Andvari - 01.10.1967, Page 71
ANDVARI
GHSTIR FRÁ TUNGLINU
173
annars „Holmens faste stok“ (Hólmsins harða hrís), sem hann söng við heima-
gert lag. Með því skemmti hann af hugulsemi við dönskumælandi móður mína.
En hann kunni líka brot úr mjög fornum söng, færeyska vísu frá heiðinni tíð
um Sigurð, sem vo drekann mikla, og hestinn Grana, sem bar gull af heiðinni.
Aldrei þreyttist maður á þessuin söng, þetta var drápa fjallsins. Þegar söngnum
var lokið, þurrkaði hann sjálfan sig út aftur með hlátri og bað himneskrar bless-
unar yfir þennan litla hlustendahóp.
Rakul í Kirkjubæ.
Merkilegastur þessara þriggja gesta var þó kannski Tunglmaðurinn. Það
var ungur maður með dálítið sljótt og grannleitt andlit, en þetta andlit Ijómaði
af mikilli og að því er virtist takmarkalausri hamingju, eins og sjá má á drukkn-
um mönnum eða börnum með svefnærsl. Hann hafði dottið niður úr tunglinu
°g var orðinn sonur jarðarinnar, en hin ósegjanlega hamingja tunglsins bjó
stöðugt í sál hans — þetta varð þann veg að skilja. Tunglmaðurinn hafði sítt,
liðað hár, og í því sátu oft heystrá eða lyngklær, stundum líka ofurlítil eld-
gul blóðrót.