Andvari - 01.10.1967, Page 39
ANDVARI
THOR THORS
141
að ætt vor stóð engum að baki
að atgervi, drengskap og snilld“.
Það vermir alltaf hugann að heimsækja þetta okkar þjóðarbrot, og það
mun satt reynast, að
„Standa skal í starfsemd andans
stofninn einn, með greinum tveim“.
Eg veit það, að hér í kvöld er margt fólk, sem dvalið hefir hér í þessu
mikla landi um lengri tíma, jafnvel árum sarnan. Það hefir komið hingað til
að menntast eða til að vinna að íslenzkum hagsmunum. Ekki veit ég hvenær
hugsað er til heimferðar, en ég vil vona að segja rnegi með stórskáldi voru,
Einari Benediktssyni, að
„Vor landi vill mannast á heimsins hátt,
en hólminn á starf hans, líf lrans og mátt —
og í vöggunnar landi skal varðinn standa“.
Við megurn heita hamingjusöm þjóð, Islendingar. Við erurn öll af sarna
stofni, öll einnar ættar. Allir íslendingar eru rneira eða minna skyldir eða
tengdir. Við viljum ekki þekkja neinn stéttamun. Við eigum allir eina og sömu
tungu, tungu þá, sem er list, sem logar af hreysti, og verið hefir þjóðinni guð-
leg rnóðir,
„hjartans skjól, þegar burt var sólin,
hennar ljós í lágu hreysi,
langra kvelda jólaeldur".
Það mun alltaf þykja eitt af afrekum mannkynssögunnar, að urn 130,000
manns gátu endurreist sjálfstætt lýðveldi og hlotið einróma viðurkenningu
allra stórvelda heimsins, og raunar allra þjóða, á sjálfstæði og fullveldi þessa
ríkis. Þetta varð, er íslandi var fagnað með alþjóðalofi við inntöku í félagsskap
hinna Sameinuðu þjóða hinn 19. nóvember 1946. Á þeim tíma var torsóttara
en síðar varð að gjörast þar fullgildur aðili. Á þetta afrek Islendinga má aldrei
skuggi falla. Nú er og verður vandi okkar að vernda og efla fullveldi ríkis
vors og andlegt og efnalegt sjálfstæði þjóðar vorrar. Alheimur mun veita því
athygli. Ekki okkar vegna, heldur fyrir þá sök, að íslenzka ríkið rná enn kallast
tilraun í sögu samskipta þjóðanna að fornu og nýju, sem góðum og gáfuðum