Andvari - 01.10.1967, Page 81
ANDVARI
SUMAR Á SAURUM
183
höndum, en hann hafði áformað. Fjár-
hagsörðugleikar hans eru svo miklir, að
hann hefur séð sig til neyddan að setjast
niður inn 21. fehrúar 1843 og hripa vini
sínum og landa, Finni Magnússyni, próf-
essor, svohljóðandi bréf:
Hávelborni, allrahæstvirti herra etats-
ráð!
Af því ég er í verstu kröggum, en
gjaldkeri vor ekki heima leyfi ég mér
að biðja yður að borga mér innlagðan
reikning fyrir félagið. Það er annars illt
og ómaklegt, að ég skuli, eins og þér
getið nærri, verða með öllu móti að forð-
ast að koma til nokkurs manns — fyrir
'Sy' -
klæðleysi — þó mér standi hin beztu
hús opin.
Nú er verið að lagfæra kortin og dag-
bók mín til Rentukammcrsins er svo sem
albúin.
Yðar
J. Hallgrímsson.
Vorið gengur í garð, og dönsku beyki-
skógarnir skrýðast angandi laufskrúði, en
hagur hins örsnauða, íslenzka skálds
vænkast samt lítt. Hinn 5. júní 1843
skrifar Jónas enn Finni Magnússyni eftir-
farandi bréf:
Hávelbomi, allrahæstvirti herra etats-
ráð!