Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 16
118
JÓHANN HAFSTEIN
ANDVARI
3) Álcvæðin um sáttatilraunir í vinnudeilum eru aukin, og skylda og vald
sáttasemjara skerpt frá því, sem nú er.
4) Stofnaður er Vinnudómstóll Islands (tilsvarandi Félagsdómi nú), er
sker úr öllurn ágreiningi út af samningum vinnuveitenda og verka-
manna. —
Réttur verkamanna til að beita verkfalli og vinnuveitenda til verk-
sviptingar, til að knýja frarn kröfur þeirra, er látinn haldast að höfuðefni,
en skyldur þjóðfélagsins til að hindra slík örþrifaráð eru auknar og vald
þess yfir þessum málum tryggt nokkuð.“
f framsöguræðu segir Thor:
„Það eru þekkt dæmi um margar vinnustöðvanir hér á undanförnum
árum, og mjög vafasamt, hvort aðilar hafa nokkuÖ hagnazt á þeim, annar-
hvor eða báðir, en hitt er vitaÖ, að slíkar deilur eru alltaf háðar á kostnað
þjóðfélagsins í heild. Þjóðfélagið hefir því ástæÖu til að grípa hér inn í
til þess að forða sér frá voða, en hér er um viðkvæmt mál að ræða, og fer
því bezt á að ganga ekki lengra en það, að réttur beggja aðila sé viður-
kenndur, bæði réttur vinnuveitenda til að ráða sem mest yfir atvinnu-
tækjum sínum, og hinsvegar réttur þeirra, sem selja vinnu sína, til að
koma fram kröfum sínum með verkfalli, ef nauðsyn krefur, en til þeirra
ráða á ekki að grípa fyrr en aðrar leiðir hafa verið reyndar til þrautar,
því að það er að grípa til örþrifaráða."
Þó að frumvarp þetta næði ekki fram að ganga verður ekki um það deilt,
að með því gerist Thor brautryðjandi að þeirri löggjöf, sem síðar var sett um
stéttarfélög og vinnudeilur. Forsætisráðherrann, Hermann Jónasson, tók frv.
vel og lét svo um mælt: „Mér viröist þannig gengið frá þessu frv., að það sé
mjög líklegt, að því geti orðið vel tekið frá háðum aðilum.“ Hann talaði líka
um frv. sem slíkan lagabálk, að teljast mætti „ný stjórnarskrá viÖvíkjandi þeim
deilumálum, sem hafa verið viðkvæmust í þessu landi“. ASrir reyndu að tefja
máliÖ sem mest og gera flutningsmann tortryggilegan. En það var sammerkt
með þeim hræðrum, Ólafi og Thor, að enda þótt þeir væru meðeigendur í
stærsta atvinnufyrirtæki landsins, þá nutu þeir ætíð trausts bæði verkamanna
og sjómanna, sem margir vissu af persónulegri reynslu og almennt var viður-
kennt, að þeir hræður voru manna ólíklegastir til þess að níðast á öðrum. Hitt
má svo vissulega um deila, sem ekki verður þó hér gert, hvort ekki hefði reynzt
öllu heilladrýgra að lögfesta frv. Thors fremur en síðari löggjöf með ýmsum