Andvari - 01.10.1967, Page 51
ANDVARI
LÍFIÐ í BRJÓSTI MANNS
153
hverja flík til að klæðast. Hún ætlaði sýnilega að láta hann hírast þarna allan
daginn. Nú, þegar allt var að glutrast úr höndum hennar skipti hann víst ekki
miklu rnáli. Þannig var þetta hyski, sem hélt að það ætti eitthvað sem gæti
brunnið. Það rýndi oní öskuna á eftir og ímyndaði sér livar einn eða annar
hlutur hafði staðið og verðlagði þá í huganum urn leið og lagði saman unz það
hafði nælt sér í sæmilegt brunatjón. Og svo sögðu grannarnir að ósköp væri að
vita hvernig eigurnar hefðu farið. Það var eins og engurn dytti í hug að stund-
um var þrifnaður að bruna. Mýrarhúsa-Jón hló oní lautina. Það hafði svo sem
ekki veitt af meiri þrifnaði á þessu heimili, hugsaði hann og skálaði í andanum
fyrir því sem var að brenna.
Þegar hann leit upp sá hann ungling á brúnum samfestingi koma gang-
andi niður túnið með byssuna. Hann hélt henni framan á sér eins og þeir einir
gera sem aldrei hafa kornið nálægt skotvopni. Honum fannst ósköp að sjá hvern-
ig pilturinn bar byssuna.
— Réttu mér þetta áður en þú rneiðir þig á því, sagði hann við unglinginn,
sem laut niður og lét Mýrarhúsa-Jón taka vopnið úr krepptum olnbogabótunum.
— Þú átt aldrei að halda svona á byssu, góðurinn. Þú veizt ekki hvar það lendir,
ef þú missir úr henni svona.
— Ég hélt ekki hún væri hlaðin. Guðlaug fékk mér hana bara og bað mig
að halda á henni til þín, sagði unglingurinn.
— Á, gerði hún það. Hún þykist víst geta rázkað núna.
— Notarðu hana þessa á refina? sagði unglingurinn.
— Ég nota hana á hvað sem er. Hún er jafngóð við allar veiðar.
— Er nokkuð að hafa nema refi og rjúpur?
— Varla, sagði Mýrarhúsa-Jón. — En það rnætti alltaf reyna að auka fjöl-
breytnina.
Unglingurinn virti hann fyrir sér og horfði niður eftir honum og á tösk-
una og brennivínið.
— Viltu einn dramm? sagði Mýrarhúsa-Jón.
— Nei, ég verð að fara. Þeir ætla að leggja í frambæinn.
— Leggja í frambæinn? hváði Mýrarhúsa-Jón. — Ætla þeir að kveikja í
honum?
— Nei, nei, sagði unglingurinn. — Þeir ætla að rífa timbrið innan úr hon-
um til að það brenni ekki. Eldhúshurðin er að verða brunnin í gegn og brunn-
urinn orðinn næstum þurr og Bjarni í Teigi segir að ekki sé annað að gera en
ganga með járnum á frambæinn og bjarga timbrinu.
— Hvað ætli eigi að gera við timbur, sem Bjarni í Teigi er búinn að ganga
á með járnum? sagði Mýrarhúsa-Jón.