Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1967, Síða 42

Andvari - 01.10.1967, Síða 42
144 JÓHANN HAFSTEIN ANDVARI Margur þekkti Thor Thors og mörgum var hann harmdauði öðrum en íslendingum. Mátti kenna þess glöggan vott við fráfall hans í samúðarkveðj- urn og umsögnum svo fjölmargra um hið mæta ævistarf hans. Þótt ekki þyki hlýða að rekja slíkt að ráði, má þó minna á nokkur atriöi i þessu sambandi, sem segja sína sögu og endurspegla jafnframt almenn viðhorf. Forseti Bandaríkjanna og kona hans, Lady Bird Johnson, sendu frá Ágústu samúðarkveðjur þar sem jafnframt segir: „Flið þrotlausa starf scndiherrans í stjórnartíð fimm Bandaríkjaforseta, samfara alúð hans og góðvild og hinni ein- lægu ást hans á landi sínu, sem allir, sem þekktu hann, heilluðust af, veldur því, að við höfum öll misst mikið við andlát hans“. U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lét svo um mælt: „Hans verður sárt saknað af öllum samstarfsmönnum hans hjá S. Þ., sem þekktu hann og dáðu á hinum langa og framúrskarandi ferli hans sem fastafulltrúi íslands hjá samtökunum". Adlai E. Stevenson, senr var um mörg ár fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá S. Þ., taldi hann einn sinna traustu vina og sagði: „Hann var mikill rnaður — og dáðríkra starfa hans verður lengi minnzt“. Forsætisráðherra Kanada, Lester B. Pearson, taldi Thor einn sinna elztu og kærustu vina og segir: „Mér þykir heiður að því að hafa átt samstarf við hann hjá S. Þ., þar sem hans verður lengi minnzt fyrir ómetanlega þjónustu og merk störf.“ Hemy Cabot Lodge, sem nú er ambassador Bandaríkjanna í Suður- Vietnam, minnist átta ára fastafulltrúastarfs síns hjá S. Þ. og segir í því sam- bandi: „Thor Thors er maður, sem sker sig úr, — ætíð skynsamur, ætíð kurteis og alltaf kjarkmikill." Nelson A. Rockefeller, ríkisstjóri í New York fylki segir „að hafa muni óafmáanleg áhrif aldarfjórðungs sendiherrastarf Thors fyrir Island sem og óþreytandi elja hans hjá S Þ.“ Richard Beck mælir fyrir hönd Vestur-íslendinga: „Með mikilvægu full- trúastarfi sínu á erlendum vettvangi áratugum saman hafði Thor innt af hendi í þágu íslenzku þjóðarinnar það verk, sem seint verður metið til fulls, og sam- tímis borið hróður hennar víða um lönd. Okkur Vestur-íslendingum hafði liann verið traustur og hollráður velunnari, og þekki ég það manna bezt eftir margra ára nána samvinnu okkar í þjóðræknismálunum.” Charlos P. Romulo, sem um skeið var áhrifamaður á þingi S. Þ. sem aðalfulltrúi Filippseyja og forseti allsherjarþingsins 1949—1950, (en hann hefir síðan verið utanríkisráðherra og ambassador og forseti báskóla Filippseyja síðan 1962), minnist Thors í bréfi til ekkju hans þannig: „Við sjáum enn fyrir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.