Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1967, Page 51

Andvari - 01.10.1967, Page 51
ANDVARI LÍFIÐ í BRJÓSTI MANNS 153 hverja flík til að klæðast. Hún ætlaði sýnilega að láta hann hírast þarna allan daginn. Nú, þegar allt var að glutrast úr höndum hennar skipti hann víst ekki miklu rnáli. Þannig var þetta hyski, sem hélt að það ætti eitthvað sem gæti brunnið. Það rýndi oní öskuna á eftir og ímyndaði sér livar einn eða annar hlutur hafði staðið og verðlagði þá í huganum urn leið og lagði saman unz það hafði nælt sér í sæmilegt brunatjón. Og svo sögðu grannarnir að ósköp væri að vita hvernig eigurnar hefðu farið. Það var eins og engurn dytti í hug að stund- um var þrifnaður að bruna. Mýrarhúsa-Jón hló oní lautina. Það hafði svo sem ekki veitt af meiri þrifnaði á þessu heimili, hugsaði hann og skálaði í andanum fyrir því sem var að brenna. Þegar hann leit upp sá hann ungling á brúnum samfestingi koma gang- andi niður túnið með byssuna. Hann hélt henni framan á sér eins og þeir einir gera sem aldrei hafa kornið nálægt skotvopni. Honum fannst ósköp að sjá hvern- ig pilturinn bar byssuna. — Réttu mér þetta áður en þú rneiðir þig á því, sagði hann við unglinginn, sem laut niður og lét Mýrarhúsa-Jón taka vopnið úr krepptum olnbogabótunum. — Þú átt aldrei að halda svona á byssu, góðurinn. Þú veizt ekki hvar það lendir, ef þú missir úr henni svona. — Ég hélt ekki hún væri hlaðin. Guðlaug fékk mér hana bara og bað mig að halda á henni til þín, sagði unglingurinn. — Á, gerði hún það. Hún þykist víst geta rázkað núna. — Notarðu hana þessa á refina? sagði unglingurinn. — Ég nota hana á hvað sem er. Hún er jafngóð við allar veiðar. — Er nokkuð að hafa nema refi og rjúpur? — Varla, sagði Mýrarhúsa-Jón. — En það rnætti alltaf reyna að auka fjöl- breytnina. Unglingurinn virti hann fyrir sér og horfði niður eftir honum og á tösk- una og brennivínið. — Viltu einn dramm? sagði Mýrarhúsa-Jón. — Nei, ég verð að fara. Þeir ætla að leggja í frambæinn. — Leggja í frambæinn? hváði Mýrarhúsa-Jón. — Ætla þeir að kveikja í honum? — Nei, nei, sagði unglingurinn. — Þeir ætla að rífa timbrið innan úr hon- um til að það brenni ekki. Eldhúshurðin er að verða brunnin í gegn og brunn- urinn orðinn næstum þurr og Bjarni í Teigi segir að ekki sé annað að gera en ganga með járnum á frambæinn og bjarga timbrinu. — Hvað ætli eigi að gera við timbur, sem Bjarni í Teigi er búinn að ganga á með járnum? sagði Mýrarhúsa-Jón.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.