Andvari - 01.10.1967, Side 21
ANDVAW
THOR THORS
123
New York, og tók hann viS því starfi 1. september sama ár. Hann var skipaður
sendiherra í Bandaríkjum Norður-Ameríku 23. okt. 1941.
Meðan Thor gegndi aðalræðismannsstarfinu í New York hafði hann, auk
venjulegra aðalræðismannsstarfa, með höndum allan erindrekstur íslenzku ríkis-
stjómarinnar við stjóm Bandaríkjanna og hafði samkvæmt samkomulagi við
utanríkisráðuneytið í Washington beint samband við það sem fulltrúi íslands.
Sendiherrastarfið varð því beint framhald af aðalræðismannsstarfinu, en sendi-
herrastaðan í Washington var fyrsta sendiherrastaða, sem íslendingar stofnuðu
utan Danmerkur. Eftir að Bandaríkin höfðu tekið að sér hervernd íslands með
samningi við íslenzku ríkisstjómina í júlí 1941, en brezki herinn, sem hernam
Island í maí 1940, hvarf þá á brott, höfðu Bandaríkin óskað þess að senda sér-
stakan sendiherra til íslands. Hlýddi þá, samkvæmt alþjóÖlegri diplomatiskri
venju, að ísland hefði einnig sérstakan sendiherra í Washington. En nauðsyn
sendiráðsins í Washington byggðist þó fyrst og fremst á vaxandi samskiptum
Islands og Bandaríkjanna, eftir að sú varð raunin, að til Bandaríkjanna urðu
íslendingar að sækja sínar lífsnauðsynjar, þar sem Evrópa lokaðist æ meir fyrir
almennum viðskiptum af styrjaldarástæðum.
Engum, sem til þekkir, blandast hugur um það, að Thor Thors bjó yfir
afburða hæfileikum til þess að takast á hendur sendiherrastarf og reyndist líka
afburðamaður á því sviði. Um það er auÖvelt að leiða mörg vitni úr ýmsum
áttum, innlend og erlend og þau, sem mættu bezt til þekkja. Fyrrverandi utan-
ríkisráðherra, Guðmundur I. Guðmundsson, segir um Thor Thors eftirfarandi
(Alþ.bl. 14. jan. 1965): „Ég kynntist störfum Thors Thors áður en ég kynntist
honurn persónulega að nokkru ráði. Þegar ég kom í utanríkisráðuneytið fyrir
rúmum átta árum, var eitt af mínum fyrstu verkum að kynna mér skýrslur
hans um málefni þau, sem Sameinuðu þjóðirnar fjölluðu um og málefni þau,
sem ísland varðaði í Washington. Það vakti strax athygli mína, hversu vel þessi
fáliÖaði sendiherra fylgdist með meðferÖ mála og hve ítarlegar og greinargóðar
skýrslur hans voru. Þær báru það ekki aðeins með sér, að vel og drengilega var
á verði staÖið um hagsmuni þjóðarinnar, heldur sýndu þær einnig, að mikil
alúð og vinna var lögð í að styðja málstaÖ undirokaðra þjóða á vettvangi Sam-
einuðu þjóðanna og að starfað var á grundvelli hugsjónarinnar um frið, jafn-
rétti og frelsi manna og þjóða. SíÖar átti ég eftir að kynnast því betur, hversu
mikillar virðingar og álits Thor Thors hafði aflað þjóð sinni og sjálfum sér
tneð ótrauÖum og markvissum stuðningi við allar fegurstu hugsjónir Sameinuðu
þjóðanna".
Hér skulu einnig tilfærð ummæli Sigurðar Skúlasonar, magisters, er hann
viðhefur í samtalsgrein við Thor urn störf sendiráðsins í Washington og birtist