Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1967, Side 22

Andvari - 01.10.1967, Side 22
124 JÓHANN HAFSTEIN ANDVARI í tveim heftum tímarits Sigurðar, Samtíðinni, 1948, 9. og 10. hefti. Sigurður hafði þá verið í Bandaríkjunum og haft nokkur kynni af starfsemi Thors. Greinin hefst þannig: „Það er örðugt að hugsa sér, að íslenzkur embættismaður fái notið öllu meiri virðingar og vinsælda í umsvifamiklu og vandasömu starfi en Thor Thors, sendiherra fslands í Bandaríkjunum, hefir öðlazt. Hann er einn þeirra yfirburða starfsmanna, sem alltaf virðast hafa tíma til að sinna vandamálum þeirra, er til hans leita, hversu rnargt og mikið, sem kallar að í senn. Og hann hefir þráfaldlega sýnt, að hann kann að leysa örðug viðfangsefni far- sællega. Þeir Bandaríkjamenn, sem ég hef hitt og kynnzt hafa sendiherranum og vinnubrögðum hans, hafa borið á hann fádæma lof, og svipuðu máli gegnir um fjölmarga íslendinga, er notið hafa margháttaðrar fyrirgreiðslu hans og velvildar. Heimili sendiherrahjónanna í Washington er að maklegleikum mjög rómað fyrir alúðlega gestrisni“. Hér mætti skjóta inn skemmtilegri, fallegri og einkennandi sögu. Þau sendiherrahjónin höfðu eitt sinn boðið til sín í veizlu að jólum hverjum manni af tveim áhöfnum íslenzkra skipa, sem lágu um hátíðina í New York. Þetta er eitt dæmi gestrisni þeirra. Llm kvöldið tók sendiherrann konu sína afsíðis, benti yfir gestahópinn og sagði við hana á þessa lund: Hvaða sendiherra annar í Washington heldur þú að gæti boðið til sín tveim áhöfnum farskipa, sem af tilviljun liggja í höfn, og haft jafn glæstan og myndarlegan gestahóp? Þetta atvik ber jafnframt vott um hinn einlæga þjóðarmetnað sendiherrans, sem jafnan einkenndi hann í störfum fyrir land sitt. Til þess að átta sig á því óhemju verki og margþætta, sem lagðist á sendi- herra íslands í Washington á styrjaldarárunum, er nauðsynlegt að rifja nokkuð upp margvíslegar aðstæður þeirra tíma, þar sem nú er nokkuð langt um liðið. Þrátt fyrir mjög þýðingarmikið, stjórnmálalegt fyrirsvar sendiherrans á styrjaldarárunum, voru viðskiptamálin aðalstörf sendiráðsins á þessum tíma, þau umsvifamestu og tímafrekustu. Sendiráðið þurfti að standa í útvegun á öllum vörum, smærri sem stærri, útvegun á skipakosti til að flytja varninginn heim, því að íslenzki skipastóllinn var allsendis ófullnægjandi. Ennfremur stóð sendiráðið í því að selja íslenzkar afurðir. Á þessum árum þurfti útflutnings- leyfi fyrir öllurn vörum, sem seldar voru frá Bandaríkjunum. Allar beiðnir um útflutningsleyfi til Islands voru sendar til sendiráðsins, og sendiráðið kom þeim á framfæri við stjórnarskrifstofurnar í Washington. Ennfremur þurfti forgangs- leyfi til framleiðslu allra þeirra vörutegunda og tækja, sem erfiðast var um útvegun á. Einnig slíkar umsóknir voru sendar íslenzka sendiráðinu, þegar því var að skipta, og sendiherrann þurfti þá að eiga í stöðugum fundahöldum og eftirrekstri hjá hinum ýmsu stjórnarskrifstofum. Llm þetta liggja fyrir nokkrar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.