Andvari - 01.10.1967, Page 47
ANDVARI
LÍFIÐ í BRJÓSTI MANNS
149
— HvaSa hænur, Jón minn?
— Þessar andskotans pútur þínar, kona.
— Hvaða óskaplegt drykkjuraus er þetta.
— Það er hægt að gefa þeim annars staðar en hér inni á stofugólfi, sagði
Jón.
— Ég veit ekki um hvað þú ert að tala, sagði Guðlaug.
Hann heyrði hana loka hurðinni og fara. Það var ekki von hún skildi það
garmurinn, að nú var kominn hennar dagur að hlýða. Hann lá kyrr og hlustaði.
Hænurnar kroppuðu án afláts. Það var ekki um annað að gera en fara fram og
gera henni skiljanlegt að hún yrði að reka þær út. Hún var eins og sauðkindin,
það hafði hann alltaf sagt. Mýrarhúsa-Jón saug upp í nefið. Hér er allt að fyll-
ast af reyk, hugsaði hann. Það hefur slegið niður í eldavélinni. Hún getur ekki
einu sinni kveikt eld svo vel fari. Hann fór að huga að buxunum sínum en hann
sá þær ekki og heldur ekki jakkann eða peningaveskið. Hún hafði hirt fötin
til að hann kæmist ekki á fætur fyrr en henni sýndist. Hænurnar virtust herða
sig við að kroppa. Hann lagði hönd á þilið yfir rúminu til að styðja sig á meðan
hann var að rísa upp. Þilið var heitt viðkomu og hann leit snöggt á vegginn sem
var að byrja að dökkna. Um leið sá hann reykinn koma út fyrir ofan ofninn,
sem stóð aftan við rúmið. Mikið helvíti, varð Mýrarhúsa-Jóni að orði. Bærinn
er að brenna.
— Guðlaug, kallaði hann.
Hún kom strax, alveg eins og hún hefði beðið á ganginum fram í eldhúsið.
— Hvaða óskapleg köll eru þetta í þér? sagði hún.
— Það er að brenna. Sérðu, það rýkur úr veggnum. Bærinn er að brenna,
manneskja.
— Guð almáttugur, sagði hún og fékk hósta af reyknum, sem kominn var í
stofuna. — Kýrnar, Jón. Við verðum að bjarga kúnum. Liggðu ekki þarna eins
og slytti, maður.
— Leystu þær sjálf, sagði hann.
Konan þaut út, og eldurinn gaus út úr veggnum við hurðarskellinn.
— Skilurðu mig eftir á brókinni, kallaði hann. — Hvar eru fötin mín? Á að
brenna mig inni?
Stofan var að fyllast af reyk og það gnast hátt í veggnum, þar sem fyrstu
logárnir höfðu brotizt í gegn. Hann þeyttist úr rúminu í hörðu hóstakasti
og fór í stórum boga að stofudyrunum og lokaði þeim vel á eftir sér og einnig
hurðinni inn í eldhúsið. Eldurinn hlaut að vera í torfveggnum milli eldhússins
og baðstofunnar. Hann fann það á reyknum. Það leyndi sér ekki lyktin, þegar
torf var að brenna. Það var næstum enginn reykur kominn í eldhúsið en nú