Andvari - 01.10.1967, Qupperneq 35
ANDVARI
THOR THORS
137
um um frelsi og sjálfstæði þjóðanna. Frelsi lslands þýðir frelsi heimsins, rifting
þess er boðun næstu heimsstyrjaldar.
Á þessari helgi- og hátíðarstundu horfum vér Islendingar vonglaðir mót
framtíðinni. Við oss blasa tún og akrar frjósamra og fagurra sveita. Vér sjáum
skipin koma að landi, hlaðin þeim feng, er færir oss afl þeirra hluta, sem gjöra
skal. Vér sjáum nýjar verksmiðjur, sem rísa upp til að hagnýta fyrir oss þann
auð, sem íslenzkir sjómenn færa í þjóðarbúið. Vér sjáum aukna menningu,
fjölgandi skóla og sterka kirkju. Vér sjáum starfsglaða þjóð og hamingjusama.
Vér minnumst nú á þessari stundu og heiðrum hinn nýkjörna forseta
Islands, og óskum honum persónulega alls velfarnaðar og þjóðinni giftu undir
forystu hans og leiðsögn.
Það var Jónas Hallgrímsson, er sagði:
„Veit þá engi, að eyjan hvíta
á sér enn vor, ef fólkið þorir
guði að treysta, hlekki hrista,
hlýða réttu, góðs að bíða?“
Vér skulum vona það, að íslenzka þjóðin þori ætíð Guði að treysta. Vér
skulum vona það, að íslenzka þjóðin hafi úr þessu fáa hlekki að hrista. Vér
skulum vona, að þjóðin þori réttu að hlýða. Fari svo, þá mun ætíð góðs að bíða.
Vér vitum, að ísland er lítið í augurn heimsins. Vér sjáum þó með stolti,
að það hefur aldrei verið stærra en í dag. Hvað sem því líður, þá vitum vér þó,
að móðurjörð vor verður ætíð fegurst og skærst og að eilífu stærst í ást og í
vordraumum barna sinna. Vordraumar Islendinga eru miklir og glæsilegir nú
í dag. En því aðeins geta þeir rætzt, að hver íslendingur geri skyldu sína, sýni
manndóm og trúmennsku í þjónustu sinni fyrir föðurlandið.
Þess strengja allir Islendingar einlæglega heit á þessum degi.
Guð verndi íslenzka lýðveldið og blessi íslenzku þjóðina."
Það, sem nú var vitnað til, greinir frá þátturn úr lífi Thors Thors við
undirbúning og í sambandi við stofnun lýðveldis á Islandi. En Thor Thors
átti oft eftir að vera aufúsugestur og eftirsóttur ræðumaður á íslendingamótum
vestan hafs, og marga hátíð hélt hann íslendingum sjálfur. Á 20 ára afmæli
lýðveldisins sótti hann síðasta Islendingafagnaðinn af slíku tagi og þá hélt
hann sína síðustu ræðu um sjálfstæði og frelsi lands síns. Þessi ræða ber þes
glöggan vott, hversu sendiherrann, sem nú hafði lifað í nær aldarfjórðung að
heiman, var ætíð í lífrænum tengslum við þróunina heima á íslandi, hversu
ástin á íslandi var djúpstæð í huga hans, hversu vonin og þráin um velferð