Andvari - 01.10.1967, Side 77
ANDVARI
GRÆNLAND ENDURSÉÐ
179
að og þangað — hálfdauðir úr hungri,
dettur manni í hug. En jafnskjótt og fyrstu
hurðinni er hrundið upp, hvort sem það
er hjá Filippó, sem fyrst er risið á fætur,
eða það er Móses, Jósúa eða Rasmus,
sem kemur út til þess að hella úr fyrsta
koppnum eða fötunni, þá er eins og
hundruð óðra úlfa stökkvi af himnum
ofan, einmitt þar sem opnað var. Flokk-
urinn berst ýlfrandi um fyrstu krásina.
Baráttan fyrir þörfum munns og maga
er hafin, og leikurinn berst frá einu hús-
inu til annars.
Kvenfólkið í byggðarlaginu þingar við
tjörnina, þar sem það þvær flíkur sínar.
Baðmullarfatnaður er hengdur til þerris,
°g alls konar plögg blakta í golunni í
löngum röðum eins og merkjaflögg.
Einn morguninn byrjar þokan að teygja
sig niður fjallaskörðin. Það boðar storm,
og nú verður írafár í byggðinni. Óveðrið
getur skollið á innan lítillar stundar, og
allir hlaupa. Flíkunum er vöðlað saman,
börnin rekin inn í kofana. Síðast er náð
í lítinn dreng, sem situr í rólu sinni undir
kvennabáti, er hvílir á stoðum með kjöl-
inn upp í loftið. Fleiri böndum er líka
brugðið á bátinn, og svo er skyndilega
allt orðið autt og mannlaust eins og ekki
sé kominn fótaferðartími.
Þegar veðrið skellur á, mun það sópa
með sér öllu, sem laust er. Það mun æða
um dalinn og þyrla kössurn og pappa-
stokkum upp í loftið. Vei hverri lifandi
veru, sem ekki hefur flúið í afdrep.
En að þessu sinni hefur náttúran leik-
ið á mennina, og eftir nokkra stund er
allt búið að fá sinn vanasvip. Fíundarnir,