Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1967, Side 21

Andvari - 01.10.1967, Side 21
ANDVAW THOR THORS 123 New York, og tók hann viS því starfi 1. september sama ár. Hann var skipaður sendiherra í Bandaríkjum Norður-Ameríku 23. okt. 1941. Meðan Thor gegndi aðalræðismannsstarfinu í New York hafði hann, auk venjulegra aðalræðismannsstarfa, með höndum allan erindrekstur íslenzku ríkis- stjómarinnar við stjóm Bandaríkjanna og hafði samkvæmt samkomulagi við utanríkisráðuneytið í Washington beint samband við það sem fulltrúi íslands. Sendiherrastarfið varð því beint framhald af aðalræðismannsstarfinu, en sendi- herrastaðan í Washington var fyrsta sendiherrastaða, sem íslendingar stofnuðu utan Danmerkur. Eftir að Bandaríkin höfðu tekið að sér hervernd íslands með samningi við íslenzku ríkisstjómina í júlí 1941, en brezki herinn, sem hernam Island í maí 1940, hvarf þá á brott, höfðu Bandaríkin óskað þess að senda sér- stakan sendiherra til íslands. Hlýddi þá, samkvæmt alþjóÖlegri diplomatiskri venju, að ísland hefði einnig sérstakan sendiherra í Washington. En nauðsyn sendiráðsins í Washington byggðist þó fyrst og fremst á vaxandi samskiptum Islands og Bandaríkjanna, eftir að sú varð raunin, að til Bandaríkjanna urðu íslendingar að sækja sínar lífsnauðsynjar, þar sem Evrópa lokaðist æ meir fyrir almennum viðskiptum af styrjaldarástæðum. Engum, sem til þekkir, blandast hugur um það, að Thor Thors bjó yfir afburða hæfileikum til þess að takast á hendur sendiherrastarf og reyndist líka afburðamaður á því sviði. Um það er auÖvelt að leiða mörg vitni úr ýmsum áttum, innlend og erlend og þau, sem mættu bezt til þekkja. Fyrrverandi utan- ríkisráðherra, Guðmundur I. Guðmundsson, segir um Thor Thors eftirfarandi (Alþ.bl. 14. jan. 1965): „Ég kynntist störfum Thors Thors áður en ég kynntist honurn persónulega að nokkru ráði. Þegar ég kom í utanríkisráðuneytið fyrir rúmum átta árum, var eitt af mínum fyrstu verkum að kynna mér skýrslur hans um málefni þau, sem Sameinuðu þjóðirnar fjölluðu um og málefni þau, sem ísland varðaði í Washington. Það vakti strax athygli mína, hversu vel þessi fáliÖaði sendiherra fylgdist með meðferÖ mála og hve ítarlegar og greinargóðar skýrslur hans voru. Þær báru það ekki aðeins með sér, að vel og drengilega var á verði staÖið um hagsmuni þjóðarinnar, heldur sýndu þær einnig, að mikil alúð og vinna var lögð í að styðja málstaÖ undirokaðra þjóða á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna og að starfað var á grundvelli hugsjónarinnar um frið, jafn- rétti og frelsi manna og þjóða. SíÖar átti ég eftir að kynnast því betur, hversu mikillar virðingar og álits Thor Thors hafði aflað þjóð sinni og sjálfum sér tneð ótrauÖum og markvissum stuðningi við allar fegurstu hugsjónir Sameinuðu þjóðanna". Hér skulu einnig tilfærð ummæli Sigurðar Skúlasonar, magisters, er hann viðhefur í samtalsgrein við Thor urn störf sendiráðsins í Washington og birtist
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.