Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1967, Page 47

Andvari - 01.10.1967, Page 47
ANDVARI LÍFIÐ í BRJÓSTI MANNS 149 — HvaSa hænur, Jón minn? — Þessar andskotans pútur þínar, kona. — Hvaða óskaplegt drykkjuraus er þetta. — Það er hægt að gefa þeim annars staðar en hér inni á stofugólfi, sagði Jón. — Ég veit ekki um hvað þú ert að tala, sagði Guðlaug. Hann heyrði hana loka hurðinni og fara. Það var ekki von hún skildi það garmurinn, að nú var kominn hennar dagur að hlýða. Hann lá kyrr og hlustaði. Hænurnar kroppuðu án afláts. Það var ekki um annað að gera en fara fram og gera henni skiljanlegt að hún yrði að reka þær út. Hún var eins og sauðkindin, það hafði hann alltaf sagt. Mýrarhúsa-Jón saug upp í nefið. Hér er allt að fyll- ast af reyk, hugsaði hann. Það hefur slegið niður í eldavélinni. Hún getur ekki einu sinni kveikt eld svo vel fari. Hann fór að huga að buxunum sínum en hann sá þær ekki og heldur ekki jakkann eða peningaveskið. Hún hafði hirt fötin til að hann kæmist ekki á fætur fyrr en henni sýndist. Hænurnar virtust herða sig við að kroppa. Hann lagði hönd á þilið yfir rúminu til að styðja sig á meðan hann var að rísa upp. Þilið var heitt viðkomu og hann leit snöggt á vegginn sem var að byrja að dökkna. Um leið sá hann reykinn koma út fyrir ofan ofninn, sem stóð aftan við rúmið. Mikið helvíti, varð Mýrarhúsa-Jóni að orði. Bærinn er að brenna. — Guðlaug, kallaði hann. Hún kom strax, alveg eins og hún hefði beðið á ganginum fram í eldhúsið. — Hvaða óskapleg köll eru þetta í þér? sagði hún. — Það er að brenna. Sérðu, það rýkur úr veggnum. Bærinn er að brenna, manneskja. — Guð almáttugur, sagði hún og fékk hósta af reyknum, sem kominn var í stofuna. — Kýrnar, Jón. Við verðum að bjarga kúnum. Liggðu ekki þarna eins og slytti, maður. — Leystu þær sjálf, sagði hann. Konan þaut út, og eldurinn gaus út úr veggnum við hurðarskellinn. — Skilurðu mig eftir á brókinni, kallaði hann. — Hvar eru fötin mín? Á að brenna mig inni? Stofan var að fyllast af reyk og það gnast hátt í veggnum, þar sem fyrstu logárnir höfðu brotizt í gegn. Hann þeyttist úr rúminu í hörðu hóstakasti og fór í stórum boga að stofudyrunum og lokaði þeim vel á eftir sér og einnig hurðinni inn í eldhúsið. Eldurinn hlaut að vera í torfveggnum milli eldhússins og baðstofunnar. Hann fann það á reyknum. Það leyndi sér ekki lyktin, þegar torf var að brenna. Það var næstum enginn reykur kominn í eldhúsið en nú
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.