjóð þeirra til sæmdar og griðastaður margra landa, sem lögðu land
undir fót. Thor Thors bjó sig því að því leyti einnig vel undir ævistarfið að
eignast frú Ágústu að lífsförunaut.
*
Hér verður fyrst vikið að þætti stjórnmálanna í lífsstarfi Thors Thors. Er
það og eðlilegt vegna þess, að þau leita svo fljótt á hug hans og móta mest við-
horfin á fyrri hluta æviskeiðsins.
Þegar athugaður er stjórnmálaferill Thors Thors kemur í ljós, að hann
einkennist öðru fremur af hinum stærri málum, markast af hugsjónum og hin-
um „breiðari línum“, ef svo mætti segja. Þessi einkenni eru svo rík í fari hans,
að þau setja einnig svipmót á störf hans síðar á ævinni á allsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna, þar sem hann heldur uppi vörn fyrir rétti nýlenduþjóða til
sjálfstæðis, er ótrauður liðsmaður í baráttunni gegn kynþáttakúgun og misrétti
og talsmaður jafnréttis og frelsis, svo sem síðar skal að vikið.
í samræmi við það, sem nú hefir verið greint, má segja, að Thor Thors hafi
haslað sér völl á stjórnmálasviðinu með ýtarlegri og merkri grein um kjördæma-
skipunina, sem hann ritaði í Vöku, tímarit handa íslendingum, II. árgang,
1928. Það eru nokkur athyglisverð atriði, er liggja utan efnis þessarar greinar,
sem ástæða er til að benda á, áður en frekar er vikið að þessari grein um kjör-
dæmaskipunina.
Vaka var tímarit, sem hóf göngu sína með útgefendum ekki af verri end-
anurn, en þeir voru: prófessorarnir Ágúst H. Bjarnason, Árni Pálsson, Guð-
mundur Finnbogason, Ólafur Fárusson og Sigurður Nordal, ennfremur Jón
Sigurðsson, skrifstofustjóri Alþingis, Kristján Albertsson, sem þá var ritstjóri
og síðar rithöfundur, Páll ísólfsson, tónskáld og loks Ásgeir Ásgeirsson, þáver-
andi fræðslumálastjóri, en núverandi forseti íslands. Þessi árgangur Vöku er