Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1967, Side 79

Andvari - 01.10.1967, Side 79
ANDVARI GRÆNLAND ENDURSÉÐ 181 Mér skilst, að hann sé að tjá konungs- fjölskyldunni og gömlum umboðsmanni Danastjórnar á Austur-Grænlandi holl- ustu sína. Það er eins og allt sé af göflunum gengið í byggðarlaginu. Börnin ein leika sér að vanda eins og ekkert sé. Það er sunnudagur að morgni, hvíta- sunnudagur. Þá snjóar. Trosnaður, dansk- ur fáni blaktir á lítilli, skakkri fánastöng, og lítill drengur skekur stundabjölluna í hurðarkróknum fyrir framan kennslu- stofuna, sem þegar fyllist af fólki. Hér er líklega hver einasti maður í byggðinni, einnig börnin. Drykkurinn, sem eitraði þetta samfélag í gærkvöldi, virðist ekki lengur hafa vald á fólkinu (það var öl, sem bruggað er úr fíkjum, geri og sykri og drukkiÖ sleitulaust). Söngurinn hefst: „O, du min Immanuel, hvilken himmelglæde har du gjort min arme sjæl ved din purpurvæde". Síðan snarast Þorvaldur að kennara- púltinu og les guöspjallið. Við rísum öll a fætur nema Öðinn og Móses, sem sitja á fremsta bekk með hendur fyrir andlit- inu og hafa gleymt sér við fagnaÖarer- indið. Þorvaldur verður að gera hvort tveggja til skiptis, stíga í stólinn og leika á stofuorgelið, hann er hér bæði prestur og forsöngvari. En hann gerir þetta af tilgerðarlausum virÖuleika, sem kannski á rætur sínar að rekja til þess, að hann gleymir sjálfum sér við þetta tvíþætta skylduverk. Og á fólkinu má sjá, að orÖiÖ fær líf og kraft á vörum hans. Það finn ég líka sjálfur, þótt ég skilji ekki, hvað hann segir. Þetta er hátíðleg stund. Fáum dögum síðar tókst að koma vél- báti út úr firðinum. Og eftir örðuga sjó- ferð var rennt fyrir síðasta tangann og tekiÖ land í nýju byggÖarlagi, er var harla ólíkt því, sem ég hafði gist. Þetta var eins og dagur og nótt. Hér inn frá er fiskaÖ, en veiðimannalífiÖ er næstum því fallið í gleymsku. Fagurlega máluðum, samstæðum húsum hefur veriÖ komið skipulega fyrir, og hér gefur sýn til allra átta. Þessi staður vitnar um hinn nýja tíma eins og hann gerist beztur. Og sé maður á gangi í bænum, koma lítil börn hlaupandi og vilja endilega láta menn leiða sig. Jón Helgason Jýdíli.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.