Andvari - 01.10.1967, Side 79
ANDVARI
GRÆNLAND ENDURSÉÐ
181
Mér skilst, að hann sé að tjá konungs-
fjölskyldunni og gömlum umboðsmanni
Danastjórnar á Austur-Grænlandi holl-
ustu sína.
Það er eins og allt sé af göflunum
gengið í byggðarlaginu. Börnin ein leika
sér að vanda eins og ekkert sé.
Það er sunnudagur að morgni, hvíta-
sunnudagur. Þá snjóar. Trosnaður, dansk-
ur fáni blaktir á lítilli, skakkri fánastöng,
og lítill drengur skekur stundabjölluna
í hurðarkróknum fyrir framan kennslu-
stofuna, sem þegar fyllist af fólki.
Hér er líklega hver einasti maður í
byggðinni, einnig börnin. Drykkurinn,
sem eitraði þetta samfélag í gærkvöldi,
virðist ekki lengur hafa vald á fólkinu
(það var öl, sem bruggað er úr fíkjum,
geri og sykri og drukkiÖ sleitulaust).
Söngurinn hefst:
„O, du min Immanuel,
hvilken himmelglæde
har du gjort min arme sjæl
ved din purpurvæde".
Síðan snarast Þorvaldur að kennara-
púltinu og les guöspjallið. Við rísum öll
a fætur nema Öðinn og Móses, sem sitja
á fremsta bekk með hendur fyrir andlit-
inu og hafa gleymt sér við fagnaÖarer-
indið. Þorvaldur verður að gera hvort
tveggja til skiptis, stíga í stólinn og leika
á stofuorgelið, hann er hér bæði prestur
og forsöngvari. En hann gerir þetta af
tilgerðarlausum virÖuleika, sem kannski
á rætur sínar að rekja til þess, að hann
gleymir sjálfum sér við þetta tvíþætta
skylduverk. Og á fólkinu má sjá, að orÖiÖ
fær líf og kraft á vörum hans. Það finn
ég líka sjálfur, þótt ég skilji ekki, hvað
hann segir. Þetta er hátíðleg stund.
Fáum dögum síðar tókst að koma vél-
báti út úr firðinum. Og eftir örðuga sjó-
ferð var rennt fyrir síðasta tangann og
tekiÖ land í nýju byggÖarlagi, er var
harla ólíkt því, sem ég hafði gist. Þetta
var eins og dagur og nótt. Hér inn frá er
fiskaÖ, en veiðimannalífiÖ er næstum því
fallið í gleymsku. Fagurlega máluðum,
samstæðum húsum hefur veriÖ komið
skipulega fyrir, og hér gefur sýn til allra
átta. Þessi staður vitnar um hinn nýja
tíma eins og hann gerist beztur. Og sé
maður á gangi í bænum, koma lítil börn
hlaupandi og vilja endilega láta menn
leiða sig. Jón Helgason Jýdíli.