Andvari - 01.10.1967, Side 82
184
ÞORVALDUR SÆMUNDSSON
ANDVARI
Nú stendur ekki sem bezt á, ég er
krafinn um húsaleigu fyrir mánuðinn,
og þess utan á ég, því miður, ekkert að
borða fyrir, þessa dagana. Hvað myndi
nú vera við það að gjöra? Ég hef nú
raunar hert upp hugann og ráðizt á
Rentukammerið, — en meðan grasið er
að gróa, deyr kýrin.
Nú þarf ég Rangárvallasýslu og Skafta-
fellssýslurnar, til að koma þeim af áður
en ég fer. Hitt, sem ég hef, sendi ég yður
nú aftur.
Með ást og virðingu,
J. Hallgrimsson.
En þó að skáldið og vísindamaðurinn,
Jónas Hallgrímsson, eigi enga skildinga
um þessar mundir til þess að greiða með
húsaleiguna né kaupa sér mat, rætist þó
svo úr bágindum hans, fyrir tilstilli vinar
hans, Finns Magnússonar, að skáldið
skrimtir af að þessu sinni. Hinn langi
og dapurlegi vetur er líka liðinn, og með
hækkandi sól hefur listaskáldið góða
tekið gleði sína aftur, eins og svo oft
áður. Nú hefur Jónas líka ný áform á
prjónunum, sem fylla hann bjartsýni og
tilhlökkun. Þetta sumar, 1843, hefur svo
skipazt, að hann dvelji um skeið hjá vini
sínum, danska náttúrufræðingnum Jap-
hetns Steenstrup, sem búsettur er í hinum
litla, fagra og kyrrláta bæ, Sórey á Sjá-
landi,1) og gegnir lektorsembætti um
þessar mundir við „akademíið" og kenn-
arastörfum við lærða skólann þar. Þeir
1) Dr. Matthíasi Þórðarsyni farast m. a. svo
orð urn Sórey í ævisö~u sinni um Jónas Hall-
grímsson: „Sórey er yndislegur smábær inni í
miðju Sjálandi, um 75 km fyrir útsunnan
Höfn. Hann er r.ú ekki á ey, eins og nafnið
bendir til og eins og hann var í foröld, en hann
stendur við allmikið stöðuvatn. Skógar eru um-
hverfis og náttúrufegurð mikil, einkum þegar
allt er í blóma. — A miðöldunum var munka-
Jónas og Steenstrup höfðu kynnzt á há-
skólaárunum í Kaupmannahöfn og tengzt
vináttuböndum. Steenstrup hafði ferðazt
tvö sumur um Island í rannsóknarskyni,
og Jónas verið með honum á því ferða-
lagi seinna sumarið. Nú höfðu þeir vin-
irnir í hyggju að vinna saman úr rann-
sóknum sínum frá þessum íslandsferð-
um.
1 bréfi til Steenstrups, vinar síns, dag-
settu í Kaupmannahöfn 23. júní 1843,
víkur Jónas að þessari fyrirætlun og segir
m. a.:
— Tak for dit Brev og sig mig saa
omtrent, naar jeg skal komme. Hvis du
ikke alt vidste det i Forvejen vilde jeg nu
fortælle dig som en Sag af Vigtighed,
at jeg er bleven meget fed og nærved
at smelte i den kære Sommer, alligevel
holder jeg mig temmeligt tappert eftersom
jeg er en stor Ven af Lys og Varme. Vi
har dog en Del at arbejde sammen, naar
vi först tænker os ret om, og desuden
trænger jeg specielt til din prövede,
aandelige Bistand, for at fange og kulti-
vere en Mængde forvildede Fakta og
Forestillinger, som löber löse blandt hin-
anden i mit ellers fortræffelige Hovede.
Þó að Jónas beri sig karlmannlega í
bréfinu og segist vera orðinn svo feitur,
að hann bráðni næstum í sumarhitan-
um, er fjárhagur hans þó ekki blómlegri
en svo, að nokkrum dögum seinna, hinn
klaustur í hænum og lét Absalon erkibiskup
reisa þar merkilega kirkju, sem stendur enn í
dag, og þar var hann jarðaður og mörg önnur
stórmenni fyrr og síðar. — Einnig er svo sagt,
og haft eftir Brynjólfi biskupi Sveinssyni, að
Ogmundur biskup Pálsson hafi verið grafinn
að þeirri kirkju. — Fyrrum var þar aðeins
„akademí“; við það hafði Jón Eiríksson verið
prófessor 1759—1771“.